Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 26
26 Skrýtið Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fra Hyrjarhöfði 2 - 110, Reykjavík / s: 848 7007 og 776 8600 / www.glerpro.is / glerpro@gmail.com Allar viðgerðir á framrúðum eru bíleiganda að kostnaðarlau su. Vinnum fyrir öll tryggingaf élög. Magnaðar myndir frá lokum nítjándu aldar n Áratugur gífurlegra breytinga n Gamli tíminn mætir nútímanum H ér á síðunni sjáum við frá- bærar ljósmyndir úr ýms- um áttum sem teknar voru á síðasta áratug nítjándu aldar, á árunum 1890–1899. Það má kannski segja að gamli tím- inn í Evrópu og Bandaríkjunum hafi þá mætt hinum nýja. Nú var iðnbyltingin komin á fullan skrið í flestum löndum og lífið tók örum breytingum. Franskur blaðamaður sagði árið 1899 að ef maður hefði fallið í dá rétt fyrir heimssýninguna í París 1889 og vaknað tíu árum síðar hefði hann rankað við sér í gjörbreyttri veröld. Það gildir reyndar um marga aðra áratugi síðan þá. Það væri ábyggilega töluvert skrýtið að liggja í dái frá 2004 til 2014, en kannski væri veröldin þó ekki gjörbreytt. Nokkrar tækninýjungar á ár- unum 1891 til 1901: Röntgen- geislar, rennilás, blekpenni, ritvél, þráðlausar skeytasendingar, útvarp, kvikmyndavél, rúllustigi. Í dag eru sex manneskjur enn á lífi sem fæddar eru fyrir árið 1900. Þeirra elst er hin japanska Misao Okawa, fædd 5. mars 1898. Hún verður 117 ára í mars. n helgihrafn@dv.is Samar Lituð ljósmynd af feðgum í Norður-Svíþjóð um 1890. Horfinn tími Ung stúlka heldur á blöðru sem glitrar einkennilega í linsu myndavélarinnar. Frá Lækjartorgi Reykjavík um 1899. Mynd: F. W. W. HoWell Flókinn vefur Símaturn í Stokkhólmi með um 5.000 snúrum árið 1890. Gandhi ungur Indverska frelsishetjan Gandhi starfaði sem lögmaður í Natal-nýlendunni í Suður-Afríku á síðasta áratug nítjándu aldar. Hér sjáum við hann í lögmannsbúningnum. Ljósmynd frá 1893. Drottning María, síðar drottning Rúmeníu. Íslensk fjölskylda Séra Ólafur Sæmundsson og fjölskylda um 1899. Mynd F. W. W. HoWell Fátækt Bakhús á Manhattan-eyju í New York um 1892. Barnið Adolf Hitler eins árs árið 1890.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.