Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 38
Helgarblað 14.–17. nóvember 201438 Neytendur Jóla Gull er besti jólabjórinn í ár n Dómnefnd DV fór í gegnum 16 tegundir af jólabjór n Kemur í Vínbúðir í dag n Sigurvegarinn í fyrra beið afhroð E gils Jóla Gull er besti jóla- bjórinn í ár samkvæmt niðurstöðu jólabjórsmökk- unar DV. Jóla Gull hafði nokkra yfirburði í bragðpróf- un DV en næstbesti bjórinn í ár að mati dómnefndar þykir Þvörusleik- ir. Sigurvegarinn í smökkun DV í fyrra, Gæðingur jólabjór, beið af- hroð í ár. Sala á jólabjór í Vínbúðunum hefst í dag, föstudaginn 14. nóv- ember, en margar tegundir hef- ur verið hægt að finna á öldurhús- um og veitingastöðum síðastliðna viku. Tímasetningin fyrir árlega bjórsmökkun DV var því fullkomin. Aldrei fyrr hafa jafn margar tegund- ir verið prófaðar í könnun DV enda úrvalið á Íslandi líklega aldrei ver- ið jafnmikið. Ljóst er að úr vöndu er að ráða fyrir neytendur og áhuga- fólk um hátíðarbjór í ár. Bjórsmökk- un DV telur 16 tegundir, þar af 14 ís- lenskar. Valinn dómari í hverju rúmi Dómnefndina að þessu sinni skip- uðu þau Stefán Baldvin Guðjóns- son, eigandi Vínsmakkarans og einn fremsti vínþjónn landsins, Elín Oddný Sigurðardóttir, ein af stofn- endum Félags íslenskra bjóráhuga- kvenna, Eymar Plédel Jónsson, sjálf- skipað bjórnörd og einn stofnenda Bjórakademíunnar, Gunnar Sig- urðarson, sjónvarpsmaður, grínisti og áhugamaður um bjórdrykkju, og Berglind Pétursdóttir, betur þekkt sem Berglind Festival-gif-drottn- ing, dansari og sjálftitlaður bjórsér- fræðingur. Dómnefndin er því hár- fín blanda af fagfólki og fulltrúum alþýðunnar. Bjórsmökkunin fór fram í hús- næði Vínsmakkarans, Vín- og öl- stofu, á Laugavegi 73. Blint próf Við undirbúning smökkunarinnar leitaði DV til bjórframleiðenda hér á landi sem áður hafa tekið þátt og óskaði eftir sýnishornum af þeim jólabjór sem þeir yrðu með á boðstólum í ár. Allir tóku þeir mjög vel í það að vanda og kann DV þeim öllum bestu þakkir fyrir góðar við- tökur og aðstoð, enda var fyrirvar- inn stuttur. Smökkunin sjálf var sem fyrr blind og vissi dómnefndin ekki hvaða bjór hún væri að bragða hverju sinni. Hver og einn skráði síðan niður einkunn á bilinu 0–10 og umsögn sína fyrir hvern og einn bjór. Hver með sínum stíl og áhersl- um. Við ákvörðun á þeirri röð sem bjórarnir voru bornir fram var ákveðið að draga tegundir úr hatti sem blaðamaður sá um að fram- kvæma. Að sjálfsögðu var hver bjór borinn fram kaldur. Eins og sjá má var dómnefndin afar kröfuhörð í ár og enginn slaki gefinn í einkunnargjöf eins og sjá má á því að vinningsbjórinn fær 7,6 í meðaleinkunn en aðrir eiga í stök- ustu vandræðum með að halda sér réttu megin við miðlínuna. n Sigurður Mikael Jónsson mikael@dv.is Egils Jóla Gull Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson Styrkleiki: 5,4% Stefán: Negull, kanill, beiskja og brenndir humlar. Langt, beiskt eftirbragð. Elín: Reyktur, hugrenningartengsl við torf og taðreykt hangikjöt. Síðan fær maður toffee að hætti ömmu í desert, á góðan hátt. Kemur skemmtilega á óvart. Eymar: Fín lykt. Kandís og maltkeimur. Krydd og fínn jólafílingur í þessu. Berglind: Eftirbragðið er eins og kanilstöng í kokinu. Annað hef ég ekki um málið að segja. Gunnar: Hver vill ekki feðra svona? Þetta er eitthvað nær jólunum. Hó, hó, hó. Þvörusleikir Framleiðandi: Borg brugghús Styrkleiki: 7,0% Stefán: Greni, brennd dekk, þurrt, beiskt og rammt. Langt beiskt eftirbragð. Ekki fyrir mig. Elín: Jól, fínt jafnvægi og góð fylling. Léttar nótur af jörð og malti. Mæli með þessum. Eymar: Böns af humlum. Geggjuð lykt. Virkilega gott stöff. Myndi kaup'ann og slatta af honum. Berglind: Ef þú drekkur til að þefa er þessi tilvalinn. Mikil hátíð fyrir nefið. Sérstakt bragð, mikið og alveg gott bragð, en já, já, bara kúl. Bara einn svona í einu. Gunnar: Vissulega hef ég brennt margan bragð- laukinn en þessi er aðeins of mikið, fjandinn. Steðji jólaöl Framleiðandi: Steðji Styrkleiki: 6,0% Stefán: Svartur Panda-lakkrís og greni. Beiskar saltpillur með smá dökkt súkkulaði í bakgrunni. Langt eftirbragð. Elín: Mold, lakkrís, þó furðulega léttur mið- að við hvað hann er dökkur. Örlítil beiskja sem samsvarar sér þó vel, góð fylling. Eymar: Mikil lykt, lakkrís, karamella og létt ristað. Nóg að gerast í þessum. Berglind: Hélt fyrst að þetta væri kaffi en væri líka til í að nota þennan sem ilmvatn eða baða mig í honum. Ævintýralegur bjórregnbogi. Algjör stemming. Gunnar: Eflaust einhverjir dökkbjórasjúk- lingar sem vessa í sig af þessum en rembingur- inn í þessu fer með mig langt yfir jólahátíðina. 7,6 1 7,1 2 7,0 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.