Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 19

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 19
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fréttir 19 Skjaldborgin um Hönnu birnu Ráðherra breytir frásögn sinni Yfirheyrsla „reyndi á“ Gísla Hanna Birna hafnar því nú, sem hún sagði í Kastljósi þann 26. ágúst, að Gísli Freyr hefði beðið hana um að beita sér fyrir því að yf­ irheyrslu yfir honum yrði flýtt. Í viðtalinu í sumar sagðist Hanna Birna eingöngu hafa ósk­ að eftir því við Stefán Eiríksson, þáverandi lögreglustjóra á höfuð­ borgarsvæðinu, að yfirheyrslu yfir Gísla Frey yrði flýtt vegna þess að Gísli Freyr bað hana um það. „Það var beiðni af hálfu Gísla Freys um það að fá, vegna þess að þeir óskuðu eftir því að hann kæmi í rannsókn, að því yrði flýtt að hann kæmi til yfirheyrslu. Það er ekkert óeðlilegt við það,“ sagði hún þá. Gísli Freyr þrætti fyrir þetta í Kastljósvið­ tali á þriðjudag og sagð­ ist ekki hafa beðið um að yfir­ heyrslu yrði flýtt. Þegar fréttastofa RÚV ræddi við Hönnu Birnu á miðvikudag tók hún í sama streng og Gísli Freyr. Þannig hafði frásögn hennar breyst og aðspurð hvort um beiðni af hálfu Gísla Freys hefði verið að ræða svaraði hún: „Það var ekkert þannig í því. Mér fannst sárt gagnvart Gísla vegna þess að hann átti að fara í yfir­ heyrslu með fimm daga fyrirvara. Mér þótti það sárt. Ég fann hvern­ ig það reyndi á hann og það er ekk­ ert óeðlilegt við það að það sé ósk­ að eftir því að því sé flýtt ef það er möguleiki.“ Játaði Gísli Freyr hlaut átta mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm. Mynd Sigtryggur Ari augljóslega raunin. Ráðherrar sitja í umboði meirihluta Alþingis og starfa al­ farið á ábyrgð þess. Píratar hafa boðað vantrauststillögu gegn Hönnu Birnu allt frá því að upp­ lýst var um afskipti hennar af lögreglurannsókninni. Stjórnar­ andstaðan öll kallar nú eftir taf­ arlausri afsögn Hönnu Birnu en þingmenn ríkisstjórnarinnar slá skjaldborg um ráðherra. n n Sigmundur Davíð og Bjarni Benidiktsson lýsa yfir stuðning við Hönnu Birnu Styðja Hönnu Birnu Formenn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins líta ekki á það sem af- sagnarsök að pólitískur aðstoðarmaður fremji lögbrot gegn hælisleit- endum og ráðherra segi Alþingi ósatt um staðreyndir málsins. Mynd Þorri Boltinn í höndum Hönnu Birnu Stuðningurinn innan flokksins færir ábyrgðina á framhaldinu til Hönnu Birnu F orkólfar innan Sjálfstæðis­ flokksins, sem DV hefur náð sambandi við, vísa yfir­ leitt til þess að beðið sé eftir skýrslu umboðsmanns Al­ þingis um lekamálið. Þingmenn gefa lítið upp um umræður um stöðu Hönnu Birnu Kristjáns­ dóttur, varaformanns flokksins, sem fram fóru á þingflokksfundi síðastliðinn miðvikudag. Undan­ tekningarlítið er vísað til Bjarna Benediktssonar, formanns flokks­ ins, sem lýsti því yfir eftir fundinn að Hanna Birna nyti trausts og að breiður stuðningur hefði verið við hana á fundi þingflokksins. Sér­ stök umræða um lekamálið fór fram um miðjan september síð­ astliðinn á Alþingi. Stjórnarand­ stæðingar brugðust þá hart við þeirri ráðstöfun að innanríkis­ ráðuneytið skyldi hafa verið brot­ ið upp vegna rannsóknar á leka­ málinu og með nokkrum hætti í þágu Hönnu Birnu. Bjarni Bene­ diktsson sagði efnislega við það tækifæri að Alþingi væri ekki rétti vettvangurinn til þess að ræða flokksaga yfir einstökum ráð­ herrum. Nú hefur hann lýst yfir afdráttarlausum stuðningi við Hönnu Birnu og er ekki annað að sjá en sá stuðningur sé einnig æði víðtækur innan þingflokksins. En ekki fullur einhugur Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur þó lýst opinberlega þeirri skoðun sinni að ráðherra beri fulla pólitíska ábyrgð á aðstoðarmönnum sínum. Hafi þeir brotið hegningarlög í störfum sínum fyrir ráðherrann beri ráð­ herra að víkja á grundvelli hlut­ lægrar og pólitískrar ábyrgðar „og því skipti ekki máli þótt ráðherr­ ann sjálfur hefði ekki brotið af sér. Þessi skoðun mín hefur ekki breyst og hefur komið fram opinberlega,“ segir hann í pistli á Pressunni. Hann segir enn fremur að Hanna Birna og Bjarni, formaður flokks­ ins, hafi farið ítarlega yfir málið á þingflokksfundinum síðastliðinn miðvikudag. „Ég virði hennar sjónarmið í málinu eins og hún hefur alltaf virt mín. Mismunandi sjónarmið okkar í þessu máli leiðir ekki til vantrausts af minni hálfu á ráðherrann. Svona til upplýsingar höfum við verið ósammála um fleiri mál, jafnvel prinsippmál, án þess að ég hyrfi frá stuðningi við hana. Sama má segja um fleiri ráð­ herra.“ Sjálfdæmi Hönnu Birnu um framhaldið Umboðsmaður Alþingis skil­ ar þinginu áliti sínu um sam­ skipti innanríkisráðherra og þá­ verandi lögreglustjóra, Stefáns Eiríkssonar, í næstu viku. Þannig er ljóst að þótt aðstoðarmaður ráðherra hafi verið fundinn sek­ ur um trúnaðarbrot er málinu alls ekki lokið. Jafn ljóst er að stuðn­ ingur flokksformannsins við Hönnu Birnu er óhaggaður að minnsta kosti þar til niðurstöður umboðsmanns liggja fyrir. Margt bendir til þess að auki að þótt þær niðurstöður verði Hönnu Birnu í óhag falli formaður Sjálfstæðis­ flokksins ekki frá stuðningi sín­ um við hana. Með nokkrum rök­ um má því segja að með stuðningi sínum hafi flokksformaðurinn og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins varpað boltanum í hendur Hönnu Birnu. Þannig verði hún að lesa í aðstæður sem upp koma og eiga það við samvisku sína hvort hún situr eða stígur úr ráðherrastól. n Jóhann Hauksson johannh@dv.is Samviskan Stuðningur Bjarna Benediktssonar, flokksformanns Sjálfstæð- isflokksins, við Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, varafor- mann flokksins, ræður úrslitum. Um leið þarf hún að eiga það við samvisku sína hvort hún situr eða stígur upp úr ráðherrastól. Mynd Sigtryggur Ari JóHAnnSSon.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.