Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Blaðsíða 29
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Umræða 29
Lokastig lýðræðisins
Á
heimili nokkru er búið að
safna saman í nammikrukku
og er ætlunin að hægt sé að
veita nammi á hverju laugar-
dagskvöldi allt árið um kring. Sum-
ir krakkarnir fara hins vegar að
orga og fá úr krukkunni strax, með
þeim afleiðingum að ekki er nóg til
fyrir alla það sem eftir lifir árs. Sem
myndlíking fyrir þjóðarbúið virkar
þetta ekki reyndar ekki alveg, því
á meðan sumir fá meira nammi fá
aðrir ekki kvöldmat yfirhöfuð.
Við erum hins vegar augljóslega
kominn inn í nýja tíma í stjórnmál-
um. Ríkisstjórnin gerir ekki tilraunir
til að þykjast standa fyrir alla þjóðina,
heldur hendir peningum í stuðn-
ingsmenn sína á kostnað annarra.
Enda sést þetta skýrt í stjórnmála-
umræðunni, fólk safnast saman á
Austurvelli og heimtar að ríkisstjórn-
in fari, eins og aðrir gerðu í tíð síð-
ustu ríkisstjórnar. Þetta minnir lítið á
samvinnustjórnmál Norðurlanda þar
sem stjórnvöld eiga að vera í forsvari
fyrir alla landsmenn og mun meira á
Bandaríkin þar sem þjóðin er klofin í
afstöðu sinni til flokka sem varla geta
unnið saman.
Hætt að hugsa um samfélag og
samhjálp
Ef til vill er þetta lokastig frjálshyggj-
unnar, og jafnvel lýðræðisins eins
og við þekkjum það. Ekki er lengur
ætlast til að allir leggi sitt af mörk-
um í þjóðarbúið sem almenningur
nýtur síðan góðs af með aðgengi að
heilbrigðis- og menntakerfi, meðal
annars. Ríkissjóður hefur nú helst
það hlutverk að vera nýttur til að
kaupa sér velvild (viðskiptavild?)
stuðningsmanna ríkisstjórnarinn-
ar, mest fyrir þá ríku að sjálfsögðu en
eitthvað smá fyrir nógu marga aðra
til að kaupa stuðning þeirra. Skatta-
lækkanir þjóna sama tilgangi, en
einhvern veginn er þetta augljósara
þegar peningarnir eru fluttir beint
inn á reikninga. Afleiðingarnar láta
ekki á sér standa. Heilbrigðis- og
menntakerfið grotnar niður, en þjóð-
in klofnar í tvennt á milli þeirra sem
fá eitthvað og þeirra sem fá ekki neitt.
Niðurstaða frjálshyggjunnar er
alls staðar sú sama. Fólk hættir að
hugsa um samfélag og samhjálp og
fer að haga sér eins og heimtufrek
börn. Ríkisstjórnir eru ekki lengur
kosnar til að bæta samfélagið heldur
til að bæta hag þeirra sem þær kjósa,
þó að það sé á kostnað samfélagsins
og þar með langtímahagsmuna kjós-
enda. Þeir sem lofa mestu eru líkleg-
astir til að komast á þing og andstæð-
ir stjórnmálaflokkar hafa um lítið að
velja nema yfirbjóða þá eða neita að
taka þátt í leiknum og missa þar með
atkvæði.
Gengin í barndóm?
Ef það er einhver huggun, þá er svip-
að uppi á teningnum víða í hinum
vestræna heimi. Í Skotlandi höfn-
uðu menn því að verða sjálfstæð-
ir og taka ábyrgð á sjálfum sér, en
óeirðir brutust nýlega út þar í landi
þegar Krispy Kreme-kleinuhringir
fengust gefins og ekki reyndist nóg
til. Erfitt er að finna skýrara dæmi
um þjóð sem er gengin í barndóm,
jafnvel þó að Íslendingar geri sitt
besta. n
Kristján Hreinsson
Skáldið
skrifar
Krakki í jakkafötum
Æ
, mér þótti þessi titill
bara flottur, en hann
hefur eiginlega ekkert
með innihald pistilsins
að gera. Það sem ég ætla að segja
ykkur tengist þó ábyggilega óbeint
þessum jakkafatakrakka, sem svo
er stundum nefndur.
Einhverju sinni átti ég leið um
sveit eina sem lá að djúpum firði,
þarna bjuggu bræður tveir, hvor
á sínum bænum. Þegar mig bar
að þeim bænum sem var innar í
firðinum, var árla morguns, ég var
illa sofinn og þreyttur þegar ég sé
hana sem stendur á hól og starir á
mig. Ég geng að hananum. (Hér er
rétt að geta þess, að ég efast um að
ég hafi verið vakandi þegar þetta
gerðist). Og viti menn, haldið þið
að horngrýtis haninn hafi ekki
byrjað að tala. -Nú ætla ég að sýna
þér nokkuð sem þú munt ekki trúa,
sagði haninn orðrétt (og gæti þetta
allt eins verið innan gæsalappa, en
mér þykir það ekki viðeigandi, þar
eð um hana er að ræða). Ég svaraði
ekki en góndi á hanann, sem hélt
áfram ræðu sinni: -Fylgstu nú vel
með, sagði hann. -Á næsta augna-
bliki ætla ég að gala og um leið og
ég geri það, þá kemur sólin upp.
Þannig hefur þetta alltaf verið frá
því að ég byrjaði að gala. Slíkur er
máttur minn.
Það næsta sem gerðist, var að
haninn gól og upp kom sól. Hann
galaði hátt og innilega og sólin
kom sér haganlega fyrir á milli
fjallanna.
Ég dvaldi í nokkra daga þarna
á bænum. Og það var eiginlega
sama hvort ég fór í háttinn seint
eða snemma, alltaf var ég illa sof-
inn við sólarupprás, og alltaf hitti
ég hanann á hólnum, alltaf mont-
aði hann sig af morgunverkum sín-
um og talaði bæði hátt og lengi. En
að því kom, að ég stóð við hólinn
og haninn opnaði gogginn en kom
ekki upp einu einasta orði. Hann
var það sem heitir þegjandi hás.
Hann reyndi að gala en ekki kom
svo mikið sem eitt einasta bofs.
Hann bara stóð þarna sperrtur
með opinn gogginn í himneskri
þögn og í baksýn kom sólin úr
fylgsnum sínum, sæl og brosmild.
Og ég sem hafði hlustað á
þennan monthana hreykja sér
af unnum verkum og innistæðu-
leysu, sá ég nú að ég gat opnað fyrir
hefndarhug: -Jæja, kæri hani. Ekki
galaðir þú í dag, svona þegjandi
hás. Engu að síður kom sólin upp.
Haninn hætti ekkert að vera
montinn við þessi orð mín, hann
hallaði sér fram og hvíslaði, nánast
100% raddlaus: -Það eru nú til fleiri
hanar en ég.
Og það merkilega er, að eftir að
ég hafði hlustað á þvaðrið í mont-
hananum í nokkra daga, þá rifjað-
ist upp vísa sem ég orti einhverju
sinni um þingmann sem steig úr
ræðupúlti eftir langa og innantóma
ræðu:
Víst þér tókst að hafa hátt;
af hæðni gestir kíma
því synd er hvað þú sagðir fátt
á svona löngum tíma.
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Kjallari „Fólk hættir að
hugsa um sam-
félag og samhjálp og fer
að haga sér eins og
heimtufrek börn.
Myndin Leiðrétting og lekamál Óhætt er að segja að fréttir af fyrirhugaðri leiðréttingu á verðtryggðum húsnæðislánum hafi nokkuð fallið í skuggann af fréttum og umræðu í kjölfar játningar Gísla Freys Valdórssonar í svonefndu lekamáli. Mynd siGtryGGur ari
Dýrt sport en
skemmtilegt
Baldur Björnsson hefur Ferrari-bifreið til umráða. – DV
Ég hef stutt
þetta
stefán Ólafsson styður leiðréttingu sem velferðaraðgerð. – DV
Allt hefur verið
svikið
Kári Örn Hinriksson hélt ræðu á mótmælum. – DV
1 „Þú verður bara að þola það að svara spurn-
ingum“Sigmundur Davíð Gunnlaugs-
son forsætisráðherra sat undir svörum
um skuldaleiðréttingu heimilanna í
Kastljósi í vikunni. Í viðtalinu sakaði
forsætisráðherra Sigmar Guðmundsson
spyril um að leyfa sér ekki að svara. Þá
sagði Sigmar: „Sigmundur, þú verður
bara að þola það að svara spurningum
þegar þú ert spurður. Flóknara er það nú
ekki. Það er ég sem stýri viðtalinu.“
Lesið: 43.207
2 „Mannhelvítið er sum sé að fylgjast með slíkum
hópum á Facebook“ „Afsakið
orðbragðið en mannhelvítið er sum sé að
fylgjast með slíkum hópum á Facebook
og finnur þar konur sem eru í mikilli neyð
og ræðst til atlögu,“ segir Þorbjörg Mar-
inósdóttir fjölmiðlakona, einnig þekkt
sem Tobba Marinós, í pistli. Þar greindi
hún frá því að karlar sætu um konur sem
væru að leita sér aðstoðar á Facebook.
Lesið: 42.920
3 Múraður á Ferrari Eigandi Ferrari 599 GTB Fiorano-bifreið-
ar sem flutt var til Íslands nýverið er
Matthildur Guðbrandsdóttir, leikskóla-
kennari og eiginkona Baldurs Björns-
sonar, stofnanda og framkvæmdastjóra
Múrbúðarinnar.
Lesið: 32.770
4 Annað þeirra fer með rangt mál Gísli Freyr Valdórs-
son, fyrrverandi aðstoðarmaður Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra,
þvertók fyrir það í Kastljósi á þriðjudag,
að hann hefði beðið um að yfirheyrslu yfir
honum vegna lekamálsins yrði flýtt. Þá
hafnaði hann því að hafa beðið ráðherra
um að beita sér fyrir slíku. Þetta gengur í
berhögg við það sem Hanna Birna sagði
sjálf í Kastljósi þann 26. ágúst síðastliðinn.
Lesið: 24.191
5 „Það er verið að reka skúringakonur. Á meðan
ert þú heima á launum af
því þú varst að skrökva“ Gísli
Freyr Valdórsson sagðist í Kastljósi á
þriðjudag vera kominn á endastöð lyga og
blekkinga. Hann kvaðst ekki hafa áttað
sig á því að það að senda út minnisblað
úr ráðuneytinu væri lögbrot. Helgi Seljan,
spyrill Kastljóss, sótti hart að Gísla í við-
talinu og benti honum á að í langan tíma
hefði hann verið heima á launum á meðan
skorið væri niður í stjórnarráðinu.
Lesið: 20.650
Mest lesið
á DV.is