Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 24
24 Fréttir Erlent Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Keyptu flóttamenn
úr fangavistinni
n Seldir til Vestur-Þýskalands n Verra að vera flóttamaður en morðingjadóttir
A
ðfaranótt 10. nóvember
1989 féll Berlínarmúrinn,
sem reistur hafði verið af
kommúnistastjórninni í
Austur-Þýskalandi. Voru því
um liðna helgi 25 ár liðin frá þessum
miklu tímamótum.
138 manns létust við að reyna
að flýja yfir landamærin, frá Austur-
Þýskalandi til vesturs. Líklega er tala
látinna þó mun hærri. Múrinn var
reistur í ágúst 1961 og átti að vera
svokallaður „varnarveggur gegn fas-
isma.“ Hann varð fljótlega ein helsta
táknmynd kalda stríðsins og á sama
tíma varð fall hans að táknmynd
endaloka þess.
Mörgum tókst að flýja yfir múrinn
og fjölmargir komust yfir til Vestur-
Þýskalands áður en hann var reistur.
Á vef BBC er greint frá fjölskyldu sem
reyndi að flýja yfir stuttu eftir að reisa
átti múrinn í ágúst 1961. Þeim tókst
ekki ætlunarverkið og voru hand-
sömuð og fangelsuð. Nokkrum árum
síðar var fjölskyldan seld til vestur-
þýskra stjórnvalda og hóf nýtt líf í
Vestur-Þýskalandi.
Treg í taumi
Þann 13. ágúst 1961 reyndu Karl-
Heinz Prietz, eiginkona hans og fimm
ára dóttir, Daniela Walther, að flýja
yfir landamærin til Vestur-Þýska-
lands. Karl- Heinz, sem starfaði sem
blaðamaður, hafði fengið ábendingu
um að loka ætti landamærunum á
milli austurs og vestur. Fjölskyldan
yrði að komast yfir sem fyrst.
Hann sannfærði eiginkonu sína
um að þau yrðu að flýja, og tveimur
dögum síðar létu þau á það reyna.
„Hann hafði komist á snoðir um að
það ætti að byggja múrinn,“ segir
Daniela í viðtali við BBC þar sem hún
greinir frá þessari örlagaríku nótt.
Hún segir að móðir hennar hafi verið
treg í taumi, en látið til leiðast á end-
anum.
Þær mæðgur földu sig nærri
landamærunum í tvo daga áður
en Karl-Heinz kom að vitja þeirra
og fór með þær af stað. Hann
taldi sig hafa fundið veikan blett
hjá landamæravörðunum og þar
kæmust þau yfir. „Hann fór yfir og
kallaði til móður minnar að fylgja
honum, en hún stóð sem frosin.
Hún hafði ekki hugrekki til að flýja.
Ég man að ég stóð við hlið henn-
ar og hlustaði á köllin í pabba,“
segir Daniella. Stuttu síðar birtust
landamæraverðirnir og færðu for-
eldra hennar burtu í járnum. „Þeir
birtust skyndilega í myrkrinu og
leiddu hann í burtu. Ég sá hann ekki
næstu átta árin,“ segir hún. Móðir
hennar fékk níu mánaða dóm fyrir
flóttatilraunina og Daniella var send
til ömmu sinnar og afa.
Betra að vera morðingjadóttir
„Að vera dóttir flóttamanna var
verra en að vera dóttir morðingja,“
segir Daniella, en amma hennar
sagði henni að ef einhver spyrði ætti
hún að segjast vera dóttir móður-
systur sinnar. Skömmin fylgdi fjöl-
skyldunni allri. Þrátt fyrir það segist
Daniella hafa verið hamingjusöm
með fjölskyldu sinni í Potsdam.
Þegar móðir hennar losnaði fluttust
þær til Potsdam. Móðir hennar átti
erfitt uppdráttar og jafnaði sig aldrei
á flóttatilrauninni, fangelsisvistinni
eða aðskilnaðinum.
Seldu fólk
Ástandið í Austur-Þýskalandi var
slæmt og fjárhagsstaðan afleit. Til
að bregðast við henni komu stjórn-
völd verkefni á laggirnar árið 1964
sem kallaðist „haeftlingsfreikauf“.
Það gekk út á að senda og selja póli-
tíska fanga til Vestur-Þýskalands.
Sagnfræðingurinn Andreas Apelt
telur að um 33.755 fangar hafi verið
seldir til Vestur-Þýskalands á árun-
um 1964–1989. Báðir aðilar höfðu
ríkra hagsmuna að gæta, vestrið
vildi koma fólki til bjargar og í austri
þurfti bæði peninga og ýmsar birgð-
ir. „Vestrið vildi bjarga föngunum
frá ómannúðlegri meðferð,“ seg-
ir Apelt. Vestur-Þýskaland greiddi
stundum fyrir fangana, en í öðrum
tilfellum voru sendar birgðir af mat
eða öðrum vörum í staðinn. Verk-
efnið átti ekki að vera á allra vörum
og mikil leynd hvíldi yfir því að sögn
Apelts. Fangarnir voru fluttur á milli
með ýmsum leiðum, meðal annars
með neðarjarðarlestarkerfi.
Fóru eftir flóttatilraunina
Árið 1968 var ákveðið að senda
Karl-Heinz Prietz til Vestur-Þýska-
lands. Daniella segir að þá hefði
hann afplánað í tæp átta ár í fang-
elsi. „Hann var pyntaður, en hann
sagði mér aldrei hvernig. Þetta eyði-
lagði heilsu hans. Ég held að mörg
ár hafi liðið á milli þess sem hann sá
svo mikið sem dagsljós,“ segir hún.
Til dægrardvalar skrifaði hann
barnasögur niður handa dóttur
sinni. Þegar hann var fluttur yfir
landamærin mátti hann ekki taka
þær með sér. Hann sendi þær því
loksins til dóttur sinnar sem geymdi
þær eins og sjáaldur augna sinna.
Þegar hann hafði komið sér fyrir í
vestrinu árið 1969 var ákveðið að
semja við austurþýsk stjórnvöld um
komu mæðgnanna til Vestur-Þýska-
lands. Daniella segist hafa verið
mótfallin því að fara, henni hafi liðið
vel í Austur-Þýskalandi. Sárast þótti
henni að móðir hennar lét hana
skilja barnasögurnar eftir. „Ég gat
aldrei fyrirgefið henni það.“
Þekkti hann ekki
Hún var 13 ára og kvaddi bestu vin-
konu sína á lestarstöðinni. Við kom-
una til Vestur-Þýskalands var öll
fjölskyldan yfirheyrð af Bretum,
Frökkum og Bandaríkjamönnum. En
þau höfðu frá litlu að segja. „Ég man
að ég sagði: „Þið verðið að afsaka
hvað líf mitt er óspennandi“.“ Þegar
hún hitti loksins föður sinn þekkti
hún hann ekki, enda hafði langur
tími liðið frá því að þau voru aðskilin.
„Hann grét. Þetta var honum mjög
erfitt,“ segir Daniella. Fjölskyldan
reyndi að aðlagast nýjum heimkynn-
um en á endanum skildu foreldrarn-
ir. Daniellu gekk illa að fóta sig en
ákvað að gera sitt allra besta.
Hún flutti síðar til Bretlands þar
sem hún kynntist eiginmanni sín-
um og stofnaði sjálf fjölskyldu.
Hún er í dag 59 ára og starfar sem
kennari. Hún segist hamingjusöm í
Bretlandi, en saknar Austur-Þýska-
lands. „Ef ég hefði ílengst þar hefði
ég getað lifað góðu lífi. Það var vel
hugað að fólki og ég trúði á grund-
vallarreglur ríkisins – það er að
segja allt nema kúgunina og njósn-
irnar,“ segir hún og segist skilja, þó
að hún sé ekki endilega sammála
því að hægt sé að kaupa manneskj-
ur, hvers vegna fólk gekk kaupum
og sölum á milli ríkjanna.
Vestur-Þýskaland hafi starfað
með mannúðarsjónarmið að leiðar-
ljósi. Faðir hennar, Karl-Heinz, lést
árið 1996, en móðir hennar lést árið
2010. Hún segir 13. ágúst 1961 hafa
gert út um samband þeirra. „Hún
gat bara ekki ákveðið sig. Það var
það sem varð þeim að falli.“ n
Ásta Sigrún Magnúsdóttir
astasigrun@dv.is
Sameinuð
Hér má sjá
fjölskylduna
sameinaða í
Vestur-Þýskalandi.
Mynd BBC SkjÁSkoT
kunni vel við
sig Danielle seg-
ist hafa kunnað
vel við sig í Aust-
ur-Þýskalandi.
Mynd BBC SkjÁSkoT
Minning Angela Merkel, kanslari Þýska-
lands, gengur fram hjá hluta Berlínar-
múrsins við minningarathöfn á sunnudag.
„Hann var pyntað-
ur, en hann sagði
mér aldrei hvernig.
Sunnudaginn 16. nóv.
verður safnaramarkaður í
Síðumúla 17 (2. hæð)
kl. 13 - 16
Mynt • Seðlar • Minnispeningar
Barmmerki • Smáprent • Frímerki
Póstkort o.fl. • Sala - Kaup - Skipti
MYNTSAFNARAFÉLAG
ÍSLANDS
www.mynt.is
Safnaramarkaður
16. nóv.
Í S L A N D S
•
M
Y
N
T S
A F N
A R A F É
L
A
G
•