Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 34
Helgarblað 14.–17. nóvember 201434 Fólk Viðtal
seint að byrja að vinna í sjálfum sér
og heila sig. „Ávinningurinn af því er
svo mikill, hann er hvorki mældur í
tíma né rúmi. Þetta er ekki spurning
um að vera orðinn of gamall til ein-
hvers, því þetta er spurning um að
fara inn í reynslu sem er tímalaus og
hefur gildi sama hvað hefur gengið
á lífi þínu. Þú getur öðlast svo mikla
sátt og fögnuð yfir því að hafa feng-
ið að vera hérna, sama hvað hefur
gengið á.“
Árið 2010 ferðaðist hann svo aftur
með þremur öðrum Íslendingum
í pílagrímsferð þar sem þeir heim-
sóttu helga staði í Nepal og Tíbet.
Þeir heimsóttu höfuðborgina Lhasa
og ferðuðust eftir endilangri háslétt-
unni. Þar böðuðu þeir sig upp úr
hinu helga vatni Mansarova, sem er
hæsta ferskvatnsstöðuvatn í heimi.
„Það þýðir að við erum með kaskó
fyrir syndlaust líf næstu 100 endur-
fæðingar. Þú vinnur ekki í happa-
drættinu nema að kaupa þér miða,
svo við skelltum okkur út í.“ Seinna
gengu þeir hreinsunar- og heilunar-
göngu í kringum helga fjallið Kailas.
„Þetta er ótrúlega fallegt fjall sem
í fornum goðsögnum er miðja al-
heimsins. Þar vorum við með öðrum
pílagrímum og fórum yfir skarð sem
er 5.800 metra hátt. Þar voru með
okkur konur, börn og gamalmenni,
við í goretex-göllunum og þau mörg
hver berfætt. Þar hittum við líka fólk
sem skreið í kringum fjallið – það er
mjög öflugt ritúal sem hefur áhrif á
allar orkustöðvarnar í þér.“
Finnur samhljóm í fangelsinu
Ást og friður, smáprósabókin sem
Tolli gaf út á dögunum, er tileink-
uð öllum þeim sem sitja í fangels-
um landsins vegna afleiðinga gjörða
sinna. Undanfarinn áratug hefur
hann unnið með hópi sjálfboðaliða
frá 12 spora samtökunum á Litla-
Hrauni. Nú býður hann föngum upp
á hugleiðslu á hverjum fimmtudegi.
Hvernig kom þetta til?
„Það er bara hluti af sambandi
mínu við minn sponsor í 12 spora
samtökunum. Hann fer með mig
austur og kynnir mig fyrir starf-
seminni þar. Ég er svo sjálfur að
sponsa mann sem hafði setið þarna
inni í mjög mörg ár og hann sagði
mér að vinir hans – fangar fyrir
austan – væru að óska eftir því að
hann kæmi með eitthvað. Þetta er
upphafið að þessu. Síðan hefur kom-
ið að þessu stór hópur úr 12 spora
samtökunum sem hefur byggt upp
gríðarlega gott starf í fangelsinu,
starf sem hefur verið sterkt og áhrifa-
mikið. Við höfum bæði unnið mað-
ur á mann og verið með ráðstefnur
sem eru skipulagðar af strákunum
þar inni. Svo þegar ég fór sjálfur að
hugleiða þá kom ég með það inn og
hef helgað mig þeim hluta sjálfboða-
starfsins síðan.“
Tolli segist tengja vel við mennina
sem sitja inni. „Það er enginn eðlis-
munur á alkóhólista sem situr í fang-
elsi vegna afleiðinga gjörða sinna og
hinum þarna úti. Til að nálgast þessi
mál þá er mjög þýðingarmikið að
allt viðmið í ferlinu sé samkennd og
kærleikur, að samfélagið nálgist af-
leiðingarnar með þessu hugarfari.
Þá getum við tekið á móti einstak-
lingum og hjálpað þeim að tengj-
ast aftur manneskjunni í sér. Þú ert
hvorki fangi né glæpamaður, held-
ur ert þú með þennan samfélags-
lega merkimiða vegna afleiðinga, og
þú verður að gefa fanganum – innan
gæsalappa – upplýsingarnar og vit-
undina um það að hann er mann-
eskja. Þegar menn byrja að vinna
með sig verðum við að gefa mönnum
tækifæri á að öðlast sjálfsvirðinguna.
Síðan tekur við ferli sem getur breytt
mönnum ef þeir vilja.“
Fordómar gegn föngum
Einhverjir þeirra sem hafa lært hug-
leiðslu í fangelsinu hafa haldið áfram
að stunda hana eftir að út er komið.
Hann segir það þó vera stöðuga bar-
áttu fyrir þessa einstaklinga. „Við
segjum við strákana: þú ert edrú
inni í fangelsinu og allt gengur vel,
en fangelsið er bara æfingabúðir. Þú
getur verið edrú, fjögur fimm ár hér
en ert dottinn í það tveimur dögum
eftir að þú kemur út. Af því að það
tekur ekkert við. Menn eru svo óunn-
ir tilfinningalega. Það sem okkur
vantar til að betrunarferlið gangi upp
er áfangaheimili fyrir þá eftir að þeir
eru búnir að afplána. Okkur vantar
handleiðslu fyrir fyrrverandi fanga.
Skjól þar sem þeir fá félagslega og
tilfinningalega leiðsögn og eru lóðs-
aðir aftur inn í samfélagið af öryggi
og fagmennsku. Öll fjárfesting til að
hjálpa föngum inn í samfélagið er
dæmd til að klúðrast ef við tryggjum
það ekki.“
Hann segir fordóma í samfé-
laginu einnig vera mikla. „Það eru
alveg rosalegir fordómar gagnvart
fólki sem hefur þurft að afplána. Við
beinum oft reiði okkar og vansæld
á þennan hóp. Maður sér það þegar
fanga ber á góma hvað reiðibylgjurn-
ar koma inn í kommentakerfinu. Ef
fangi er með mjúkan klósettpappír,
eða ef það vottar fyrir manneskju-
legheitum í fangelsunum, verður allt
brjálað. Það er skotleyfi á þá eins og
var á minnihlutahópa, svertingja,
gyðinga eða hvað sem er,“ segir Tolli.
„Það sem ég er að vonast til að
verði úr þessu starfi okkar er að þetta
verði til eftirbreytni og gefi þeim sem
stjórna hugmyndir um að gera fang-
elsið manneskjulegra og vinna betur
að heilandi úrræðum. Það eru verð-
mæti í því að heila fanga, ekki bara
fjárhagsleg – þau eru klár – heldur
fyrir samfélagið í leiðinni. Eins og
í dæmisögunni um týnda soninn,
þá eigum við fullt af týndum son-
um og dætrum í fangelsunum. Að fá
þau heim heilar fjölskylduna. Ef við
þróum með okkur í þolinmæði um-
burðarlyndi og kærleiksrík úrræði
handa þessu fólki – þó að það sé að
hrasa og þetta sé brösótt – þá virkar
það á okkur. Allt batteríið verður
miklu betra.“
Forn viska á nýjum miðlum
Tolli ætlar sér þannig ekki bara að
taka þátt í að heila fanga heldur sam-
félagið allt. Bæði með bókaútgáfu og
með því að setja út hugleiðsluforrit
í snjallasíma. „Við erum að fara að
setja út hugleiðsluforrit,“ segir Tolli
og dregur upp snjallsíma. Hann opn-
ar smáforrit sem nefnist Ást og frið-
ur: „Hér getur þú fengið leiðsögn í
núvitundarhugleiðslu og kærleiks-
æfingu. Þú kveikir á þessu heima hjá
þér og ég mun fara með þig í ferða-
lag. Síðan er hér músík frá Begga
Morthens sem þú getur bara sónað
út við. Svo bætum við við þetta bara
eftir þörfum. Þetta fer ókeypis í alla
síma í næstu viku. Þetta fer í Android
og Eplin. Með þessu erum við að gefa
öllum kost á því að bragða á þessu.“
Smáprósabók með sama nafni,
Ást og friður, kom svo út fyrir
skemmstu. Hún byggir á Facebook-
færslum hans frá því skömmu eftir
hrun. Þau fá þó aðra ásýnd þegar
þau birtast á prenti með fallegum
olíumálningaryrjum. „Ég er að byrja
þessar færslur um það bil sem hrunið
er að sigla inn. Ég varð fyrir miklu
fjárhagslegu áfalli í þessu hruni og
það fer í gegnum huga manns þessi
hugsun: á maður að fara í herklæð-
in og fara að kveikja elda og brjóta
rúður? Ég kann það alveg. Fljótlega
komst ég að þeirri niðurstöðu að það
sé ekki rétta leiðin, ekki fyrir mig,
og ákvað í staðinn að efla með mér
andlegt starf. Reyna að láta gott af
mér leiða og búa til öryggi fyrir mig
og mitt fólk. Stuðla að því að í minni
fjölskyldu og vinahópi að við mynd-
um reyna að byggja upp jákvætt
viðhorf til tilverunnar og horfa fram
á við. Færslurnar eru ekki neitt man-
ifestó eða pólitík, heldur meira að
sjá fegurðina í hversdagsleikanum,
gleðina og húmorinn. Maður finn-
ur til ábyrgðar þegar þú ert inni á
streyminu og átt 5.000 vini, maður er
nánast eins og fjölmiðill og hvað ætl-
ar maður að gera?“
Þetta er þó ekki það eina sem er
að gerast hjá Tolla um þessar mund-
ir, en hann opnar nýtt 150 fermetra
sýningarými að Hólmaslóð úti á
Granda í byrjun desember. „Við eig-
um þetta við hjónin, við rákum gall-
erí uppi á Laugavegi með frábær-
um árangri. Og það verður ekki aftur
snúið eftir þá reynslu. Það er auð-
vitað alveg geðveikt að hafa fengið
tækifæri til að vera með gallerí á
heitasta stað – þetta er flottasti gluggi
í borginni. En nú er ég með enn flott-
ara rými á ákjósanlegum stað. Það
má segja að Grandinn sé heitasta
hverfið því hérna er mikil grasrótar-
þróun. Kerfið er ekki svo mikið að
stýra þessu og umhverfið óviðjafn-
anlegt: höfnin, hafið, gamli slippur-
inn. Ungt fólk með frumkvæði af öllu
tagi er að koma sér fyrir í húsunum
hérna svo það er gaman að vera hluti
af þessu. Ég ætla að nota þetta fyrir
mig og svo langar mig að nota þetta
til að sýna unga listamenn. Ég vil
allavega vera með tvær sýningar á ári
með ungum listamönnum, tengjast
dálítið grasrótinni.“
Sagður of „commercial“
Sama dag og galleríið verður opnað
fara í sölu sérstök rúmföt frá Betra
baki sem Tolli hefur þrykkt mynd-
ir sínar á. „Minn vinnubakgrunn-
ur er bara þessi sjómennska og ég
kem með það viðhorf inn í mynd-
listina. Ég er tilbúinn að berjast fyr-
ir mig inn í rauðan dauðann og bara
geri það sem ég þarf að gera. Ég hef
alltaf starfað sjálfstætt. Ég hef verið
dálítið einskipa alla tíð. Ég veit að
það er mjög umdeilt. Það eru ekkert
allir sáttir við það hvernig samskipti
mín sem myndlistarmaður við sam-
félagið hafa verið. Mörgum af kolleg-
um mínum finnst framferði mitt oft
vera of „commercial.“ Ég er til dæm-
is fyrstur til að fara inn í Kringluna
með sýningu: Musteri Mammons,
og inni í Smáralind. Ég fer oft óhefð-
bundnar leiðir til að brjótast undan
milliliðunum. Ég hef rosalega gaman
af því sem ég er að gera. Ég hef rosa-
lega gaman af því að eiga samskipti
við samfélagið með myndlistinni og
mér finnst erfitt að eiga það undir
einhverjum og einhverjum sem er
misjafnlega innréttaður. Sjáðu þró-
unina. Við erum komin með fullt af
bjúrókratískum milliliðum sem eru
svona intellektúal afætur á mynd-
listarmennina, meðal annars sýn-
ingastjórarnir. Með fullri virðingu
og vinsemd fyrir þeim og þeirra
námi, ég er ekki að pönkast í þeim
persónulega, heldur sé ég þetta svo-
lítið pólitískt fyrir mér. Þetta gerir
það að verkum að myndlistarmenn
standa í röðum eins og menn á höfn-
inni í kreppunni, svo kemur sýninga-
stjórinn og pikkar út hverjir megi
vinna þennan daginn: þú og þú. Og
leið listamanna til að hafa frum-
kvæði að því að sýna og gera er auð-
vitað takmörkuð. En góðu fréttirnar
eru að fleiri og fleiri listamenn, aðal-
lega ungt fólk er að skipuleggja sig og
búa til úrræði. Það er þessi stöðuga
deila milli valdsins og grasrótarinnar
– og ég tek stöðu með grasrótinni.“ n
„Það var
dálítið erfitt
þegar hann var í
meðferðinni, það
var ekkert stuð að
hafa fyrir mig.
Hugleiðir
með föngum
Búddismi og
hugleiðsla
hefur hjálpað
Tolla að heila
sjálfan sig og nú
aðstoðar hann
fanga á Litla-
Hrauni að gera
slíkt hið sama.
Mynd Sigtryggur Ari
Hugarró í símanum Von bráðar verður hægt að ná í hugleiðslusmáforrotið Ást og friður
ókeypis í allar gerðir snjallsíma. Mynd Sigtryggur Ari