Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 5

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 5
45/1991 FEYKIR 5 „Eg átti náttúrlega aldrei að gefa mig í þetta" segir ,jóla"pósturinn ívar Antonsson „Jú, eins og nærri má geta var geysilega mikið að gera í póstinum fyrir jólin og maður var oft að lesa í sundur langt fram á nætur. Samt gafst tími til að fara með pakka til gamalmenna og þeirra sem áttu erfitt með að nálgast þá. Kári kunni mér ákaflega góðar þakkir fyrir það”, sagði Ivar Antonsson fyrrverandi póstur á Króknum þegar blaðamaður Feykis hitti hann á förnum vegi á dögunum. „Við fengum krakka úr skólanum í útburðinn fyrir jólin. Það var bara verst að þau voru svo seint laus úr skólanum. Eg var meira í sundurlestrinum fyrir jólin og kunni nú ekkert sérstak- lega vel við mig í því. Það átti frekar við mig að vera úti og var orðinn vanur hreyííng- unni”, sagði Ivar. Það er ekki ósennileg skýring hjá ívari, því eftir því sem hann kemst næst hefur hann í nokkur ár gengið daglega vegalengd sem samsvarar leiðinni milli Sauðárkróks og Varmahlíðar. „Eg þurfti að hætta í trésmíðinni á sínum tíma því bakið var að drepa mig. Þá var Jón Friðbjörnsson að hætta í póstinum og ég lét narra mig til að taka starfíð að mér, en átti náttúrlega aldrei að gera það. Ég held að hryggurinn hafi haft stór- bölvun af því, en það verður ekki aftur tekið. — En er ekki starfið skemmtilegt að því leyti, að pósturinn hittir marga á hverjum degi? Hætti þér ekkert til að dvelja við rabb? ,,Nei, ég hafði engann tíma til þess. Maður þurfti að herða sig, þó svo að þetta væri ósköp þægilegt fyrstu árin. En eftir að hverfið uppfrá fór að þenjast út jukust vegalengdirnar til muna og maður þurfti orðið nokkrar ferðir í bílinn til að sækja póstinn. Ég var margbúinn að óska eftir að bærinn yrði mældur upp og eins gekk bölvanlega að fá bílastyrkinn greiddan þrátt fyrir að póstdreifingarmenn í Reykjavík fengju borgað fyrir flutning á póstinum í úthverfin. Ég var búinn að fara fram á að fá manneskju í hálft starf með mér. Þegar síðan bærinn var loks mældur upp kom skipun um að bæta við einni manneskju í hverfið. Þetta var tveim til þrem árum áður en ég hætti. Ég ætlaði að halda út til sjötugs, en þurfti að hætta á 69. árinu út af bakinu. En það hefur stórlagast núna í seinni tíð. Ég komst til góðs gigtarlæknis fyrir sunnan. Gekk til hans í sprautur í þrjár vikur og hann náði mér það vel upp að ég hef ekki verið kvalinn síðan”, sagði ívar Antons, sem sjálfagt enn er í hugum margra Króksara pósturinn síkáti, enda aðeins fimm ár síðan hann lagði bréfberatöskunni. ívar Antonsson fyrrverandi póstur. tíæjarráð Sauðárkróks mót- mælir harðlega þeim fyrir- ætlunum ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar að flytja ný verkefni yfir á sveitarfélög í landinu um leið og tekjur sveitarfélaganna verði skertar. Þá skorar bæjarráð á stjóm Sambands íslenskra sveitar- félaga að standa fast gegn öllum kröfum af hálfu ríkisvaldsins gagnvart sveitar- félögunum. A það jafnt við hvort heldurerum skerðingu á tekjum þeirra að ræða, eða flutning nýrra verkefna til sveitarfélaganna án þess að tekjur fylgi. Ofanrituð bókun Bókasafnið: Breyttur opnunartími Frá og með áramótunum lengist opnunartími Héraðs- bókasafns Skagfirðinga. Opn- unartími verður á mánu- dögum til miðvikudags frá kl. 15-19. A fimmtudögum frá 15-19 og 20-22 og á föstudögum frá 14-18. Sektir hækka í tvær krónur fyrir hvern vanskiladag og hægt verður að panta bækur gegn gjaldi sem er krónur 50. var samþykjct á bæjarstjómar- fundi 12. desember sl. '*** rf : SAMVTNNUBOKIN •ISÍafnvextir 10,5% • Ársávöxtun 10,78% INNLANSDEÍLD KAUPFÉLAQS SKAQFIRÐINQA

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.