Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 14
Helgarblað 14.–17. nóvember 201414 Fréttir
StefnulauSir Stjórnmálaflokkar
n Samfylkingin enn í stefnumótun vegna olíuvinnslu n Ríkisstjórnarflokkarnir ætla að minnka útblástur og vinna olíu n VG með og á móti
R
íkisstjórnin mun eins og
kostur er stuðla að því að
nýting hugsanlegra olíu-
og gasauðlinda geti hafist
sem fyrst, finnist þær í
vinnanlegu magni,“ segir í stjórnar-
sáttmála ríkisstjórnar Framsóknar-
flokks og Sjálfstæðisflokks. Það er
því skýrt að stefna íslenskra yfir-
valda er ekki aðeins að sækja hart
að leit að olíu og gasi heldur að flýta
eins og mögulegt er uppbyggingu
kolvetnisstarfsemi.
Ætluðum að minnka mengun
Árið 2007 markaði ríkisstjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
þá stefnu að minnka nettó útstreymi
gróðurhúsalofttegunda um 50–75
prósent til ársins 2050 miðað við
árið 1990. Með nettóútstreymi er
átt við útstreymi að frádreginni
bindingu kolefnis í andrúmsloft-
inu. Binding þess fer meðal ann-
ast fram með aukinni skógrækt og
landgræðslu. „ Leitað verður allra
hagkvæmra leiða til að minnka út-
streymi gróðurhúsalofttegunda.
Markvisst verður stuðlað að sam-
drætti í notkun jarðefnaeldsneyt-
is, og þess í stað nýtt endurnýjan-
leg orka og loftslagsvænt eldsneyti,“
segir meðal annars í stefnu ís-
lenskra yfirvalda.
Umhverfisráðuneytið gaf árið
2009 út skýrslu um möguleika til
að draga úr nettóútstreymi gróður-
húsalofttegunda hér á landi – enda
í samræmi við gildandi stefnu.
Umhverfissamtök spurðu fulltrúa
allra stjórnmálaflokka um afstöðu
og stefnu flokkanna til samdrátt-
ar gróðurhúsaloftegunda á Íslandi
og hver markmiðin ættu að vera í
þeim málum.
Birgir Ármannsson, þingmaður
Sjálfstæðisflokks, svaraði fyrir hönd
flokksins sem nú fer með iðnaðar-
og atvinnuvegaráðuneytið. „Árið
2007 þá tókum við þátt í því sem
ríkisstjórnarflokkur að marka þá
stefnu til 2050 að samdrátturinn
ætti að verða 50–75 prósent. Þetta
er metnaðarfullt markmið og við
viljum halda okkur við það. Hvað
varðar 2030 þá höfum við ekki sett
okkur þetta markmið en við teljum
hins vegar að við verðum að vinna
þetta áfram á grundvelli megin-
stefnunnar og í takti við nágranna-
þjóðirnar.“
Þannig staðfesti Birgir fyrir kjós-
endum að stefnan væri enn hluti
af grundvallarmarkmiðum flokks-
ins. „Þegar kemur að heildarlosun
og gróðurhúsaáhrifum þá skiptir
meira máli að hugsa um notkun-
ina en ekki hvar olían er unnin.
Þannig að við höfum stutt áform-
in á Drekasvæðinu,“ svaraði Birgir
spurningu um hvernig olíuvinnsla
á Drekasvæðinu samræmdist
markmiðum alþjóðasamfélagsins
um að takmarka hlýnun jarðar við
tvær gráður að meðaltali.
Umhverfisráðherra telur sátt
„Varðandi olíu vinnsl una er það
mál í ákveðnum far vegi sem hef-
ur verið nokk ur sátt um hér í þing-
inu á meðal ólíkra flokka,“ sagði
Sig urður Ingi Jóhannsson um-
hverfisráðherra á Alþingi í septem-
ber á þessu ári. Sigurður var þar að
svara fyrirspurn Svandísar Svavars-
dóttur, þingkonu VG og fyrrverandi
umhverfisráðherra, um hver yrðu
svör Íslands til Ban Ki-moon, aðal-
ritara Sameinuðu þjóðannna, sem
þá hafði boðað þjóðarleiðtoga til
fundar í New York til að ræða lofts-
lagsmál. Þá hafði Ban Ki-moon
hvatt leiðtogana til að taka frum-
kvæði í aðgerðum til að draga úr
losun gróðurhúsalofttegunda. Hin
þverpólitíska sátt sem Sigurður
vitnar þar í á sér vissulega stoð.
Þingmenn flestra flokka hafa lýst
yfir stuðningi við olíuvinnslu þótt
vissulega hafi einstaka óánægju-
raddir fengið að heyrast.
VG á móti
„Þetta er svona óðagotsaðgerð í
mínum huga, sem farið var í, og al-
gerlega, eins og ég segi, að vanbúnu
máli,“ sagði Kolbrún Halldórsdótt-
ir, fyrrverandi þingkona VG, árið
2009. Kolbrún var þá umhverfis-
ráðherra. Hún hélt því um leið fram
að VG væru andsnúin olíuvinnslu
enda ekki í samræmi við nútt-
úruverndarstefnu flokksins. Hún
sagðist einnig telja að Ísland væri
engan veginn í stakk búið til að
gerast olíuríki og að olíuvinnsla á
Drekasvæðinu væri ekki rétta leiðin
til að koma samfélaginu á réttan
kjöl. Þá benti hún á að VG hefðu
ekki stutt áform um olíuvinnslu í
atkvæðagreiðslu árið 2008.
Á móti kemur að VG hafa með
aðgerðum sínum í ríkisstjórn Sam-
fylkingar og VG stutt olíuvinnslu. Þá
má benda á að árið 2013 unnu Stöð
2 og Fréttablaðið könnun á stuðn-
ingi almennings við olíuvinnslu á
Íslandi. 80 prósent svarenda sögð-
ust styðja að stjórn völd leyfðu olíu-
vinnslu á Dreka svæðinu. Þá leiddi
könnunin einnig í ljós að meirihluti
kjósenda allra flokka styður vinnsl-
una. Þar á meðal eru kjósendur VG
sem er sá flokkur sem mestar efa-
semdir hefur haft á vinnslu.
Hörð átök
Á flokksstjórnarfundi VG í ágúst á
þessu ári urðu nokkur átök um olíu-
vinnslu. Málefnatillaga var raun-
ar ekki tekin til afgreiðslu en sam-
þykkt var að vísa málinu til stjórnar.
Á tungutaki stjórnmálanna þýðir
slík samþykkt iðulega að málinu
sé frestað og raunar ýtt til hlið-
ar án þess að hafna því með bein-
um hætti. Umdeild mál eru þannig
gjarnan færð til stjórnar í stað þess
að þeim sé afgerandi hafnað enda
gæti slíkt valdið kurr í baklandi
flokkanna. Eyjan fjallaði um fund-
inn á sínum tíma en í frétt vefsins
segir að Steingrímur J. Sigfússon,
fyrrverandi formaður flokksins og
núverandi þingmaður, hafi raunar
sigrað Svandísi á málefnaþinginu.
Sem ráðherra talaði Steingrímur
alla jafna fyrir olíuvinnslu en þó
á varfærnislegum nótum. Um af-
stöðu Steingríms má benda á að
árið 2001, þegar lög um kolvetnis-
vinnslu í íslenskri efnahagslögsögu
voru samþykkt var Steingrímur
nefndur sem einn þeirra sem hefðu
áhuga á vinnslu en töluðu varfærn-
islega; tæki sér jafnvel stöðu aftur-
halds. Því verður þó ekki neitað að
ríkisstjórn Samfylkingar og VG átti
beinan þátt í núverandi stefnu; að
vinna olíu við Íslandsstrendur.
Stefna í mótun
Samfylkingin hélt nýlega fund um
olíuvinnslu á Íslandsmiðum. Í sam-
tali við Morgunblaðið sagði Katrín
Júlíusdóttir, þingkona flokksins og
fyrrverandi iðnaðarráðherra, að
fundurinn væri liður í stefnumót-
unarvinnu Samfylkingarinnar.
„Það hafa komið upp skeptísk ari
sjón ar mið á síðustu árum gagn vart
olíu vinnslu,“ sagði Katrín við blaðið
og bætti við að rétt væri að hlusta á
slíkt. „Við eig um und ir öll um kring-
um stæðum að stíga var lega til jarð-
ar þegar kem ur að auðlind un um
okk ar.“
Vissulega er rétt að hlutfall
þeirra sem eru gagnrýnir á olíu-
vinnslu hefur hækkað en vert að
benda á að Samfylkingin var þar
til nýlega í lykilstöðu er varðar
stefnumótun varðandi olíuvinnslu
enda flokkurinn sem fór með ráðu-
neyti iðnaðar fram til þess tíma er
Steingrímur J. Sigfússon, fyrrver-
andi formaður VG, tók við atvinnu-
vegaráðuneytinu. Stefnumótunin
er því nokkrum árum seinna en ef
til vill hefði verið heppilegt.
Össur er spenntur
„Það var aldrei tekin nein stefnu-
mark andi umræða um þetta inn-
an flokks ins þótt umræðan hafi átt
sér stað. Sér stök stefnu mörk un um
þetta mál átti sér aldrei stað og það
má kannski segja að það sé vel og
miður,“ sagði Katrín við Morgun-
blaðið. Skortur á stefnumótun
hefur ekki stöðvað fulltrúa flokks-
ins í yfirlýsingum um stórkostleg
tækifæri fyrir Íslendinga með olíu-
vinnslu.
„Við munum fyrr en seinna
skipa okkur á bekk með olíuþjóð-
um heimsins. Ég bind sterkar vonir
við að olía og gas muni skapa mik-
inn auð á Íslandi, og afrakstur okk-
ar mun allur renna í sameiginlega
sjóði,“ skrifaði Össur Skarphéðins-
son, þingmaður Samfylkingarinn-
ar, um olíuvinnslu árið 2008. Össur
sló svo á svipaða strengi árið 2012,
þá utanríkisráðherra, á fundi Arion
banka um olíuvinnslu á Dreka-
svæðinu. „Olíuvinnsla er einn af
mörgum möguleikum sem eru á
sjóndeildarhring Íslendinga og í
framtíðinni mun olíuvinnsla, og
þjónusta við olíusvæðin þrjú, geta
skapað umtalsverðan auð fyrir ís-
lenskt samfélag.“
Stefnuleysi flokkanna
Fjallað var um innleiðingu fisk-
veiðistjórnunarkerfisins í Skírni
árið 2013 í grein eftir Svan Krist-
jánsson stjórnmálafræðing. Svanur
kannaði stefnumótun og starf
stjórnmálaflokkanna í fiskveiði-
stjórnun á þeim tíma sem inn-
leiðing kvótakerfisins átti sér stað
sem og í kringum endurskoðun
kerfisins seinna á níunda áratugn-
um. Niðurstaða Svans er að raunar
hafi engir flokkar, utan Kvennalist-
ans, unnið heimavinnuna og búið
yfir heildstæðri stefnu í fiskveiði-
stjórnunarmálum.
„Í byrjun nóvember 1987 lagði
Kvennalistinn fyrstur flokka fram
stefnu um stjórnun fiskveiða ásamt
eigin tillögum um grundvallar-
breytingar á gildandi lögum.15
Kvennalistinn hafnaði með öllu því
kvótakerfi sem verið hafði frá 1983,“
segir í greininni. Skrifin fela í sér að
einhver stærsta stjórnmálaaðgerð
„Tilgangur slíks
félags er að
gæta íslenskra hags-
muna með því að halda
utan um leyfi til olíu- og
gasvinnslu.
„Þannig að við
höfum stutt
áformin á Drekasvæðinu.
Atli Þór Fanndal
atli@thorfanndal.com