Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 36
Helgarblað 14.–17. nóvember 201436 Fólk Viðtal Þ egar blaðamaður hefur samband við Sif í gegnum Facebook daginn fyrir við- talið, þá varar hún við því að hún muni líklega hvá oft í spjalli okkar, enda sé hún hálf- heyrnarlaus á báðum eyrum eftir slæmt kvef. Blaðamaður er mjög meðvitaður um þennan krankleika þegar hann slær á þráðinn til henn- ar til London og undir það búinn að samtalið verði uppfullt af misskiln- ingi og endurtekningum. Búin að vera lasin í tvo mánuði Þegar Sif svarar glaðlega í símann er fyrsta spurningin því eðlilega hvort hún heyri eitthvað. „Jú, ótrúlegt en satt, þá heyri ég í þér. Þetta er búið að vera alveg fáránlegt,“ segir hún hlæjandi en er augljóslega ekki al- veg búin að jafna sig alveg á kvef- inu. Hún er búin að vera meira og minna lasin í næstum tvo mánuði, en er þó eitthvað að braggast. „Ég tók held ég bara aðeins of mikið út úr gleðibankanum á þessu ári. Það er búið að vera rosalega mikið að gera hjá mér og rosalega gaman. Ég er búin að skrifa mikið, með- al annars að klára bók fyrir jólin. Þegar allt þetta var búið þá var bara eins og ónæmis kerfið hefði hrein- lega hrunið og ég er búin að liggja í pestum síðan. Þessi nýjasta leiddi til þess að ég missti heyrn og reynd- ar bragðskynið líka sem er eigin- lega öllu verra því ég er svo mikill mathákur.“ Sif hlær að hrakförum sínum þó að hún sé frekar hnuggin yfir ástandinu. „Maður getur nefni- lega notað bragðskynið til að hugga sjálfan sig í eymdinni og því er leiðinlegt að missa það líka.“ Hún vonast til að geta risið upp úr pestarbælinu á næstu dögum, enda þarf hún að komast heim til Íslands að kynna nýjustu bók sína, síðara bindi Freyju sögu – Djásn. En um er að ræða framhald Múrsins, sem kom út á síðasta ári. Peningar eru tími Sif hefur alltaf verið hrifin af ævin- týrasögum og fantasíum og heillað- ist snemma af norrænni goðafræði, sem Freyju saga er einmitt byggð á. Þá hreifst hún af fantasíuhöf- undinum Philip Pullman og Freyju saga fór að þróast hjá henni í kjölfar þess að hún las bækurnar hans fyrir nokkrum árum. Þrátt fyrir að bækur Sifjar séu að einhverju leyti byggðar á norrænni goðafræði þá reynir hún samt að fela það, enda vill hún ekki að fólk viti hvernig sagan endar. „Mig langaði alltaf til að gera eitt- hvað með goðafræðina og þarna fékk ég tækifæri til að nota hana. Hún er samt sett í nútímalegan, fantasíu-, vísindaskáldsögubúning,“ segir Sif til að reyna að lýsa því um hvernig bókmenntir er að ræða. „Bókin gerist á Íslandi í mjög fjar- lægri framtíð. Í fallegri og nútíma- legri borg sem er full af gljáfægð- um háhýsum og fallegum hlutum en það kemur í ljós að undir sléttu og felldu yfirborðinu er ekki allt jafn fagurt.“ Sif segir bókina að hluta til fjalla um neysluhyggju. „Það er stund- um sagt að tími sé peningar, en peningar eru líka tími. Ef maður fer til dæmis út í búð og kaupir sér enn einn svarta kjólinn sem mað- ur á í mesta lagi eftir að nota einu sinni, þá er maður að láta af hendi tíma sinn. Hvort veitir manni meiri gleði, að eiga kjól sem hangir inni í skáp eða eiga góða stund með fjöl- skyldunni, stunda áhugamálin eða eyða tíma með sjálfum sér við að gera ekki neitt?“ Sif veit svarið við þessari spurningu, allavega hvað hana sjálfa varðar. Vill ekki vera sagt fyrir verkum Það hafði lengi blundað í henni að skrifa bækur í þessum dúr, eða al- veg frá því að hún hóf meistaranám í barnabókmenntum árið 2002. „Ég fór í námið því ég vissi að ég vildi skrifa barna- og unglingabækur, þannig þetta hefur blundað í mér mjög lengi.“ Freyju saga er þó ekki fyrsta framhaldssaga Sifjar því hún skrif- aði einnig unglingabækurnar Ég er ekki dramadrottning, sem kom út árið 2006, og Einu sinni var drama- drottning í ríki sínu, sem kom út árið 2007. En báðar bækurnar fengu mjög góðar viðtökur. „Alltaf þegar ég fer að lesa upp úr Múrnum eða Djásni í skólum, þá er ég alltaf spurð út í dramadrottninguna,“ segir Sif hlæj- andi. Bækurnar lifa því góðu lífi þrátt fyrir að nýir unglingaárgangar hafi tekið við lestrinum. „Maður gleym- ir því stundum að bækur lifa áfram á bókasöfnum. Þegar maður er rit- höfundur þá kemur maður með bók, kynnir hana og svo þarf maður bara að færa sig í næsta verkefni. Það kemur því alltaf skemmtilega á óvart hvað bækurnar lifa með lesendum og það eru alltaf að koma nýir og nýir lesendur með hverri kynslóð.“ Aðspurð hvort manneskja þurfi ekki að hafa ríkt ímyndunarafl til að geta skapað svona fantasíuheim líkt og hún gerir í Freyju sögu, segir Sif það líklega rétt. „Mér líður vel í hausnum á sjálfri mér. Ég er hálf- gerður einfari og finnst gott að sitja og hugsa og skrifa. Ég hef alltaf farið mínar eigin leiðir og þoli fátt verra en að vera sagt fyrir verkum. Þá er ágætt að vera sjálfstætt starfandi rithöf- undur,“ segir Sif hreinskilin. London heillaði snemma Hún er fædd og uppalin í Reykja- vík, nánar tiltekið í hverfi 103 við Kringluna, sem var einmitt opnuð þegar hún var níu ára. Eðlilega varð Kringlan því þungamiðja félagslífs barnanna og unglinganna í hverf- inu sem dvöldu þar öllum stundum. Þrátt fyrir að Sif sér Reykvíkingur í húð og hár þá er hún Lundúna- búi í hjartanu, og varð það í raun löngu áður en hún flutti til þangað. „Þegar ég fór í fyrsta sinn í frí með pabba og mömmu til London sem barn, þá ákvað ég að ég ætlaði að búa í London þegar ég yrði stór. Ís- land er samt alltaf heima og ég held Stjórnmálamenn vildu ritskoða Sif Sif Sigmarsdóttir vissi ung hvað hún vildi verða og hvar hún ætlaði að búa. Nú hafa báðir þessir draumar ræst. Hún býr í London, er að senda frá sér sína fjórðu bók og er strax byrjuð að vinna í annarri. Sif er einn beittasti pistlahöfundur landsins og fyrir nokkrum árum lenti hún í því að stjórnmála- menn reyndu að ritskoða skrif hennar. Blaðamaður sló á þráðinn til Sifjar í London og ræddi um lífið og tilveruna, draumana sem hafa ræst, tilraunir til ritskoðunar, nýju bókina og það sem framundan er. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is „Það er stundum sagt að tími sé peningar, en peningar eru líka tími.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.