Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 7
Samþykki Stefnt er að því að um miðjan desember 2014, og á næstu þremur mánuðum þar á eftir, geti umsækjendur samþykkt útreikninga. Þar með verður ákvarðaðri leiðréttingarfjárhæð ráðstafað til lækkunar á höfuðstóli fasteignaveðlána á fremsta veðrétti eða til myndunar sérstaks persónuafsláttar. Umþóttunartími þeirra umsækjenda sem fá niðurstöður sínar síðar telst þrír mánuðir frá því að upplýsingar viðkomandi eru birtar. Breyting á láni tekur gildi frá og með næsta mánuði eftir að viðkomandi lántaki hefur staðfest útreikning. Umsækjendur geta gert athugasemdir á leidretting.is telji þeir að ákvörðuð leiðréttingarfjárhæð byggi á röngum upplýsingum. Varði athugasemdir önnur atriði skal málinu beint til úrskurðarnefndar í gegnum leidretting.is. Rafrænt samþykktarferli Í lögum nr. 35/2014, um leiðréttingu verðtryggðra fasteignaveðlána, er kveðið á um að málsmeðferð skuli vera rafræn. Notkun veflykla stenst ekki þær lögformlegu kröfur sem gerðar eru til skuldbindandi rafrænnar undirritunar um ráðstöfun fjármuna. Til þess að gæta fyllsta öryggis er því nauðsynlegt að umsækjendur noti rafræn skilríki við samþykkt og ráðstöfun leiðréttingarfjárhæðar. Niðurstöður Nú getur meirihluti umsækjenda um leiðréttingu kynnt sér niðurstöður umsókna sinna á leidretting.is. Tölvupóstur hefur verið sendur öllum umsækjendum um hvort niðurstöður þeirra liggi fyrir en afgreiðsla nokkurs hluta umsókna tefst um hríð vegna breytinga sem orðið hafa á högum viðkomandi umsækjenda. Í þeim tilfellum þar sem útreikningum er ekki lokið verða niðurstöður birtar jafnharðan og þær eru tilbúnar og viðkomandi gert viðvart að nýju með tölvupósti. Birting Umsækjendur geta skoðað niðurstöður útreikninga með rafrænum skilríkjum eða veflykli RSK. Hafi breyting orðið á lögheimili eða í hjúskap umsækjenda frá árunum 2008-2009 takmarkast birting upplýsinga við umsækjendur sjálfa. leidretting.is 442 1900 Opnunartími 9:30-15:30adstod@leidretting.is birting – samþykki – ráðstöfun Höfuðstólsleiðrétting húsnæðislána Nánari upplýsingar um höfuðstólsleiðréttingu húsnæðislána eru veittar á rsk.is/leidretting. Upplýsingar um rafræna undirritun er m.a. að finna á rsk.is/skilriki og skilriki.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.