Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 4
4 Fréttir Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Vakta hús eftir hefndaraðgerð Sérsveitarmenn vakta hús full­ trúa sýslumannsins á Akureyri eftir að bensínsprengju var kastað í mannlausan bíl um fimmleytið aðfaranótt miðvikudags. Það er Vikudagur sem greinir frá þessu en þar kemur fram að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi tekið yfir rannsókn málsins þar sem lögreglan á Akureyri telst vanhæf vegna tengsla við fórnar­ lambið. Segir Vikudagur atvikið hafa átt sér stað við heimili mannsins í Grundargerði í Brekkuhverfi og telur lögreglan að um hefndarað­ gerð sé að ræða gegn fulltrúa sýslumannsins. Vikudagur hefur eftir ná­ grönnum fulltrúans að þeir séu óttaslegnir og hafi sumir þeirra ákveðið að vopnast af ótta við frekari ódæðisverk í hverfinu. Tveir eru í haldi lögreglunnar grunaðir um verknaðinn. S einkunin á ráðningu þjóð­ leikhússtjóra getur haft áhrif á komandi leikár samkvæmt heimildum DV. Nú er valið einkum talið standa á milli þeirra Ragnheiðar Skúladóttur og Ara Matthíassonar, framkvæmdastjóra Þjóðleikhússins, en sá síðarnefndi er með fortíð úr flokksstarfi Vinstri grænna. Sögusagnir eru uppi um að hugsanlega verði einhver ann­ ar skipaður í starfið en annað hvort þeirra ­ einhver sem ekki sótti um – en það mun vera úr lausu lofti gripið. Um þetta leyti eru stjórnendur Þjóðleikhússins yfirleitt búnir að leggja niður fyrir sig hvaða leikverk verði sýnd á komandi leikári, búið að ráða leikara í verkin, búið að ráða leikstjóra til að leikstýra jóla­ leikriti næsta árs og svo framvegis. Undirbúningur næsta leikárs getur hins vegar tafist vegna dráttarins á skipun í starf þjóðleikhússtjóra. Ef Ari verður ráðinn þarf að ráða nýjan framkvæmdastjóra og nýr þjóðleik­ hússtjóri á að taka við starfinu þann 1. janúar næstkomandi. Erfitt get­ ur verið fyrir stjórnendur Þjóðleik­ hússins að skipuleggja næsta leikár ef ekki liggur fyrir hverjir stýra leik­ húsinu. Þetta á bæði við skipulag rekstrarins og eins skipulag á fag­ legu, listrænu starfi leikhússins sjálfs. Staðan var auglýst þann 1. júní síðastliðinn og rann umsóknar­ fresturinn út þann 1. september. Tæpur mánuður er síðan umsækj­ endur fóru síðast í viðtal út af starf­ inu fyrir tæpum mánuði. Engar reglur eða lög ná hins vegar utan um hvenær menntamálaráðherra þarf að tilkynna um nýjan þjóðleik­ hússtjóra. n ingi@dv.is Seinkunin gæti haft áhrif Drátturinn á skipun þjóðleikhússtjóra Beðið eftir Illuga Beðið er eftir því að Illugi Gunnarsson skipi í starf þjóðleikhús- stjóra en umsóknarfresturinn rann út þann 1. september. Mynd SIgtryggur ArI Tugmilljóna kostnaður vegna fasteignagjalda n Hærri fasteignagjöld koma niður á Íbúðalánasjóði n Á 529 eignir í Reykjanesbæ Í búðalánasjóður átti 816 fasteign­ ir á Suðurnesjum í september á þessu ári en þar af voru 439 í sölu, 339 í leigu, 37 auðar og ein í vinnslu. Þetta kemur fram í mánaðar­ skýrslu Íbúðalánasjóðs. Ef sú skýrsla er borin saman við mánaðarskýrsl­ una í september árið 2013 kem­ ur í ljós að fjöldi eigna Íbúðalána­ sjóðs hefur lítið sem ekkert breyst á þessu svæði. Á sama tíma í fyrra átti Íbúðalánasjóður 811 fasteign­ ir og því hefur eignum í eigu sjóðs­ ins á Suðurnesjum aðeins fækkað um fimm íbúðir á heilu ári. Þegar mest lét átti sjóðurinn 881 íbúð á Suðurnesjum en það var í desem­ ber í fyrra. Samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Íbúðalánasjóði fyrir nóvember­ mánuð kemur í ljós að Íbúðalána­ sjóður hefur losað sig við 11 fast­ eignir á einum mánuði. 66 milljónir í fasteignagjöld DV sendi fyrirspurn á Íbúðalána­ sjóð og spurði hvaða upphæð Íbúðalánasjóður greiddi í fasteigna­ gjöld fyrir eignir í Reykjanesbæ á ár­ inu 2013 og hvað sjóðurinn teldi að hann myndi greiða á yfirstandandi ári. „Fyrir álögð fasteignagjöld vegna ársins 2014 og þær eignir sem Íbúðalánasjóður átti í Reykjanesbæ á árinu greiddi sjóðurinn 66.261.046 krónur. Í upphafi árs 2014 átti sjóð­ urinn 641 eign í Reykjanesbæ en þann 1. nóv. síðastliðinn voru þær 592 og hefur þeim fækkað. Í ljósi þess að Reykjanesbær hefur boðað hækkun álagðra gjalda má búast við að greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna fasteignagjalda hækki nokkuð,“ seg­ ir í svari sjóðsins við fyrirspurn DV. Það er því ljóst að hækkun fast­ eignagjalda í Reykjanesbæ kemur til með að hafa áhrif á fleiri en bara íbúa svæðisins. Kostnaður Íbúða­ lánasjóðs eykst til muna en þó má búast við því að hækkunin birtist í hærri fasteigna­ og leiguverði á svæðinu en sá markaður hefur verið ansi kaldur frá hruni. Flestar eignir í reykjanesbæ Ef heildarfjölda eigna er skipt upp eftir svæðum þá á sjóðurinn fæstar fasteignir í Grindavíkurbæ eða 29. Í sveitarfélaginu Garði á Íbúðalána­ sjóður 58 fasteignir, í Sandgerði 92 fasteignir og 34 eignir í Vatnsleysu­ strandarhreppi. Sjóðurinn á lang­ flestar fasteignir í Reykjanesbæ ef litið er til Suðurnesja en þar á sjóð­ urinn 592 fasteignir. Þessi mikli fjöldi eigna Íbúða­ lánasjóðs á Suðurnesjum hefur haft mikil áhrif á leigumarkaðinn, þá sérstaklega í stærsta sveitarfélaginu Reykjanesbæ. Við lauslega könnun blaðamanns fundust aðeins tvær íbúðir til leigu í bæjarfélaginu. Suðurnesjafréttir DV fjölluðu um leigumarkaðinn á Suðurnesjum fyr­ ir tæpu ári eða 22. nóvember 2013. Þá var í raun sama staða og er í dag; engar íbúðir á leigumarkaði. Leigumarkaður í lamasessi Leigumarkaðurinn á Suðurnesjum hefur verið í algjörum lamasessi frá árinu 2010 eða frá því mikil fjölg­ un varð í nauðungarsölum á þessu svæði. Leigumiðlarar hafa ekki haft neinar eignir á skrá hjá sér og slegist er um hvern einasta auglýstan fer­ metra. Samkvæmt heimildum DV eru tugir umsækjenda um hverja aug­ lýsta fasteign og þær íbúðir sem Íbúðalánasjóður hefur fært til leigu hafa rokið út eins og heitar lummur. Stór hópur fólks getur samt sem áður ekki sótt um að leigja íbúð hjá Íbúðalánasjóði þar sem reglur hans kveða á um að viðkomandi þurfi að vera skuldlaus gagnvart sjóðnum. Þannig gæti einstæð móðir sem er nýbúin að missa íbúðina í nauð­ ungarsölu ekki sótt um íbúð til leigu hjá Íbúðalánasjóði. n Atli Már gylfason atli@dv.is Skipting eigna Íbúðalánasjóðs á Suðurnesjum eftir bæjarfélögum Miðað við nóvember 2014 n Reykjanesbær: 592 n Sandgerði: 92 n Garður: 58 n Vatnsleysustrandarhreppur: 34 n Grindavíkurbær: 29 Staða eigna Íbúðalánasjóðs á Suðurnesjum Miðað við mánaðarskýrslu sjóðsins frá því í september 2014 n Í sölu: 439 n Í leigu: 339 n Auðar: 37 n Í vinnslu: 1 tómt fjölbýli í reykjanesbæ Á sama tíma og leigumarkaðurinn er í lamasessi þá standa hundruð íbúða í bæjarfélaginu tómar. „… má búast við að greiðslur Íbúðalánasjóðs vegna fasteignagjalda hækki nokkuð. Vilja Fiski- stofu áfram Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur lagt fram ítarleg greinargerð um stöðugildafjölda hjá ríkisstofn­ unum á höfuðborgarsvæðinu 2007–2013. Þar kemur fram að stöðugildum á vegum ríkisins á höfuðborgarsvæðinu hefur fækk­ að um 464 á árunum frá 2007 til 2013. Þar af hefur stöðugildum í Hafnarfirði fækkað um 128 eða 28 prósent af þeirri fækkun sem orðið hefur á höfuðborgarsvæðinu. Haraldur L. Haraldsson bæjar­ stjóri telur að í ljósi þessara gagna hljóti sjávarútvegsráðherra að skoða það alvarlega að draga ákvörðun sína um flutning á Fiski­ stofu til baka. Bæjarstjórnin hefur ítrekað áskorun sína á Sigurð Inga Jóhannesson, sjávarútvegs­ og landbúnaðarráðherra, að draga ákvörðun um flutning Fiskistofu til Akureyrar til baka þar sem mál­ efnaleg rök fyrir flutningnum hafi ekki komið fram. Þar að auki sýni tölurnar að stöðugildum á höf­ uðborgarsvæðinu og í Hafnarfirði hefur fækkað. Blekhylki.is Við seljum ódýra tónera og blekhylki Fjarðargötu 11 og Smáralind • S: 517-0150

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.