Feykir


Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 14

Feykir - 18.12.1991, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 45/1991 „Aldrei skal ég í vegavinnu framar" Frásögn Hafsteins Sigurbjarnarsonar fyrrum vegaverkstjóra af vegagerð í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr á öldinni Kúskur með hest og kerru í vegavinnu á Öxnadalsheiði. Ljósm.: Héraðsskjalasafn Skagfirðinga. að var um níundu helgi að bændur fyrir Múlanum höfðu komið sér saman um það að smala heimalönd sín til að marka og rýja geldfé. Ragnar Ólafsson þurfti að fá sig lausan til þess að hjálpa til við smölunina. Daníel var nauðugt að sleppa honum af typpinu (en svo nefndist útmokstur malarinnar á veginum). Nú kemur hann til mín óvanalega mjúkur á manninn og segir: ”Þú ættir Hafsteinn minn að gera mönnunum skömm til, sem ég rak af typpinu um daginn og sýna dugnað þinn við að moka úr mölinni á morgun. Ragnar er að fara í smölun.” Ég sagði honum að ég gæti það ekki. Bæði gæti ég ekki gert verkið, svo að honum líkaði, og annað það að ég hefði ekki undan kerrunum, sem kæmu hver af annarri. Hann lofar þá að vera með mér og hjálpa mér. Þegar svo var komið, þorði ég ekki að neita því. Daginn eftir fór Daníel með mér til vinnunnar, sagði mér aðferðina og hjálpaði mér fram að matartíma. Eftir það kom hann ekki strax og ég var kominn í svitabað, þegar hann kom. Var hann annað slagið til kvölds. Ragnar kom um kvöldið, og taldi ég víst að hann tæki við sínu starfi aftur. I stað þess skipar Daníel mér að fara á typpið aftur. Ég fór að andmæla því og sagði að hann hefði sagt í gær að ég ætti bara að vinna þarna einn dag. Daníel varð þá hörku- vondur og skipaði mér að fara. Búið var að borga einu sinni út kaup, og voru margir kauptaxtarnir. Mis- munaði Daníel kaup eftir því hvernig honum fannst menn vinna, og voru menn misjafn- lega ánægðir. Kaup fullorð- inna manna var frá tveimur krónum og sextíu aurum upp í þrjár krónur og tuttugu aura á dag. Lægstur var Sveinbjörn Jónsson, sá sem braut skóflumar. Kaup kúska var tvær krónur og fimmtíu aurar. Ekki var neinn sérstakur hestasmali. Áttu kúskarnir að skiptast á um það að ná hestunum, sem áttu að vera komnir í grús með aktygjum og kerrum á mínútunni, þegar byrja átti að vinna. Hestunum féll illa haginn.og voru allir óhagvanir og því ókyrrir í haga, og tók því nokkurn tíma að ná þeim. Varð því hestasmalinn að vakna rúmum klukkutíma fyrr en aðrir. Skipt var um hesta, þegar borðaður var morgunmatur, og unnu því hestarnir þrjá tíma annan daginn en sjö tíma hinn daginn. Þegar borðaður var miðdegismatur (var þrímælt), var hestunum sleppt með aktygjum haftlausum á meðan borðað var. Áttu þá kúskarnir að ná þeim til skiptis í matartímanum og setja þá fyrir kerrurnar, svo að allt væri til, þegar kallið kom. Vegna slæmra hrossahaga voru hestarnir rásgjarnir í haga, ekki síst þegar þeim var sleppt haftlausum. Hafði því sá kúskur, sem sótti hrossin, ekki nema fjörutíu mínútur til matar. ú var bætt við kúski í minn stað. Það var unglingspiltur frá Kamps- hóli í Víðidal, sem hét Björn Konráðsson. Hann var ári eldri en ég. Daníel kom nokkrum sinnum til mín á typpinu, og var nú gamli svipurinn á honum. Þessi hörku-þóttasvipur kominn á hann sem fyrr. Ekkert talaði hann við mig. Án efa hefur hann séð að ég var honum reiður. Ég kepptist við eins og ég gat og hafði þó varla undan kerrunum, sem komu hver af annarri. Mér varð hugsað til orða móður minnar, þegar hún var að reyna að hafa mig ofan af því að sækja um vegavinnuna. Hefði ég haft von um vinnumannsstöðu þennan dag, hefði ég verið fljótur að taka henni. Ég var líka farinn að finna mun á fæðinu frá Syðsta-hvammi og því, sem ég hafði í þessar sjálfsmennsku, sem aldrei var annað en rúgbrauð og mjólk. En ekki var við neinn að sakast nema sjálfan mig. Og reyndi ég að sætta mig við það, sem á mig var lagt. Ekki átti Daníel neitt við mælingar þennan dag, og taldi ég víst að nú væri ég þó laus við það verkið, og gæti þá stundina verið í félagsskap með hinum strákunum. ^íæsta kvöld segir Daníel: ”Komdu að hjálpa mér að mæla.” Það sat í mér reiðin frá deginum áður, svo að ég sagði: ”Ég er alveg nógu þreyttur.” Daníel gekk þá út úr tjaldinu, án þess að svara. Ég þorði ekki annað en fara á eftir honum', og vorum við rúman klukku- tíma að mæla. Um tíundu helgi var borgað út kaup. Voru margir óánægðir með sitt kaup. Kölluðu sumir þetta lúsaleit, að gera fimm til tíu aura mun á kaupi manna yfir allan daginn. Dagkaupið var yfir- leitt tvær krónur og níutíu aurar til þrjár krónur og tíu aurar. Við þessa útborgun varð sú breyting á að Skarphéðinn Bjarnason, sem áður hafði hæsta kaupið, varð að gera sér að góðu að bera jafnt kaup og Ragnar Ólafsson typpmeistari, eins og hann var kallaður, eða þrjá krónur og tuttugu aura. Þó var það öllu þungbærara að sjá nafn Líndals Jónas- sonar með þrjár krónur tuttugu og fimm aura á dag. En allir kenndu í brjósti um vertshúshaldarann, sem hafði aðeins tvær krónur og sextíu aura á dag, eða réttum tíu aurum hærra kaup á dag en kúskarnir, þegar það bættist líka við að hann var í eyrum Daníels sem mállaus útlend- ingur. Þegar hann sagði:”Mé didi da anodi hadd að hafa eddi daup á við dáda dabba.” Þýðingin erþessi: ”Mérþykir það andskoti hart að hafa ekki kaup á við stráka tappa.” Með þessum orðum átti Sveinbjörn við kaup mitt, sem hækkaði í tvær krónur sjötíu og fimm aura eftir að ég kom á typpið. En hvað var verið að hreykja þessum Líndal Jónassyni svona hátt? Það skildi Skarphéðinn Bjarnason ekki. Líndal Jónasson var bróðir Guðmundar Jónassonar í Lækjarkoti, síðasta heiðar- bóndans á Víðidalsheiði. En fyrir hvað fékk Líndal hæsta kaupið? Hann vann við vegagerðina allt sumarið sama verkið. Hann stóð í vegarskurðinum og stakk hnausa og henti þeim á skóflunni upp í veginn. Ekki á sama hátt og aðrir menn, með fætinum. Heldur stakk hann hnausinn fram fyrirsig með handafli. Og það enga smáhnausa, sem hann var ekki lengi að losa og koma frá sér jafnt að kveldi sem morgni. Slík afköst voru meiri en ég hef séð um mína daga. En kaupsmunurinn aðeins fimm aurar. Eftir að ég kom typpið krafðist Daníel þess af kúsk- unum að þeir lyftu kerrunum upp að framan, þegar hvolft var úr þeim, og átti ég að standa aftan á kerrunum til þess að létta þeim átakið. Þetta var sumum ofraun, þar sem kerrurnar voru allfram- þungar. Þær vorugaflalausar og mokað í þær eins og komst. Á leiðinni vildi hristast aftan úr þeim. Tréskaft var neglt fremst á hlið kerrunar, sem stóð það langt fram að þægilegt var að halda um það. Áttu kúskamir þá að beygja sig það mikiðað þeir kæmu öxlinni undir skaftendann, og með því létta átak handarinnar. Strák- arnir voru misjafnlega sterkir og harðir af sér. Varð ég því oft að færa til í kerrunni, og tafði það mig mikið við úrmoksturinn. Kæmist Daníel að því, skammaði hann bæði mig og kúskana. Ég var Daníel alltaf reiður fyrir að plata mig að þessu verki, sem ég var ekki maður til að vinna, og notaði hvert tækifæri til að munnhöggvast við hann, þegar ég taldi mig hafa á réttu að standa. Sagði ég honum að ekki þýddi að gera kröfu til meiri krafta en kúskamir hefðu. Hann virtist ekki reiðast mér, en sagði að þetta væri helvítis linka í strákunum. E]kki mátti fara hæg- asta fetið með hestana með fullar kerrurnar. Hestarnir áttu að kasta topp og brokka og stökkva til baka. Þessum reglum varð að fylgja, þó það væri ekki mannúðleg með- ferð á hrossunum. Aftur á móti þótti öllum strákunum gaman að standa í kerrunum og styðjast við aktaumana og fara sem hraðast. Ég var búinn að vinna á typpinu í röskan mánuð. Þá gerðist það einn dag er við vorum að borða miðdagsmat að Daníel stendur upp, þegar tuttugu mínútur eru eftir af matartímanum og segir: ”Farðu og sæktu akhestana.” Ég sagði: ”Það er ekki mitt verk.” Hann verður öskuvondur og skipar mér að fara. Ég var búinn að hita mér kókó og var að bíða eftir því að það kólnaði í skálinni minni og

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.