Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 22
22 Fréttir Erlent Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Dæmdur í 36 ára fangelsi Lee Joon-seok, skipstjóri suður- kóresku ferjunnar sem sökk í apríl á þessu ári með þeim af- leiðingum að 300 fórust, var í vikunni dæmdur í 36 ára fangelsi fyrir vítavert gáleysi sem hann sýndi af sér á slysstað. Joon-seok flúði frá borði þegar ferjan sökk, án þess að koma farþegum til bjargar. Flestir þeirra voru börn. Joon-seok hafði verið ákærð- ur fyrir manndráp og saksóknari fór fram á dauðarefsingu. Hann var sýknaður af þeirri ákæru. Joon-seok var á meðal 15 áhafnarmeðlima sem voru sóttir til saka vegna slyssins. 472 farþegar voru í ferjunni þegar henni hvolfdi 16. apríl síðastliðinn. Aðeins 172 þeirra komust af. Fá lítið sem ekkert greitt fyrir vinnuna n Norðurkóreskir verkamenn sendir til Katar n Halda 10 prósentum launa Þ úsundir farandverkamanna frá Norður-Kóreu eru við störf í furstadæminu Katar þar sem undirbúningur vegna heimsmeistaramóts- ins í knattspyrnu árið 2022 er í full- um gangi. Líkja má aðstæðum verka- mannanna við þrælkunarbúðir því þeir fá lítið sem ekkert greitt fyrir vinnu sína. Breska blaðið Guardian hefur undanfarin misseri fjallað ítar- lega um aðbúnað verkafólks í Katar í tengslum við heimsmeistaramótið og beindi það sjónum sínum að verka- mönnum frá Norður-Kóreu í umfjöll- un sinni á dögunum. Sumir fá ekki neitt Blaðið hefur rætt við fjölda norður- kóreskra verkamanna sem starfað hafa í Katar, þá einna helst höfuðborginni Doha þar sem vinna við nýjan borgar- hluta er í fullum gangi. Algengast að verkamennirnir séu við vinnu í þrjú ár áður en þeim er leyft að halda aftur til Norður-Kóreu. Áður en þeir leggja af stað er þeim lofað veglegri greiðslu þegar þeir snúa aftur heim. Þegar upp er staðið fá flestir einungis lítinn hluta þess sem lofað var, í kringum tíu pró- sent af heildarupphæðinni, á meðan sumir fá ekki neitt. Einn Norður-Kóreumaður við vinnu í Doha orðaði það þannig í sam- tali við blaðamann að þarna væru þeir komnir til að þjóð þeirra fengi verðmætan og mikilvægan gjaldeyri í þjóðarbúið. Aðbúnaður farandverka- manna í Asíu og Mið-Austurlöndum hefur löngum verið gagnrýndur. En þegar heilu þjóðirnar eru farnar að ýta undir og jafnvel eiga beina aðkomu að því sem kalla mætti nútímaþrælahald þykir steininn hafa tekið úr. Engar úrbætur Norðurkóresk yfirvöld hafa lengi verið undir vökulum augum mannréttinda- samtaka vegna mannréttinda mála í landinu. Í nýlegri skýrslu Sameinuðu þjóðanna voru yfirvöld beinlínis sök- uð um glæpi gegn mannkyninu. Yfir- völd, undir forystu Kim Jong-un, skella skollaeyrum við kröfum al- þjóðasamfélagsins um úrbætur. Í umfjöllun Guardian kemur fram að gjaldeyririnn sem verkamennirnir fá, eða eiga að fá, geri mikið gagn fyrir brothættan efnahag Norður-Kóreu. Yfirvöld sjái einfaldlega hag sínum best borgið með að haldleggja þau laun sem með réttu ættu að fara til þeirra sem sjá um vinnuna. Miklar framkvæmdir standa sem fyrr segir yfir við gerð nýs borgarhluta örfáa kílómetra norður af miðborg Doha. Þessi nýi borgarhluti heitir Lusail og er honum ætlað að verða eins konar miðdepill heimsmeistara- mótsins 2022. Þar mun úrslitaleikur keppninnar fara fram og er reiknað með að flestir gestir mótsins verði á hótelum í eða við Lusail. Búist er við að nokkur hundruð þúsund erlendir ferðamenn muni heimsækja Katar meðan á keppninni stendur og því ljóst að umfang þessara framkvæmda er mikið. Kostnaður yfirvalda í Katar vegna framkvæmdanna er talinn nema 45 milljörðum Bandaríkjadala, 8.900 milljörðum króna. Vinna frá morgni til kvölds Í umfjöllun Guardian kemur fram að á minnsta kosti fjórum stöðum í Lusa- il séu Norður-Kóreumenn við vinnu. Þó er tekið fram að ekkert bendi til þess að verkamenn frá Norður-Kóreu vinni við gerð knattspyrnuleikvanga sem nú er verið að byggja. Á ein- um þessara staða er verið að byggja lúxusíbúðabyggingu og segir í um- fjöllun Guardian að norðurkóresku verkamennirnir hafi unnið frá morgni og langt fram á kvöld – löngu eftir að aðrir verkamenn voru farnir. „Fólk eins og við fær vanalega ekki greitt. Peningarnir eru ekki greiddir beint til okkar heldur til stofnunar- innar sem hafði milligöngu um ráðn- ingu okkar,“ sagði verkamaður sem Guardian ræddi við. Einn þeirra sem látið hafa sig málið varða er Aidan McQuade, framkvæmdastjóri Anti-Slavery International, samtaka sem berjast gegn þrælkunarvinnu í heiminum. „Þessar lýsingar – allt of mikil vinna og lágar eða engar greiðslur – eru til marks um að þarna er stundað man- sal í umboði stjórnvalda,“ segir Aidan. Heimildarmenn Guardian segja að um þrjú þúsund verkamenn frá Norður-Kóreu séu við vinnu í Katar. Þeir séu þar beinlínis í þeim tilgangi að skapa gjaldeyri sem stjórnvöld í Norður-Kóreu njóta góðs af. Sömu heimildir segja að allt að 65 þúsund- um Norður-Kóreumanna séu við vinnu utan Norður-Kóreu í það heila í sama tilgangi. Flestir séu starfandi í Rússlandi, Kína, Mongólíu og í Mið- Austurlöndum. Fá tíu prósent af tekjunum Kim Joo-il, fyrrverandi herforingi í Norður-Kóreu, segir við Guardian að hann telji að yfirvöld í Pyongyang haldi eftir um 70 prósentum af þeim tekjum sem norðurkóreskir farand- verkamenn fá. Kim flúði frá Norður- Kóreu árið 2005. Verkamennirnir sjálfir fái ekki nema um tíu prósent af því sem þeir eiga að fá þegar búið er að draga frá ýmsan kostnað, til dæmis vegna matar og uppihalds. Upplýsingafulltrúi atvinnuvega- ráðuneytis Katar segir við Guardian að 2.800 norðurkóreskir verkamenn séu við vinnu í Katar. Bætir hann við að allar ábendingar um slæmar vinnuaðstæður verkamanna séu teknar mjög alvarlega. Engar kvartan- ir hafi þó borist vegna aðbúnaðar eða kjara norðurkóresku verkamannanna í Katar. n Katar Miklar framkvæmdir standa yfir í Katar um þessar mundir vegna heims­ meistarakeppninnar í knattspyrnu sem haldin verður í landinu árið 2022. Þrælkun Aiden McQuade, fram­ kvæmdastjóri Anti­Slavery International, segir að beinlínis sé verið að stunda mansal í umboði stjórnvalda. Einar Þór Sigurðsson einar@dv.is „Peningarnir eru ekki greiddir beint til okkar heldur til stofnunarinnar sem hafði milligöngu um ráðningu okkar.Blaðamaður myrtur Fern ando Raymondi Uri be, 22 ára rannsóknarblaðamaður í Perú, var myrtur af tveimur byssu mönnum þar sem hann var við störf í verslun fjölskyldu sinn- ar. Lögreglan rannsakar nú málið og telur líklegt að morðið tengist umfjöllun Uribe um spillingar- mál og skipulögð glæpasamtök í Perú. Lögregla hafði í fyrstu greint frá því að Uribe hefði verið myrtur þegar árásarmennirnir gerðu tilraun til ráns í verslun- inni. Það telja fjölmiðlasamtökin Inter-American Press Association ekki geta staðist, enda var engu stolið. Hafa þeir krafist þess að lögregla rannsaki málið til fulls. Ungi blaðamaðurinn hafði skrifað mikið um spillingarmál, eiturlyfjabaróna og síðast um leigumorðingja í bænum Cañete í Perú. Ætlaði að „kenna henni lexíu“ F ræg söngkona í Úganda er nú í felum vegna hótana um hand- töku og líkamsmeiðingar. Kon- an varð fyrir því að fyrrverandi kærasti hennar dreifði nektarmynd- um af henni til fjölmiðla og samfé- lagsmiðla. Nú er líklegt að konunni verði refsað, en manninum sem dreifði efninu ekki. Desire Luzinda er fræg söngkona í Úganda og eftir erfið sambands- slit dreifði fyrrverandi kærasti hennar „hefndarklámi“, það er nektarljósmynd- um af henni, á netinu. Myndirnar fóru víða í Úganda, þá sérstaklega á samfé- lagsmiðlum auk þess að nokkrir fjöl- miðlar birtu þær í sínum miðlum. Mað- urinn segist hafa viljað „kenna henni lexíu“ eftir sambandsslitin. Luzinda er nú í felum þar sem ráð- herra siðferðismála í Úganda, Simon Lokodo, vill að hún verði handtekin. Blaðamaður BBC í Úganda, spurði Luzinda hvers vegna hún hefði sett sig í þessa stöðu, það er að leyfa slíkar myndatökur, vitandi að það gæti farið svo að myndunum yrði lekið. „Ég var ástfangin. Ég hefði annars aldrei tekið nektarmyndir,“ segir hún. „Margir sem skrifa á netinu eða fyrir fjölmiðla sýna mér samúð,“ seg- ir Luzinda, en hún segir aðra vera mjög reiða og ógnandi í hennar garð. Vert er þó að taka fram að dreifing á hefndarklámi er ólögleg víða um heim og í mörgum ríkjum er unnið að því að gera refsivert að dreifa því, enda hefur það færst í vöxt að slíku efni sé dreift. Almennt er litið á það sem svo að einstaklingar sem verða fyrir slíku séu brotaþolar sem eigi ekki sjálfir að axla ábyrgð á því að á þeim sé brotið. Simon Lokodo, ráðherrann sem vill að Luzinda verði handtekin, hefur sætt mikilli gagnrýni fyrir að kenna fórnarlambinu um og vilja láta fangelsa hana. Hann segist fyrst vilja ræða við Luzindu og síðar fyrrver- andi kærasta hennar vegna dreifingar á klámefni. BBC greinir frá því að hefndarklám sé mikið vandamál í Úganda og að margar konur verði fyrir því að fjölmiðlar birti viðkvæmar myndir af þeim í þeirra óþökk. n astasigrun@dv.is Vilja handtaka fórnarlamb hefndarkláms fyrir dreifingu á klámi Fjölmiðlar birtu myndirnar Nú er brotaþolanum kennt um dreifingu þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.