Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 12
Helgarblað 14.–17. nóvember 201412 Fréttir
kynntu þér
málið!
SIÐMENNT
w w w . s i d m e n n t . i s
Málsvari veraldlegs samfélags
Siðmennt
Skráðu þig í félagið á www.sidmennt.is
Ók konuna niður
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur þess efn-
is að karlmaður sæti gæsluvarð-
haldi til 5. desember næstkomandi.
Maðurinn er grunaður um alvar-
lega líkamsárás á fyrrverandi sam-
býliskonu sína að morgni laugar-
dagsins 6. september síðastliðinn.
Í greinargerð lögreglustjórans á
höfuðborgarsvæðinu kemur fram
að maðurinn hafi ítrekað reynt að
keyra konuna niður við heimili
hennar. Þegar lögregla kom á vett-
vang var konan meidd á fæti og
hrufluð á hendi. Lögregla hóf þegar
leit að manninum og var hann
handtekinn á hóteli síðar sama dag.
Konan sem varð fyrir árásinni
sagði í skýrslutöku hjá lögreglu að
hún hefði orðið vör við fyrrver-
andi sambýlismann sinn að rífast
við nágrannakonu hennar við hús
hennar að morgni 6. september.
Hún hafi horft á þau út um glugg-
ann og maðurinn séð hana og sagst
myndu drepa hana ef hún blandaði
lögreglu í málið. Hann hafi síðan
kastað skiptilykli í gegnum rúðu á
svefnherbergi hennar. Í kjölfarið
hafi hún farið út með skiptilykilinn
til að ræða við manninn sem hafi
verið mjög æstur. Hann hafi far-
ið upp í bifreiðina og ekið á hana,
hún hafi dottið og komið sér und-
an honum en þá hafi hann bakkað
og keyrt aftur á hana þar sem hún
stóð á gangstétt. Maðurinn hafi
síðan gert þriðju tilraunina en hún
hafi komið sér undan bifreiðinni
þá. Sagði konan að maðurinn hafi
sagst ætla að drepa hana. Í úrskurði
héraðsdóms kom fram að lögregla
hefði rætt við vitni sem staðfestu
frásögn konunnar.
„Ég trúði á málstað okkar“
Styrmir Gunnarsson útskýrir upplýsingaöflun um kommúnista
S
varið er að ég hafði ekki efa-
semdir um að ég gerði rétt með
því að taka þetta verkefni að
mér vegna þess að ég trúði á
málstað okkar í kalda stríðinu, gerði
mér grein fyrir að það var stríð, þótt
það væri kalt en ekki heitt og í stríði
er stundum óhjákvæmilegt að gera
ýmislegt sem ella þætti ekki við hæfi,“
segir Styrmir Gunnarsson, rithöfund-
ur og fyrrverandi ritstjóri Morgun-
blaðsins, aðspurður af hverju hann
telji enn rétt að hafa stundað upplýs-
ingaöflun um stjórnmálastarf sósía-
lista á Íslandi á sjöunda áratug síð-
ustu aldar.
Upplýsingar Styrmis rötuðu svo
meðal annars í fréttir í Morgunblað-
inu en voru einnig sendar til Bjarna
Benediktssonar, formanns Sjálfstæð-
isflokksins og forsætisráðherra, og
Geirs Hallgrímssonar borgarstjóra.
Frá þessu var greint í frétt í Morgun-
blaðinu á fimmtudaginn en sú frétt
byggir á bók eftir Styrmi um kalda
stríðið sem kemur út í næstu viku.
Styrmir var rétt rúmlega tvítug-
ur þegar hann hóf samskipti sín við
mann á vinstri væng íslenskra stjórn-
mála árið 1961 með það fyrir aug-
um að fá frá honum upplýsingar um
starfsemi kommúnista hér á landi.
Þetta gerði Styrmir að undirlagi Eyj-
ólfs Konráðs Jónssonar, þáverandi
ritstjóra Morgunblaðsins. Samskiptin
áttu sér svo stað fram til ársins 1968.
Í frétt Morgunblaðsins segir að
Styrmir telji enn að hann hafi gert rétt
með þessari upplýsingaöflun, jafnvel
þó að upplýsingarnar hafi ekki bara
verið nýttar til fréttaskrifa heldur hafi
einnig ratað til stjórnmálamanna
í Sjálfstæðisflokknum. „Þetta hafi
verið upplýsingaöflun og hann hafi
aldrei haft nokkrar efasemdir um að
hann hafi gert rétt með því að vinna
þetta verk.“ Styrmir segir frekari um-
fjöllun um ástæður þessarar skoðun-
ar sinnar vera að finna í bókinni. n
ingi@dv.is
Sumt er „óhjákvæmilegt“ í stríði
Segir Styrmir um réttmæti upplýsingaöflun-
ar sinnar um kommúnista. Mynd SiGtryGGur Ari
Rannsókn
langt komin
Rannsókn lögreglunnar á Sel-
fossi á kynferðisbroti gegn
fatlaðri konu á Sólheimum er
langt á veg komin. Samkvæmt
heimildum DV hefur dregið til
tíðinda í málinu. Búið er að yf-
irheyra bæði brotaþola og ger-
anda í málinu en enn er beðið
eftir skýrslu frá sérfræðingi
svo unnt sé að ljúka rannsókn.
Þorgrímur Óli Sigurðsson, að-
stoðaryfirlögregluþjónn hjá
lögreglunni á Selfossi, segist
vonast til að fá hana í hendur
á næstu dögum. Þá segir hann
rannsóknarhagsmuni ekki hafa
krafist þess að farið yrði fram á
gæsluvarðhald yfir manninum.
n Þrír sendir í vikunni á Litla-Hraun n Erfitt að stöðva neyslu á læknadópi
S
íðasta sunnudag þá var einn
út úr heiminum á morfíni,“
segir fangi á Kvíabryggju í
samtali við DV. Blaðið hef-
ur heimildir fyrir því að inn-
an fangelsisins Kvíabryggju sé neysla
ýmissa tegunda læknadóps nokkuð
útbreidd. Á dögunum var einn fangi
svo bersýnilega í vímu að helmingur
fanga var tekinn þvagprufu.
Annar fangi sem DV ræddi við
segir að þrír fangar hafi verið send-
ir aftur á Litla-Hraun í kjölfarið. „Það
var einn hérna, ég sá hann, hann datt
utan í vegginn, hann var svo ruglað-
ur. Hann var mjög furðulegur,“ segir
fanginn.
Bæði Birgir Guðmundsson, for-
stöðumaður Kvíabryggju, og Páll
Winkel fangelsismálastjóri segja að
um sé að ræða vandamál sem erfitt
sé að uppræta. „Þetta kemur fyrir
hérna eins og í öðrum fangelsum að
menn fái sér. Það er frekar sjaldgæft
hérna en auðvitað kemur það fyrir
hér eins og í öðrum fangelsum,“ segir
Birgir í samtali við DV en gat að öðru
leyti ekki tjáð sig um umrætt atvik.
„dópa og djamma eins og þeir vilja“
Fyrri fanginn á Kvíabryggju, sem
DV ræddi við, heldur því fram að
ástæðan fyrir því að vægt sé tekið
á neyslu sumra fanga sé vinskapur
við fangaverði. „Það er alveg ótrú-
legt hvað sumir fangar komast upp
með á Kvíabryggju, sumir sem hérna
hafa verið sem eru að nota fíkni-
efni eru sendir strax í burtu en þeir
sem sleikja upp fangaverðina geta
fengið að dópa og djamma eins og
þeir vilja,“ segir hann. Birgir Guð-
mundsson vísaði öllum spurning-
um á Fangelsismálastofnun en tjáði
blaðamanni þó að fíkniefnaneysla
þekktist vissulega á Kvíabryggju líkt
og í öðrum fangelsum.
„Vel ruglaður“
Seinni fanginn sem DV ræddi við
segir það ekki óalgeng að menn séu
sendir aftur á Litla-Hraun skömmu
eftir komu á Kvíabryggju. Yfirleitt sé
um að ræða unga menn sem leiðist
aftur í fyrri neyslu þegar þeir sjá
hversu hlutfallslega mikið frelsi sé á
Kvíabryggju. „Þegar það eru teknar
prufur hérna þá eru þeir teknir sem
vitað er um og svo er helmingur af
húsinu tekinn líka. Ég veit ekki hvort
að þetta hafi verið morfín en þetta
voru pillur sem hann var greinilega
að neyta. Hann var vel ruglaður, það
sást alveg á honum. Það voru þrír
sendir á Litla-Hraun, það mældist
í einum óvart sem enginn vissi af,“
segir seinni fanginn.
Erfitt að uppræta læknadóp
Páll Winkel bendir á í samtali við DV
að mjög erfitt geti verið að uppræta
innflutning og neyslu á svokölluðu
læknadópi í fangelsum. Um sé að
ræða efni sem fíkniefnaleitarhundar
finni ekki í flestum tilvikum og
séu sömuleiðis oft í mjög smáum
skömmtum sem geri það að verk-
um að auðveldara sé að fela efnið.
Fangaverðir séu þó þjálfaðir í að bera
kennsl á einkenni fíkniefnanotkunar.
„Við erum meðvitaðir um þetta, í
fangelsin koma reglulega inn bæði
fíkniefni og þetta svokallaða lækna-
dóp, þessi lyf sem fíkniefnahundar
greina ekki. Það er okkar verkefni að
gera allt sem við getum til að koma
í veg fyrir það. Það er einfaldlega
þannig að meðan það er vilji til að
neyta fíkniefna þá munu menn reyna
að koma efnunum inn,“ segir Páll.
Hefur áhrif á reynsluvist
Páll segir að tekið sé nokkuð hart á
þeim föngum sem staðnir eru að
verki við notkun fíkniefna. Séu þeir
í opnu úrræði svo sem Kvíabryggju
eða Sogni eru viðkomandi send-
ir aftur á Litla-Hraun komist upp
um neyslu. „Þetta kemur reglu-
lega upp. Við mælum okkar vist-
menn, þeir eru mældir bæði reglu-
lega og óreglulega. Ef viðkomandi er
í neyslu, og ég tala nú ekki um ef ver-
ið er að senda efni inn, þá eru þeir
fluttir í lokað fangelsi og slíkt hefur
áhrif á allan framgang í refsivistinni.
Það getur haft áhrif á reynsluvist,
vistun á áfangaheimili og svo fram-
vegis,“ segir Páll.
Suboxone algengast
Páll segir að um sé að ræða
þvagprufur, en slík próf greina raun-
ar ekki allar tegundir læknadóps.
„Það eru reglulega að koma inn ný
efni, nýtt dóp. Við fylgjumst með og
um leið og við heyrum af einhverju
nýju, þá er prófað fyrir því,“ segir
Páll. Hann bendir á að í einhverjum
tilvikum kunni að vera um að ræða
neyslu á morfíni, en annað lækna-
dóp sé þó algengara. „Maður heyrir
helst af Suboxone, en maður heyri
líka af morfínplástrum sem eru þá
leystir upp. Sum þessara efna eru
þannig að það fer alveg rosalega lítið
fyrir þeim. Þannig að það er erfitt að
stoppa þetta með öllu,“ segir Páll. n
Hjálmar Friðriksson
hjalmar@dv.is „Það er alveg ótrú-
legt hvað sumir
fangar komast upp með
á Kvíabryggju.
Kvíabryggja Þrír vistmenn voru sendir
aftur á Litla-Hraun í vikunni eftir að
fíkniefni fundust í þvagprufu. Helming-
ur fanga var tekinn í próf eftir að einn
fangi sást greinilega í vímu á sunnudag.
„Út úr heiminum“
á Kvíabryggju