Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 18

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 18
18 Fréttir Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 G ísli Freyr Valdórsson, fyrr­ verandi aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur innanríkisráðherra, var dæmdur til átta mánaða skilorðsbundinnar fangelsisrefs­ ingar í vikunni fyrir að leka trúnað­ arupplýsingum um hælisleitendur til fjölmiðla. Gísli ákvað að játa eft­ ir að sýnt var fram á að hann hafði átt við skjalið í tölvu sinni og bætt við það fullyrðingu um að rann­ sóknargögn gæfu til kynna að Tony Omos hefði þrýst á Evelyn Glory Joseph um að segja hann barnsföð­ ur hennar. Þetta kom í ljós þegar starfsmaður sérstaks saksóknara skoðaði spegilafrit af hörðum diski í tölvu Gísla Freys. Réttmætur ávinningur? Héraðsdómur Reykjavíkur taldi saksóknara ekki hafa sýnt fram á að gögnunum hefði verið lekið til að afla óréttmæts ávinnings. Engu að síður viðurkenndi Gísli Freyr í Kast­ ljósi að með lekanum hefði hann viljað verja stjórnkerfið fyrir harð­ skeyttri gagnrýni. Þá sagði verjandi hans að ákvörðunin um lekann hafi verið tekin til að verja stjórnkerfið og sýna fram á „neikvæðar hliðar“ fólks sem leitar hælis á Íslandi. Ekki hefur verið útskýrt við hvaða nei­ kvæðu hliðar er átt, en Gísli viður­ kenndi sjálfur í viðtali við Kastljós að hluti af því sem lekið hefði verið væri eingöngu slúður. Með því að bæta setningunni um meintan þrýsting Tonys Omos við skjalið lét Gísli Freyr líta út fyrir að umræddar upplýsingar væru hluti af formlegu skjali innanríkis­ ráðuneytisins. Arngrímur Ísberg héraðsdómari taldi þó ekki hafa verið gengið úr skugga um að Gísli hefði „komið minnisblaðinu á framfæri í því skyni að afla sér eða öðrum óréttmæts ávinnings, hvorki fjárhagslegs né annars.“ Vildi ekki að tölvan væri tekin Fordæmalaust er að aðstoðarmað­ ur ráðherra sé dæmdur fyrir brot í starfi. Í flestum lýðræðisríkjum er slíkt afsagnarsök fyrir ráðherra, enda starfa aðstoðarmenn í um­ boði og á ábyrgð ráðherra hverju sinni. Í tilviki Hönnu Birnu Krist­ jánsdóttur hefur ekki einvörðungu aðstoðarmaður hennar verið dæmdur heldur hefur hún sjálf ver­ ið staðin að ósannindum um máls­ atvik, bæði í umræðum á Alþingi og í fjölmiðlum. Jafnframt hefur kom­ ið fram að ráðherra beitti Stefán Ei­ ríksson, fyrrverandi lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, þrýstingi meðan rannsókn lekamálsins stóð yfir. Stefán hefur sjálfur lýst því í samtali við umboðsmann Alþingis hvernig Hanna Birna „ýtti á eft­ ir“ lögreglunni, setti á hana tíma­ pressu, hellti yfir hann „dágóðri gusu af gagnrýni“, kvartaði undan umfangi rannsóknarinnar, deildi á einstakar rannsóknarathafnir, bað um að flýta yfirheyrslum og lýsti því yfir að rannsaka þyrfti rann­ sókn lögreglu og ríkissaksóknara. Á meðal þeirra rannsóknarathafna sem Hanna Birna gerði sérstaka athugasemd við var haldlagning á tölvu Gísla Freys Valdórssonar. Þar kom í leitirnar helsta sönnunar­ gagn ákæruvaldsins í dómsmálinu gegn honum. Stjórnarherrar styðja hana Þrátt fyrir allt það sem á undan er gengið telja Bjarni Benedikts­ son, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráð­ herra og formaður Framsóknar­ flokksins, að ekkert hafi komið fram sem kallar á afsögn Hönnu Birnu. Þeir og margir af þingmönn­ um þessara flokka hafa ítrekað tek­ ið til varna fyrir innanríkisráðherra og gert lítið úr lekamálinu. Sigmundur Davíð fullyrti í við­ tali við Spegilinn á miðvikudag að Hanna Birna væri fórnarlamb í lekamálinu. Ekkert hefði komið fram um að hún hefði beitt Stef­ án þrýstingi, en þetta stangast á við frásögn Stefáns sjálfs sem lýsti þrýstingnum ítarlega í samtali við umboðsmann. „Mestu ábyrgðina held ég að ráðherrann myndi axla með því að sinna því verkefni sem kjósend­ ur fólu henni í síðustu kosningum, að vinna að málefnum Reykvíkinga og þjóðarinnar allrar á þeim svið­ um sem henni verða falin í ríkis­ stjórn,“ sagði Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu Stöðvar 2 eft­ ir þingflokksfund Sjálfstæðisflokks­ ins á miðvikudag. Þá tók hann fram að Hanna Birna hefði nú þegar sagt sig frá dómsmálum. Sjálf tók hún í sama streng og fullyrti að ómögu­ legt væri fyrir hana að segja oftar en einu sinni af sér. Enn ráðherra útlendingamála Þótt dómsmálin hafi verið færð til Sigmundar Davíðs, og hann gegni því bæði hlutverki forsætisráð­ herra og dómsmálaráðherra, er ljóst að Hanna sinnir enn málefn­ um útlendinga og hælisileitenda. Lekamálið snýst um brot gegn níger ískum hælisleitendum sem höfðu mál sín til meðferðar hjá inn­ anríkisráðuneytinu. Líkt og útskýrt er hér til hliðar þrætti Hanna Birna vikum og mánuðum saman fyrir að lögbrot hefði verið framið á henn­ ar vakt þótt hið gagnstæða væri n Ekki afsagnarsök að ráðherra ljúgi og aðstoðarmaður fremji lögbrot gegn hælisleitendum Små Rollinger á Íslandi Himneskar ullarvörur Enginn kláði - bara yndisleg mýkt 50% Merino ull 50% Bómull Skjaldborgin um Hönnu birnu Jóhann Páll Jóhannsson Jón Bjarki Magnússon johannp@dv.is / jonbjarki@dv.is Sagði Alþingi ekki það sem hún vissi Gísli segist ekki þakklátur DV spurði Gísla Frey eftir dómsupp­ kvaðninguna í vikunni hvort hann væri þakklátur sínum ráðherra fyrir að hafa mánuðum saman þvertekið fyrir að skjalið um hælisleitendurna væri úr innanríkisráðuneytinu eða því hefði verið lekið þaðan. „Ég veit ekki hvort þakklátur sé rétta orðið. Ég held að hún hafi bara sagt það sem hún vissi á hverjum tíma,“ svar­ aði hann. Legið hefur fyrir frá því í apríl, þegar Héraðsdómur Reykja­ víkur kvað upp úrskurð í máli sak­ sóknara lögreglu gegn blaðamanni, að skjalið um hælisleitendurna var úr ráðuneytinu komið. Einung­ is örfáir aðilar höfðu það í tölvu­ pósthólfi sínu sama dag og því var lekið, meðal annars Hanna Birna sjálf, Þórey Vilhjálmsdóttir, að­ stoðarkona hennar, og Gísli Freyr, skrifstofustjóri og ráðuneytisstjóri. Skjalið var ekki vistað á opnu drifi ráðuneytisins fyrr en eftir að hefð­ bundnum vinnutíma lauk. Þá barst skjalið ekki til neinna undirstofn­ ana innanríkisráðuneytisins á þeim skamma tíma sem leið milli þess að skjalið var útbúið og því lekið þann 19. nóvember. Þannig varð ljóst, strax á fyrstu stigum lekamáls­ ins, að lögbrot hafði verið framið í innanríkisráðuneytinu. Einhver af starfsmönnum þess hafði gerst sekur um refsiverðan trúnaðar­ brest gagnvart hælisleitendum sem höfðu mál sín til meðferðar í stjórnsýslunni. Þrátt fyrir þetta full­ yrti innanríkisráðherra mánuðum saman í fjölmiðlum og á Alþingi að umrætt skjal væri ekki úr ráðu­ neytinu og hefði ekki getað verið lekið þaðan. Þannig þrætti hún fyr­ ir að lögbrot hefði átt sér stað þótt henni mætti það vera fullljóst. Þrátt fyrir þetta fullyrðir Hanna Birna nú að hún hafi enga vitneskju haft um málið fyrr en eftir að játning Gísla Freys kom fram í byrjun vikunn­ ar. „Ég gaf alltaf upplýsingar í sam­ ræmi við það sem ég vissi,“ sagði Hanna Birna í Kastljósi og bætti við: „Þetta var lögbrot sem ég var ekki upplýst um og mér þykir mjög mið­ ur.“ Yfirhylming ráðherra Hanna Birna þrætti mánuðum saman fyrir að skjalið um hælisleitendurna væri úr ráðuneytinu og fullyrti að ekkert benti til þess að trúnaðargögnum hefði verið lekið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.