Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 37

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Side 37
Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Fólk Viðtal 37 að það eigi við flesta Íslendinga sem búa í útlöndum.“ Þó að London hafi heillað hana unga þá leið henni vel í Reykjavík sem barn. „Ég átti góða æsku þarna í Kringlunni og vissi mjög fljótt að mig langaði til að breyta heiminum. Morgunblaðshús- ið var þarna rétt hjá og ég var stað- ráðin í að verða blaðamaður eða rit- höfundur. Það kom reyndar líka til greina að verða lögfræðingur eða stjórnmálamaður.“ Skömmuð fyrir að fylgja ekki flokkslínum Sif komst þó að því á háskólaárun- um að hún yrði líklega aldrei góð- ur stjórnmálamaður. Til þess er hún ekki nógu mikil hópsál og á erfitt með að taka þátt í að fylkja liði, hvort sem það er í stjórnmálum eða íþróttum. Hún starfaði þó bæði með Röskvu, samtökum félagshyggju- fólks við Háskóla Íslands, og Ungum jafnaðarmönnum, ungliðahreyfingu Samfylkingarinnar, á sínum tíma. „Ég átti erfitt með að fylgja flokkslín- um og fékk einu sinni símtal frá frammámanni innan flokksins sem húðskammaði mig fyrir að haga mér ekki rétt. Það var reyndar mikið hleg- ið að því á næsta bjórfundi unglið- anna. Partílega séð fann ég mig mjög vel þarna og það var gaman að starfa með ungliðahreyfingunni,“ segir Sif og hlær þegar hún rifjar þetta upp. Svo kynntist hún manninum sín- um í ungliðastarfinu þannig að það má segja að pólitíkin hafi leikið stórt hlutverk í hennar lífi. Þrátt fyrir að það henti henni ekki endilega að vera í ákveðnum flokki þá er hún mjög pólitísk og segir í raun varla annað hægt, ætli maður að taka þátt í samfélagslegri um- ræðu. „Ég trúi því að allt sé pólitík. Þessir litlu hlutir í lífinu sem okkur finnst ekki vera pólitík, eru í raun pólitík. Bara hvað mjólkin kostar úti í búð, það er pólitík. Það fer alveg rosalega í taugarnar á mér þegar fólk segist ekki hafa áhuga á pólitík. Þá hefur þú ekki áhuga á lífinu og sam- félaginu.“ 9 ára ritstjóri menningartímarits Sif las mikið sem barn og uppá- haldsstaðurinn hennar var Borgar- bókasafnið í Bústaðakirkju. Þá gerði hún líka ýmsar tilraunir með skrift- ir, en návígið við Morgunblaðshúsið virðist hafa veitt henni mikinn inn- blástur. „Ég fékk einu sinni þá hug- mynd þegar ég var níu ára að ég vildi gefa út menningartímarit. Þetta átti að vera menningarrit með smá- sögum, ljóðum og fíneríi. Mig vant- aði ritstjórn á blaðið og ég tók tvo yngri bræður mína í gíslingu og þeir áttu að vera blaðamennirnir mínir á meðan ég var ritstjórinn. Þeir höfðu samt engan áhuga á þessum áform- um mínum um að breyta heimilinu í útgáfufélag. Þeir vildu bara fá að vera í friði að spila Super Mario Bros. Þeir gerðu heiðarlega tilraun til að sleppa úr prísundinni en ég var mjög harður yfirmaður og þeir fengu ekki fara í tölvuna fyrr en ég var búin að kreista út úr þeim nokkur ljóð, sög- ur og myndir. Því miður kom bara út eitt tölublað af þessu riti því blaða- mennirnir mínir fóru í ævilangt verkfall.“ Hún er augljóslega stolt af metnaðinum í henni sem barn og skemmtir sér við að rifja þetta upp. Festir sig ekki í nostalgíu Sif er fædd árið 1978 og hún hlær þegar blaðamaður hefur orð á því að hún sé kornung kona. Henni finnst hún sjálf vera mjög ung, líkt og blaðamanni sem er fjórum árum yngri. Hlátur hennar gefur þó til kynna að við séum vaðandi í villu og lifum hugsanlega báðar í ung- æðislegri blekkingu hvað aldurinn varðar. „Þetta er allt afstætt, en mér er sagt að ég sé ekki jafn ung og ég tel mig vera. Ég er samt ung í anda og það er það sem skiptir mestu máli.“ Á milli þess sem Sif stundaði Kringluna sem barn og unglingur sótti hún nám í Hvassaleitisskóla. Þaðan lá leiðin í Menntaskólann í Reykjavík og síðar sagnfræði við Há- skóla Íslands. Hún segir það hafa legið í genunum að fara í MR þrátt fyrir að Verslunarskólinn hafi verið þarna rétt við Kringluna, en faðir hennar gekk í MR. Menntaskólaárin voru skemmtilegur tími í lífi Sifjar en hún segist þó aldrei festast í nostal- gíu einhverra tímabila. „Það eru svo margir sem hanga í menntaskóla- árunum eins og þau hafi verið há- punktur lífsins, en ég er meira fyrir það að færa mig yfir á næsta stig og njóta þess. Ég vil líka meina að við séum alltaf á leiðinni upp á við. Ef maður hangir í fortíðinni þá er ekk- ert skemmtilegt framundan. Þegar ég fór í háskóla þá fannst mér það skemmtilegra en menntaskólinn og þegar ég fór svo út á vinnumarkað- inn þá var það ennþá skemmtilegra. Ef maður er ekki með það hugarfar þá held ég að lífið geti orðið svolítið neikvætt og leiðigjarnt.“ Aðspurð hvort líf hennar hafi þá alltaf verið dans á rósum, uppfullt af gleði og hamingju, segir hún að það líti í raun út fyrir það. „Ég get allavega ekki kvartað, ég viðurkenni það,“ seg- ir hún hálfafsakandi við blaðamann- inn sem að sjálfsögðu ætlar sér að komast inn í hennar innstu hugar- fylgsni og svipta hulunni af myrkustu leyndarmálunum. Draumarnir molnuðu Blaðamennskudraumar Sifjar rættu- st mjög snemma. Það liðu ekki mörg ár frá því að hún var lítil stúlka sem gjóaði augunum í átt að Morgun- blaðshúsinu, þangað til hún var komin þangað inn og sest við skrif- borð. „Ég byrjaði mjög ung að daðra við fjölmiðla. Fékk vinnu á Morgun- blaðinu rétt rúmlega tvítug og var rosalega montin með það. Svo mætti ég fyrsta daginn minn, geðveikt góð með mig, komin með draumastarf- ið rétt tvítug. En ég fann hvernig draumar mínir molnuðu þegar mér var úthlutað fyrsta verkefninu. Ég ætlaði auðvitað að breyta heimin- um, en fyrsta fréttin sem ég átti að skrifa var um ágang sílamáva á fugla- líf á Tjörninni. Mér fannst ég ekki vera að breyta heiminum neitt rosa- lega mikið með því.“ Þrátt fyrir að Sif geri grín að þessu fyrsta verkefni sínu þá segist hún bera mjög mikla virðingu fyrir blaðamönnum og öllu þeirra starfi. Hvort sem það snýr að umfjöllun um sílamáva á Tjörninni eða ein- hverju öðru og meira. Hvort sem þeir eru að breyta heiminum, eða ekki. Að hennar mati fá blaðamenn ekki nógu mikla viðurkenningu fyrir störf sín. Henni finnst stundum eins og fólk sé búið að gleyma mikilvægi fjórða valdsins og hve mikið aðhald það veitir í samfélaginu. Reynt að þagga niður í henni „Stjórnmálamenn virða síst af öllum þetta fjórða vald og ég óttast mjög ritskoðunartilburði stjórnmála- manna. Þeir reyna allt til að þagga niður í fjölmiðlum sem þeim líkar ekki. Þeir mæta ekki í viðtöl ef þeim finnst miðillinn ekki nógu hliðhollur flokknum þeirra. Ég hef persónulega reynslu af því að stjórnmálamenn hafi reynt að ritskoða það sem ég skrifa. Það var rosalega óhugnanleg upplifun. Í kjölfarið þá þurfti ég að berjast gegn einhvers konar innri rit- skoðun. Ég þarf svolítið að passa mig núna að fara ekki of mjúkum hönd- um um ákveðna aðila bara af því þeir hafa reynt að láta taka mig af dag- skrá og gætu reynt það aftur. Þetta er mjög alvarlegt mál,“ segir Sif, en tekur fram að þetta hafi ekki gerst á þeim fjölmiðli sem hún skrifar pistla fyrir í dag. „Tjáningarfrelsið er einn hornsteinn lýðræðissamfélaga og við verðum að verja það með kjafti og klóm,“ bætir hún ákveðin við. Sif hefur reynt að láta þetta atvik frekar tvíefla sig við skrifin frekar en hitt, en viðurkennir að svona lagað setji strik í reikninginn. Áðurnefnd innri ritskoðun geti nefnilega verið varasöm. „Það er alltaf lítil rödd í hausnum á mér sem spyr mig hvort ég nenni að hjóla í þennan. Maður verður að reyna að berjast gegn því, ekki hlusta á þessa litlu rödd. Ég er bara í hlutastarfi sem pistlahöfund- ur þannig að það er ekki allt undir hjá mér, en hjá fólki sem hefur það að aðalstarfi að vera pistlahöfundur eða blaðamaður þá getur verið erf- iðara að gefa skít í hlutina og segja hvað sem er.“ Stolt af Handtöskuseríunni Sif hefur verið viðloðandi fjölmiðla alveg frá því hún kom tvítug inn á Moggann, fyrst sem blaðamaður og síðar pistlahöfundur. Nú skrifar hún fasta pistla í Fréttablaðið, en hún hóf pistlaskrif þegar hún var við nám í Bretlandi, þá fyrir Viðskiptablað Moggans. Henni finnst skemmtilegt að pistlarnir hafi verið staðsettir þar því hún hafi aldrei verið mikil við- skiptakona. „Það var reyndar tengt því að ég stofnaði litla bókútgáfu sem gaf út þýddar skáldsögur eftir konur. Það var ákveðinn kynjahalli í þýðingum á Íslandi. Það var miklu meira þýtt eftir karlmenn en konur og þessi bókaútgáfa átti að reyna að tækla þennan vanda. Hún heitir Handtöskuserían og gekk mjög vel. Forlagið keypti hana fyrir nokkrum árum og hún er ennþá til. Ég er mjög stolt af þessu framtaki og stolt af því að hafa komið út nokkrum þýddum bókum eftir konur og þannig aukið hlut kvenna í þýddum bókmennt- um.“ Fæddi bók og barn á svipuðum tíma Sif ílengdist í Bretlandi eftir að hafa klárað nám sitt í barnabókmennt- um við University of Reading, og hefur enn ekki komið heim. Æsku- draumurinn um búsetu í London rættist fyrir nokkrum árum þegar hún og maður hennar fluttu frá Ipswich í höfuðborgina. Maðurinn hennar rekur hugbúnaðarfyrirtæki sem er með starfsemi í Bretlandi og á Íslandi, þannig að þau eru bæði með annan fótinn heima á Íslandi. Sif kann ágætlega við það fyrirkomulag, þrátt fyrir að það kosti tölverð ferða- lög á milli landa. Þau hjónin eignuðustu sitt fyrsta barn á síðasta ári, aðeins tveimur mánuðum áður en fyrri hluti Freyju sögu kom út. Hún viðurkennir að það hafi verið töluverð vinna að fæða barn og bók á svipuðum tíma. „Ég var einmitt að kynna bókina með barnið á brjósti og þetta var alveg púl, en það tókst.“ Hún segir það hafa komið sér vel að maðurinn hennar gat stýrt vinnutíma sínum sjálfur og sá hann um dótturina á meðan hún þvældist um landið með kynningar. Sjálfselska stundum nauðsynleg Fjölskyldunni líður vel í London og þau eru ekkert á leiðinni heim þó að barn sé komið í spilið. Sif kann vel að meta lætin og mannmergðina í stórborginni. „Maður verður að vera svolítið sjálfselskur og búa þar sem maður sjálfur vill búa, frekar en að hugsa hvort barnið vilji búa í Reykjavík eða ekki. Ég hef annars ekki hugmynd um hvort hún vill það. Maður verður að gera það sem gerir mann sjálfan hamingjusaman. Annars á barnið óhamingjusama móður og það er ekkert frábær upp- skrift.“ Sif segir þau hjónin hafa lagt hart að sér til að komast á þann stað sem þau eru á í dag og það var ekk- ert sjálfgefið að allt gengi upp. „Við höfum alveg haft fyrir því að gera hlutina eins og við viljum hafa þá. Með þrautseigju og þrjósku þá tókst okkur að læsa klónum í það sem okkur langaði til að gera. Það var púl fyrst þegar við ákváðum bæði að við ætluðum að ráða okkur sjálf. Að maðurinn minn ætlaði að stofna fyrirtæki og ég ætlaði að verða rit- höfundur. Það er ekki skynsamleg- asta leiðin. Foreldrar manns myndu eflaust ekki ráðleggja manni að fara þessa leið. Ég myndi til dæmis aldrei ráðleggja dóttur minni að gerast rit- höfundur eða atvinnurekandi,“ seg- ir hún hreinskilin. Þarf að sækja draumana Það kann að hljóma eins og Sif svífi um á bleiku skýi og upplifi alla sína drauma, en hún viðurkennir að það komi öðru hverju fyrir að hún hugsi hvort þetta sé of mikið hark. „Maður þarf bara að komast yfir það og svo lengi sem maður gefst ekki upp þá hefst þetta allt saman á endanum. Maður þarf að kreista eigin drauma út úr lífinu. Maður getur ekki bara beðið eftir að þeir gerist. Draumarn- ir rætast ekki, maður þarf að fara og sækja þá.“ Sif segir mjög auðvelt að festast í skynsamlegum lifnaðarháttum, ef svo má að orði komast, og gleyma að elta drauma sína. Gleyma sjálf- um sér og fara frekar að lifa eftir því hvernig öðrum finnst maður eigi að lifa. „Maður lifir bara einu sinni og ég er þeirrar skoðunar að maður verði að gera það sem maður getur til að fá sem mest út úr þessu lífi.“ Hún reynir að lifa lífi sínu lausu við eftirsjá og gera alltaf það sem hana langar til að gera. „Það hefur geng- ið fram að þessu en það mun eflaust einhvern tímann koma að því að ég lít til baka og hugsa með mér að ég vildi að ég hefði gert eitthvað öðru- vísi.“ Fær panikkköst í hverri viku Þrátt fyrir að Sif hafi nýlokið við að skrifa bók og sé að fara í fullt á kynn- ingar á henni þá er hún strax byrj- uð að vinna í annarri. „Maður verð- ur alltaf að hafa eitthvað í vinnslu, annars staðnar maður,“ útskýrir hún, en um er að ræða aðra ung- lingabók. Aðspurð viðurkennir hún þó að það sé farið að kitla hana að skrifa líka fyrir fullorðna. „Undan- farið hefur gerjast draumur í mag- anum á mér um að skrifa skáldsögu fyrir fullorðna. Ég sagði alltaf að ég ætlaði að halda mig við unglinga- bækurnar en núna verð ég að éta orð mín og vona að einhvern tíma gefist tími og rúm í það.“ Sif segist allavega ekki skorta hugmyndir eins og er. „Það er reyndar minn stærsti ótti að verða uppiskroppa með hugmyndir en þær koma allavega ennþá. Ég er með vikulega pistla í Fréttablaðinu og í hvert einasta skipti sem ég sest niður og skrifa á pistil þá hugsa ég „ónei, ég fæ ekki hugmynd í þessari viku, hvað á ég að skrifa um?“ En ég er búin að skrifa mörghundruð pistla þannig það ætti að liggja fyrir að þetta reddast. Mér tekst samt alltaf að fá svona lítið panikkkast í hverri viku,“ segir Sif, þessi afkasta- mikli pistla- og rithöfundur að lok- um. n „Maður þarf að kreista eigin drauma út úr lífinu Upplifir drauminn í London Sif segir nauðsynlegt að sækja drauma sína. Þeir komi ekki upp í hendurnar á manni. Við heimili Georges Orwell Sif er mikill aðdáandi Orwells og neyðir alla sem heimsækja hana til London í pílagríms- ferð að húsinu sem hann bjó í.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.