Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 20
20 Fréttir
NÝTT FRÁ
TERRATRAAC ATII
Amer
ísk
hágæ
ða
dekk!
Smiðjuvegi 34 · Rauð gata · www.bilko.is · Sími 557-9110
Kostnaður sem krabbameinssjúklingar bera sjálfir
Eitt af því sem hefur verið til umræðu að undanförnu er aukin kostnaðarþátttaka sjúklinga. Krabbameinssjúklingar eru þar ekki undan-
skildir. Í meðfylgjandi töflu má sjá aukinn kostnað krabbameinssjúklinga á undanförnum árum. Upplýsingarnar eru fengnar úr skýrslu
um greiðsluþátttöku sjúklinga sem gerð var fyrir Krabbameinsfélagið í september 2013.
Sundurliðaðar upplýsingar frá Landspítalanum fyrir Krabbameinsfélagið
Kostnaður í krónum 2011 2013 Hækkun % Aukinn lyfjakostnaður
Dæmi 1:
Sjúklingur fer í skurðaðgerð 167.006 191.196 14,48 69.415
Lyfjameðferð og geislameðferð
Dæmi 2:
Sjúklingur sem fer í skurðaðgerð 195.211 214.695 10 69.415
Uppbyggingu brjósts og lyfjameðf.
Dæmi 3:
Sjúklingur sem fer í skurðaðgerð 49.205 54.684 11 69.415
Raunveruleg dæmi frá Norðurlöndum
Danmörk: Íslensk kona á fertugsaldri sem greindist með krabbamein í móðurlífi árið 2010 fór í krabbameinsmeðferð í Kaupmanna-
höfn. Meðal annars var um að ræða geislameðferð og lyfjameðferð. Hún fékk síðan læknisþjónustu heim til sín ásamt sjúkraþjálfun og
sálfræðiaðstoð. Konan þurfti ekkert að greiða fyrir þessa þjónustu.
Svíþjóð: Íslenskur karl á sextugsaldri greindist með krabbamein í lungum árið 2011. Í Svíþjóð er öll krabbameinsmeðferð án kostnaðar
fyrir sjúklinginn og er þá alveg sama hvort um er að ræða læknisheimsóknir, rannsóknir, heimahjúkrun eða lyf.
KrabbameinssjúKlingar
hafa verulegar áhyggjur
n Staðan í krabbameinslækningum á Íslandi n Það vantar krabbameinslækna, nauðsynleg tæki og ný lyf
Þ
róunin í krabbameinslækn
ingum á Íslandi veldur
læknum, sjúklingum og að
standendum verulegum
áhyggjum. Erfitt er að
manna stöður á krabbameinsdeild
Landspítalans og er meðalaldur
lækna orðinn hár. Alls vantar sex
lækna til starfa á Landspítalanum,
að mati yfirlæknis, og þá er aðstaðan
á deildinni ekki nógu góð. Nauðsyn
leg tæki eru ekki til staðar og þá er
tregða í stjórnvöldum við að taka
upp ný lyf og meðferðarúrræði.
DV ræddi við Ragnheiði Haralds
dóttur, forstjóra Krabbameinsfé
lagsins, Gunnar Bjarna Ragnars
son krabbameinslækni og Jakob
Jóhannsson, krabbameinslækni og
stjórnarformann Krabbameins
félagsins, um stöðuna og horfur í
krabbameinslækningum hér á landi.
Hár meðalaldur
krabbameinslækna
„Það sem brennur helst á okkur er
þessi mannfæð sem við höfum orðið
fyrir, eða þetta tap á krabbameins
læknum sem við höfum orðið fyrir
síðustu árin,“ segir Jakob Jóhanns
son, yfirlæknir við geislameðferð
krabbameins á Landspítalanum og
formaður stjórnar Krabbameinsfé
lagsins. „Margir hafa hætt á síðustu
árum. Þetta er meðal annars fólk í
blóma lífsins sem er flutt út, en þetta
er fólkið sem átti að taka við af okkur
sem eldri erum. Þessi hópur er ekki
lengur til staðar og meðalaldur er
orðinn svolítið hár,“ segir Jakob.
„Við verðum vör við það að sjúk
lingar hafa orðið verulega miklar
áhyggjur af þróun mála og það er
íþyngjandi fyrir veikt fólk,“ segir
Ragnheiður Haraldsdóttir, forstjóri
Krabbameinsfélagsins, í samtali
við DV. Krabbameinsfélagið hef
ur að undanförnu verið með ráð
stefnur og fræðslufundi um stöðuna
eins og hún er á krabbameinsdeild
Landspítalans og horfurnar næstu
árin. Undir lok október hélt félagið
meðal annars málþing þar sem Helgi
Sigurðsson, prófessor og yfirlækn
ir krabbameinsdeildar Landspítal
ans, hélt erindi. Sagði hann með
al annars sex krabbameinslækna
vanta til starfa á Landspítalanum, en
þeir eru aðeins átta í dag.
„Það er ekki til að létta okkur
áhyggjurnar þegar við rýnum í
tölurnar og sjáum hvernig þróun
in er. Það er deginum ljósara að það
verður að grípa til einhverra sér
stakra ráða til þess að snúa blaðinu
við. Það eru okkar skilaboð til stjórn
valda,“ segir Ragnheiður. „Það blas
ir við að það verður að koma meira
fjármagn til spítalans. Það þarf að
tryggja að hann verði meira aðlandi
vinnustaður. Það þarf líka að búa
hann miklu betur tækjum því við
vitum að læknar eru meðal annars
að fara því þeim hrýs hugur við að
stunda lækningar við þær aðstæður
sem mönnum er boðið upp á á
Landspítalanum núna,“ bætir hún
við.
„Fólk vill ekki koma heim,“ segir
Jakob enn fremur. „Það hljóta að
vera margir hlutir sem valda því.
Auðvitað eru það kjörin, mikil vinna,
mikil viðvera hér á krabbameins
deildinni, aðstaða er ekki eins góð
og úti og menn hafa minni tíma til
að sinna vísindavinnu. Hér vantar
einnig tæki sem menn hafa aðgang
að úti, til dæmis jáeindaskanna.“
Brýnt að fá jáeindaskanna
Meðal þess sem mikið hefur verið í
umræðunni að undanförnu er um
ræddur jáeindaskanni. Um hund
rað krabbameinssjúklingar eru
sendir til Danmerkur á hverju ári í
jáeindaskanna en slíkt tæki hefur
aldrei verið til hér á landi. Jakob seg
ir þörfina vera enn meiri. „Við velj
um mjög vandlega þá sem við send
um út. Ef við myndum hafa hann
hérna þá myndum við nota hann
miklu meira en við annars gerum.“
Jakob segir hugsanlegt að þörfin
hlaupi á þúsundum, í stað þeirra
hundrað sem fara til Danmerkur ár
hvert. Þá segir hann nokkuð ljóst
að enn fleiri verði sendir út á næstu
misserum með tilkomu nýs geisla
tækis á krabbameinsdeildina.
„Nú erum við búin að fá mjög full
komið geislatæki, eitt það fullkomn
asta sem hægt er að fá í dag, sem
gerir það að verkum að við getum
verið nákvæmari við að gefa geisla
meðferð. En til að auka þessa ná
kvæmni þurfum við mjög líklega að
fara að senda fólk út í jáeindaskanna
til að hjálpa okkur að gera geisla
meðferðina enn hnitmiðaðri. Þetta á
sérstaklega við um ákveðna tegund
ir af lungnakrabbameinum. Við vit
um að stundum erum við að geisla
mjög stórt svæði því við höldum að
eitthvað sé krabbamein sem er ekki
krabbamein. Svo getur vel verið að
við séum stundum að geisla of lítið
svæði, sem jáeindaskanni myndi
sýna okkur,“ segir Jakob.
Ástæðurnar sem gefnar hafa
verið fyrir því hvers vegna enginn
jáeindaskanni hefur verið til hér á
landi eru tvær; annars vegar er tæk
ið mjög dýrt og hins vegar hentar
húsnæði Landspítalans ekki undir
skannann. „Reyndar hefur verðið
á þessum skanna verið að lækka,“
segir Jakob. „Það eru ekki mörg ár
síðan hann kostaði tvo milljarða,
en ætli hann sé ekki kominn nið
ur í svona 1,2 milljarða í dag. Nýja
geislatækið, sem við keyptum núna,
kostaði hálfan milljarð, til saman
burðar. Við getum ekki beðið eftir
Áslaug Karen Jóhannsdóttir
aslaug@dv.is
„Deginum ljósara
að það verður
að grípa til einhverra
sérstakra ráða til þess
að snúa blaðinu við.
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Jakob Jóhannsson, krabbameinslæknir og stjórnarformaður Krabbameinsfélagsins Jáeindaskanni kostar nú mun minna
en hann gerði þegar fyrst var talað um að Landspítalinn þyrfti að eignast hann. myND SigtRygguR ARi
Heilbrigðis-
kerfi í molum