Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 3

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 3
45/1991 FEYKIR 3 Musteri Guðs, sem gott er að íhuga ájólum ,,Verið óhrœddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð.” Þessi orð voru fyrstu orðin sem engill Guðs flutti fjárhirðunum á Betlehemsvöllum. Það var nóttina sem hann kom til þeirra að bera þeim fyrstum manna tíðindin um fæðingu Drottins inn ímannheim. Sá atburður var úrslitaatburður í sögu mannkyns. Enn nálgast heilög jól, jafnt hér á norðurhveli sem um alla heimsbyggðina og enn hljóma orð engilsins í eyrum okkar. Þau eru okkur þó ekki ný. Kirkjan og heilög ritning flytja okkur sífellt fagnaðarboðskap- inn: Guð elskar þig og sá sem elskaður er af Guði þarf ekki að óttast. Fögnum því Drottinn sjálfur er kominn til okkar. Hann fæddist sem lítið barn og stofnaði kirkju sína sem við erum hluti af. Lífið sjálft og heimurinn sem við lifum í er mikill /eyndardómur. Kraftar himnanna umluktu fjárhirðana þegar engillinn vitjaði þeirra. Sömu kraftar eru okkur enn nálægir núna á jólunum, tæpum tveimur árþúsundum síðar. Okkur er gefið að vita að sá Guð sem valdi að koma inn í mannleg kjör sem lítið ósjálfbjarga barn er ekkifjarlægt afl utan og ofan við allt, heldur er hann persónulegur algóður Guð, sem kallar okkur mennina stöðugt til eftirfylgdar og samfélags við sig. Samfélagið við Drottinn er engu öðru líkt. Hann þekkir okkur hvert og eitt betur en við sjálf gerum og kallar okkur til svo innilegs sambands við sig að ekkert sem við þekkjum jafnast á við það. Strax í skírninni erum við tengd lífi, dauða og upprisu Jesú Krists og skírnarnáðin verkar stöðugt í okkur. Guð er Guð og maðurinn ermaður. Aðeins í Jesú Kristi hafa Guð og maður algerlega sameinast. Hann er hvorutveggja í senn, sannur Guð og sannur maður. Þess vegna getum við samtengst honum með sérstökum hætti. Drottinn vill fæðast í sálum okkar mannanna. Þar innst inni vill hann gjöra sér bústað svo hann geti haft helgandi áhrif á alla okkar tilveru. Það er köllun sérhvers kristins manns að gera hjarta sitt að vöggu hans sem fæddist í Betlehem á hinum fyrstu jólum. Þannig verður samfélagið við Guð að einingu sem veitir okkur helgun og b/essun í lífinu og gefur okkur óverðugum og syndugum mönnum hlutdeild í guðlegu eðli. Þannig getum við hvert og eitt verið musteri Guðs, þar sem Kristur sjálfur býr og starfar. Hér er um að ræða mikinn leyndardóm, sem gott er að íhuga á jólum. Gjöf Guðs til okkar er hann sjálfur. Fagnaðarerindið hljómar enn jafn hreint og tært sem hin fyrstu jól. Guðs ríki er komið. Með því að játast Jesú Kristi, játumst við líinu og lifum daglega inni á orkusviði hans. Við skulum leyfa Drottni að hönd/a okkur og kveikja Ijós sitt innra með okkur. Biðjum hann að hjarta okkar megi verða vagga hans. Þá munum við finna hinn sanna jólafrið, sem æðri er öllum skilningi og vera farvegur hans til samferðamanna okkar. Þá munum við eiga gleðileg jól. Egill Hallgrímsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.