Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 8
8 Fréttir Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Hugo Boss söluaðilar:
Reykjavík:
Gilbert úrsmiður Laugavegi 62 s: 551-4100
Gullúrið–úra og skartgripaverslunv Mjódd s: 587-4100
Úra- og skartgripaverslun Heide Glæsibæ s: 581-3665
Meba Kringlunni s: 553-1199
Meba - Rhodium Smáralind s: 555-7711
Hafnarfjörður
Úr & Gull Firði-Miðbæ Hafnarfjarðar s: 565-4666
Keflavík:
Georg V. Hannah, úrsmiður Hafnargötu 49 s: 421-5757
Selfoss:
Karl R. Guðmundsson, úrsmiður Austurvegi 11 s: 482-1433
Akureyri:
Halldór Ólafsson úrsmiður Glerártorgi s: 462-2509
Akranes:
Guðmundur B. Hannah, úrsmiður Suðurgötu 65 s: 431-1458
Egilsstaðir:
Klassík Selási 1 s:471-1886
Úra- o skartgripaversl n
Heide Glæsibæ - s: 581 36 5
Sveitarfélög á Suður-
nesjum stefna ríkinu
S
amband sveitarfélaga á
Suðurnesjum ætlar að höfða
mál gegn íslenska ríkinu
út af því að Vegagerðin rifti
heimild samtakanna til að
bjóða út einokun á akstri rútubif-
reiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Þetta segir Ásgeir Eiríksson,
sveitarstjóri í Vogum og fyrrverandi
formaður Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum.
Ásgeir segir að sambandið verði
af miklum tekjum á hverju ári vegna
riftunarinnar. Á þeirri forsendu
grundvallast málareksturinn. „Við
erum í málaferlum við ráðuneytið út
af þessari riftun. Við teljum hana ólög-
mæta þar sem hún eigi sér ekki stoð
í samningi okkar við Vegagerðina.
Þetta hefði skapað sambandinu mikl-
ar tekjur sem við verðum þá af.“
Ásgeir segir að í fyrra hafi stað-
ið til að Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum myndi bjóða út
einkaleyfi til áætlunarferða rútubif-
reiða til og frá Flugstöð Leifs Eiríks-
sonar. Samkeppniseftirlitið hlutað-
ist hins vegar til um þær fyrirtætlanir
og gaf út álit þar sem stofnunin mót-
mælti fyrirætluðu útboði um einokun
á áætlunarleiðinni á milli flugstöðv-
arinnar og Reykjavíkur. Þar sagði
meðal annars: „Þá ítrekar Samkeppn-
iseftirlitið tilmæli til Sambands
sveitarfélaga á Suðurnesjum að
stöðva þegar í stað fyrrgreind áform
sín um einokun á áætlunarleiðinni
milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar
og Reykjavíkur.“ Samkeppniseftirlitið
vildi sumsé halda keyrslu á viðkom-
andi áætlunarleið frjálsri þannig að
samkeppni gæti ríkt um hana á milli
rútufyrirtækja.
Risinn á rútubílamarkaðnum
Fyrirtækið Kynnisferðir er risinn á
rútubílamarkaðnum á Íslandi og
hefur rekið Flugrútuna um árabil.
Líkt og DV greindi frá á þriðjudaginn
þá skilar fyrirtækið góðum hagn-
aði þessi árin þar sem mikið góðæri
hefur ríkt í ferðamannaiðnaðinum
síðastliðin ár en auk aksturs til og
frá Leifsstöð hefur fyrirtækið einnig
boðið upp á ferðir á þekkta ferða-
mannastaði eins og Gullfoss, Geysi
og Þingvelli. Fyrirtækið Allrahanda
hefur einnig keyrt á milli Flugstöðvar
Leifs Eiríkssonar og Reykjavíkur síð-
astliðin ár.
Kynnisferðir hafði lengi haft sér-
leyfi á akstri til og frá Flugstöð Leifs
Eiríkssonar, að sögn Ásgeirs, og
byggði það leyfi á samningi við Sam-
band sveitarfélaga á Suðurnesjum.
Samkeppniseftirlitið var hins vegar
mótfallið slíkri áframhaldandi ein-
okun og greip því til álitsins.
Íslenska ríkið var í lok árs í fyrra
dæmt til að greiða rútubílafyrir-
tækinu Hópbílaleigunni ehf. tæp-
lega 250 milljóna króna skaðabæt-
ur vegna þess að Ríkiskaup gengu
ekki til samninga við fyrirtæk-
ið um einkaleyfi á rútubílaakstri á
Suðurnesjum árið 2005 þrátt fyrir
að fyrirtækið hefði átt lægsta til-
boðið. Lengi hefur því verið togast
á um einkaleyfi til rútubílaferða á
Suðurnesjum og verður svo áfram
um sinn.
Hver sem er má keyra
Ekki liggur fyrir hver hefði feng-
ið einkaleyfi á akstrinum ef Sam-
band sveitarfélaga á Suðurnesjum
hefði farið í útboðið. Í kjölfar álits
Samkeppniseftirlitsins ákvað inn-
anríkisráðuneytið að fara þess á leit
við Vegagerðina að stofnunin rifti
ákvæði samnings á milli Vegagerðar-
innar og Sambands sveitarfélaga á
Suðurnesjum þar sem kveðið er á
um útboð á einkaleyfi til áætlunar-
ferða á milli Flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar og Reykjavíkur.
Ásgeir segir að sambandið
hefði ekki verið ánægt með þetta:
„Það voru landshlutasamtökin á
Suðurnesjum ekki ánægð með. Sam-
tökin telja að sá samningur við Vega-
gerðina sé ótvíræður og að í hon-
um felist einkaleyfi á akstri til og frá
flugstöðinni. Þetta endaði með því
að Vegagerðin rifti einhliða þessu
ákvæði samningsins við samtökin.“
Ásgeir segir að í kjölfarið megi
segja að hver sem er geti stund-
að áætlunarferðir til og frá Flug-
stöð Leifs Eiríkssonar en það sem er
breytt er að Samband sveitarfélaga
á Suðurnesjum fær ekki neina hlut-
deild í hagnaðinum sem verður til af
þessum akstri.
Í kjölfarið var ákveðið að höfða
dómsmál gegn íslenska ríkinu að
sögn Ásgeirs. Hann segir að málið
verði tekið til efnismeðferðar fyrir
dómi á fyrra hluta næsta árs. n
Telja sig verða af miklum tekjum af rútubílaferðum frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
„Við teljum
hana
ólögmæta
Aukin samkeppni
Innanríkisráðuneyti
Hönnu Birnu Krist-
jánsdóttur ýtti á eftir
riftuninni og hefur
Samband sveitarfé-
laga nú ákveðið að
höfða dómsmál gegn
ríkinu vegna hennar.
Mynd SIgtRygguR ARI
Ósátt Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum er ósátt við íslenska ríkið vegna tekjumissis
af áætlunarferðum. Myndin er frá Reykjanesbæ.
Ákærður fyrir
manndráp
af gáleysi
Karlmaður á sjötugsaldri hefur
verið ákærður af lögreglustjór-
anum á Akureyri fyrir mann-
dráp af gáleysi, líkamsmeiðingar
af gáleysi og umferðarlagabrot.
Manninum er gefið að sök að hafa
ekið of hratt miðað við aðstæður
á Ólafsfjarðarvegi í mars síðast-
liðnum. Þar tók maðurinn fram úr
snjóruðningstæki án þess að gæta
nægilegrar varúðar, að því er kem-
ur fram í ákæru.
Maðurinn ók bíl sínum fram-
an á bíl sem kom úr gagnstæðri
átt með þeim afleiðingum að einn
farþeganna í síðarnefnda bílnum
lést nánast samstundis. Þá hlutu
ökumaður og annar farþegi bílsins
mikla áverka víða um líkamann.
Í slysinu lést ung móðir frá
Akur eyri, Zofia Gnidziejko, sem
lét eftir sig eiginmann og tvö börn,
fjögurra og tíu ára gömul.
Fjölskylda konunnar sem lést
í slysinu gera kröfu um að eigin-
manni hennar og börnum verði
greiddar þrjár milljónir króna
hverju, alls níu milljónir í miska-
bætur. Málið var þingfest á mánu-
dag.
Ý
msar vísbendingar eru á lofti
um að jólaverslunin muni verða
líflegri í ár en í fyrra,“ segir í
skýrslu Rannsóknarseturs versl-
unarinnar á Bifröst um jólaverslun-
ina í ár. Í skýrslunni kemur fram að
batinn eftir efnahagsniðursveifluna á
haustmánuðum 2008 hafi verið hæg-
ur en stöðugur. Enn sé nokkuð langt
í að verslunin nái sömu hæðum og
fyrir hrun og hún sé þannig enn 15 til
20 prósentum minni að raunvirði en
þegar hún var sem mest árið 2007. Nú
virðist þó vera komið að kaflaskilum ef
marka má skýrsluna.
„Hagstofan greindi frá því í þjóð-
hagsspá sinni í sumar að greina mætti
aukinn kraft í innlendri eftirspurn. At-
vinnuþátttaka hefur aukist á árinu,
kaupmáttur jókst og skuldir heimil-
anna hafa farið lækkandi en allt leiðir
það til þess að kaupgeta heimilanna
eykst,“ segir í skýrslunni. Áætlar Rann-
sóknarsetur verslunarinnar að jóla-
verslun aukist um 4,2 prósent frá síð-
asta ári að nafnverði og að aukningin
nemi 4 prósentum að magni til sé leið-
rétt fyrir áætluðum verðhækkunum á
tímabilinu.
Í skýrslunni er, venju samkvæmt,
einnig valin jólagjöfin í ár. Að þessu
sinni varð nytjalist fyrir valinu en hún
sameinar hönnun, hugvit og hand-
verk. „Það er tímanna tákn að neyt-
endur hafa bæði hagkvæmni og gæði
að leiðarljósi við innkaupin. Þetta birt-
ist meðal annars í því að nytjahlutir
til heimilisins þurfa bæði að uppfylla
praktískar þarfir og lífga upp á um-
hverfið. Hagleiksfólk hefur þess vegna
fengið útrás fyrir hæfileika sína í fegr-
un nytjahluta af ýmsum toga,“ segir
í skýrslunni um jólagjöfina í ár. Í ljósi
þessa var það mat sérskipaðrar dóm-
nefndar að jólagjöfin í ár væri nytja-
list sem getur verið af ýmsum toga;
heimatilbúin eða fjöldaframleidd,
innlend eða erlend. n einar@dv.is
Jólaverslun mun glæðast
Jólagjöfin í ár er nytjalist að mati Rannsóknarseturs verslunarinnar
nytjalist Nytjalist getur verið af ýmsum toga.
Aðalatriðið er þó að hönnunin sameini notagildi
og fagurfræði. Í skýrslunni segir að það sé
alkunna að kaffi bragðast betur ef það er borið
fram í fallegum bolla eins og þessum sem dæmi.
Færri innbrot
í Kópavogi
Innbrot á heimili í Kópavogi
voru ívið færri á fyrstu tíu
mánuðum ársins í saman-
burði við sama tímabil áranna
2012 og 2013. Þjófnuðum
fækkaði líka í samanburði við
síðasta ár, en eru engu að síð-
ur yfir meðaltali í samanburði
við önnur svæði í umdæminu.
„Á því kunna reyndar að
vera ýmsar skýringar og má
meðal annars benda á Smára-
lind, en þar er talsvert um
hnupl og hefur það auðvitað
áhrif á tölfræðina,“ segir á vef
lögreglunnar.