Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 12

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 12
12 FEYKIR 45/1991 „Ég hef alltaf verið sveitamaður að upplagi" Séra Bolli Gústafsson í jólaspjalli ,,Það er fjarri lagi að við hjónin höfum orðið fyrir vonbrigðum með þá ákvörðun okkar að flytja hingað í Hóla. Við vorum bæði kvíðin að fara frá Laufási, ekki síst konan mín, því eftir 25 ár á sama stað er spurningin áleitin hvort maður sé að gera rétt. Laufás greip okkur strax sterkum tökum, enda ákaflega fagurt þar; sjálfsagt óvíða eins fallegt útsýni og af bæjarhlaðinu í Laufási út víðáttumikinn Eyjafjörð. Eg var svolítið hræddur um að mér fyndist þröngt um mig hérna í dalnum, eftir að hafa vanist svo víðum sjóndeildarhring, en sú hefur ekki orðið reyndin og Hjaltadalurinn hefur sína fegurð líka, meira að segja Hólar mjög svipaðir Laufási að því leyti að hér er veðursæld mikil. Við erum svo lánsöm að hér er uppörvandi samfélag og aðstaða öll góð. Okkur líður vel hérna á Hólum”,segirséra Bolli Gústafsson. Þau vígslubiskupshjón, Bolli og Matthildur, hafa nú dvalið í þrjá mánuði í Hólastað, en biskupsvígslan fór fram sl. sumar. Matthildur og Bolli að lokinni víglunni sl. sumar. — Já, það var ekki annað að heyra á sr. Bolla en hann yndi vel hag sínum á Hólum, þegar blaðamaður Feykis heim- sótti hann sl. fimmtudag í þeim erindagjörðum að fá viðtal í jólablaðið. „Ja, það er nú bara að ég hafi eitthvað að segja þér”, sagði Bolli i upphafi spjalls, rétt áður en talið berst að ætt og uppruna. Okkur þótti skemmtileg tilviljun að Bolli sem fæddur er á Akureyri höfuðstað Norðurlands 17. nóvember 1935 sé nú búsettur á fornum höfuðstað Norðurlands. Gleyptu ekki viö hverju sem var ,,Já Hólar voru raunveru- legur höfuðstaður allt fram yfir aldamótin 1800 að biskupsstóllinn var lagður niður. Það var ekki fyrr en seinna sem Akureyri tók við hlutverki höfuðstaðarins. Kaup- staðarréttindin fengust 1862 og um svipað leyti verður Akureyri kirkjustaður, kirkja hafði ekki verið þar áður. Faðir Bolla var Gústaf Jónasson rafvirkjameistari á Akureyri, ættaður að vestan. Móðirin, Hlín Jónsdóttir, var hinsvegar af hreinum þingeyskum ættum, aðallega úr Reykjadal og Aðaldal. „Já, ég get sjálfsagt alveg samþykkt það að Þingeyingar hugsi svolítið dýpra en aðrir. Fólk á þessu svæði lét sig menningarleg og félagsleg mál mikið varða, en gleyptu ekki við hverju sem var. Við ritun kirkjusögu sér t.d. Jón Helgason biskup sérstaka ástæðu að tilgreina Þingeyinga sem efasemdarmenn þegar nýir straumar í trúmálum fóru að berast til landsins upp úr aldamótum. Nánustu frændur mínir þóttu ekki miklir kirkjumenn, fermdu ekki börnin sín sumir”. Gaman aö vera meö mörgum í flekk Að vísu segist Bolli varla hlutlaus varðandi menningar- þátt Þingeyinga. Hann fór nefnilega barnungur til sumar- dvalar í Þingeyjarsýslu og var þar í sveit á hverju sumri í níu ár. Fyrst á Hlíðarenda í Bárðardal og síðan á Stóru- Laugum í Reykjadal. ,,Eg fór í sveitina og upplifði sérstaka reynslu sem ég er ákaflega þakklátur fyrir. Það var ekki ein einasta vél komin í Bárðardalinn þegar ég var þar í sveit. Allt unnið með gömlu handverk- færunum, mikið heyjað á útengi og allur heyfengur fluttur heim á klökkum. Lífið í sveitinni var ákaflega sérstætt í þá daga. Allt annar rytmi, rólegt yfir mannlífinu. Fólk gaf sér tíma til að lifa lífinu og líka til að fá gesti. Maður var í svo náinni snertingu við náttúruna og fólkið. Það var t.d. ákaflega skemmtilegt að vera með mörgu fólki í flekk við að rifja. Margt að spjalla um og fuglarnir og náttúruhljóðin allt í kring. Ungur sögumaöur Bárðardalurinn er afskekkt sveit og vélarnar komu líklega eitthvaðseinnaþangað. A Stóru-Laugum í Reykjadal bjuggu öldruð systkini sem ekki voru að öllu leyti tilbúin að taka á móti nýja tímanum. Eg náði þvi í framhald af handverkatímabilinu þar. Að auki var samneytið við eldra fólkið þroskandi fyrir ungan dreng. Bróðirinn í hópnum var ekki mikið fyrir að fara á skemmtanir eða i ferðalög. En hann vildi mjög gjarnan að ég færi, og í staðinn varð ég segja honum ferðasöguna þegar heim var komið. Ég reyndi að gefa eins greinar- góðar og skemmtilegar lýs- ingar og mögulegt var og naut þess að eldra fólkið hlustaði á mig. Reyndar var það þannig í sveitinni að það var gert heilmikið með fólk sem kunni að segja frá. Það fékk að njóta sín. Gestrisni var mikil og ekki skemmdi ef komumaður var sögumaður góður. Yngri systirin lánaði mér svo bækur til að lesa og valdi þær handa mér, oft bækur sem hún hafði lesið. í flekknum spjölluðum við svo gjarnan um efni bókanna”, segir Bolli og telur alls ekki ólíklegt að dvölin á Stóru- Laugum hafi verið hvati að bókmenntaáhuga sínum og grúski seinna meir. MA-árin Eðlilega lá leiðin úr gagn- fræðaskólanum í Mennta- skólann á Akureyri. Þar segist Bolli hafa kynnst mörgu ágætu fólki. Þar á meðal Skagfirðingum og Húnvetningum. „Það var að visu aðeins einn Skagfirðingur í bekk með mér: Jón Guðmundsson, sonur séra Guðmundar á Barði í Fljótum. í efri bekkjum man ég eftir Haraldi Bessasyni. Ari á eftir mér kom síðan Húnvetningurinn Páll Péturs- son, sem áreiðanlega hefur verið samviskusamur nem- andi. Hann var félagslega áhugasamur og hefur sjálf- sagt verið orðinn þónokkuð pólitískur. Annars fannst mér Már bróðir hans líklegri til stjómmálamennsku. Hann var mælskumaðurogfundar- maður mikill, hafði gaman að orðskylmingum. Síðan voru tveir ágætir Skagfirð- ingar í kennaraliðinu: Bryn- leifur Tobíasson sem kenndi sögu og latínu og Brynjólfur Sveinsson stærðfræði- og íslenskukennari”. Jói Konn og fleiri á æskulýðs- samkomunum Sjálfur var Bolli á kafi í félagslegu vafstri í mennta- skóla. „Ég hafði mikinn áhuga á blaðamennsku og ritstýrði skólablaðinu Muninn. Hafði líka mjög gaman af teikningu og teiknaði í þrjú ár myndirnar í Carmínu þar sem skopmyndir birtast af nemendum. Ég lét líka leiklistina innan skólans til mín taka og söng í kór skólans sem Björgvin Guð- mundsson tónskáld stjómaði. Að auki var ég á kafi í æskulýðsstarfi kirkjunnar á Akureyri. Sr. Pétur Sigurgeirs- son hafði þá nýlega tekið við starfi sóknarprests. Hann hóf strax blómlegt æskulýðs- starf, með öðru sniði en þekkst hafði áður. Það voru haldnar samkomur í kirkjunni og skemmtanir með kristi- legu ívafi á öðrum stöðum í bænum. Mér er það minnis- stætt að menn eins og Jóhann Konráðsson og Sverrir Páls- son skólastjóri ásamt fleira tónlistarfólki á Akureyri lögðu sitt að mörkum. Þetta voru miklar samkomur og margoft troðfullt hús. Ég hugsa að þátttakan í æslulýðs- starfinu hjá séra Pétri hafi átt ríkan þátt í því að ég valdi guðfræðina eins og reyndar fleiri piltar gerðu. Prestvígsla og Hríseyjardvöl Það var síðan á seinni árum guðfræðinámsins sem Bolli kynnist Matthildi Jónsdóttur. Þau festa ráð sitt og börnin eru sex. Það elsta fætt 1963 og yngsta 1978. Elst er Hlín kennari við Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, þá Jóna Hrönn sérþjónustuprestur i Vest- mannaeyjum, Gústaf Geirer í myndlistarnámi í París, Gerður fóstra og í söngnámi

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.