Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 39

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 39
Neytendur 39Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Jóla Bock Framleiðandi: Vífilfell Styrkleiki: 6,2% Stefán: Brenndir humlar, svo- lítið rammt, bitter eftirbragð. Elín: Góð fylling, rétta jólastemmingin. Jólalegur og góður litur, tekur sig vel út í glasi. Brenndur og jólalegur. Eymar: Lítil lykt, ristaðir tónar samt þarna einhvers staðar bak við. Ágætis stöff. Berglind: Gott brennt bragð, svolítið eins og ristuð brauðsneið sem gleymdist í brauðristinni. Sætur og góður, alveg eins og ég. Gunnar: Gott ef maður tendrar ekki gott aðventukerti með þessum. Hó, hó, hringjum inn jólin. Jólabryggj Framleiðandi: Föroya bjór Styrkleiki: 5,8% Stefán: Létt, þægilegt, karamella og negull. Gott en stutt eftirbragð. Elín: Möndlur og hnetur. Hentar vel þeim sem vilja komast í jólagírinn án þess að hafa bjórinn of þungan. Eitthvert eftirbragð sem er að trufla mig. Eymar: Fín lykt. Léttir humlar og smá maltkeimur. Léttur en þó ágætlega bragðmikill. Berglind: Mikið jólabragð. Er þessi búinn til úr jólatrjám? Gunnar: Jú, jú, það er virkilega hægt að skilja hugmynda- fræðina bak við þennan en hún gengur ekki upp að mínu mati. Thule jólabjór Framleiðandi: Vífilfell Styrkleiki: 4,6% Stefán: Karamella, ristað brauð. Létt, frekar bragð- lítið. Elín: Einhver klassík og dönsk stemming. Gott fyrir þá sem vilja klass- ískan og lítið krefjandi jólabjór. Eymar: Lítil lykt. Minna bragð. Ekki gott. Berglind: Ef ég væri þessi bjór væri ég mjög leið að koma á eftir þessum ævintýradrykk (almáttugur Steðji). Vatnskenndur og vantar í hann alla jólatónlist. Gunnar: Sumir kunna að segja: „Hvað, fannst þér þessi góður?“ Ég svara: „Nei … eða já. Líkaminn minn þekkir þetta og ber söguna vel.“ Jólabjór Ölvisholt Framleiðandi: Ölvisholt Styrkleiki: 5,0% Stefán: Grösugt með greni, og humlar. Smá sítrus í bakgrunni. Mjög ferskt og gott. Elín: Nýslegið gras, greni og moldarkeimur. Skemmtilegur balans og góð fylling. Hentar þeim sem eru í meira krefjandi bjórum. Eymar: Léttkryddaður ilmur. Fín jól í þessum. Svolítið léttur en annars alltílagi. Smá kemískt bragð sem er ekki kúl. Berglind: Hvílík jörð í einum drykk. Finnst ég tengjast Ís- landi upp á nýtt í hverjum sopa. En Ísland er líka smá hallærislegt og pirrandi. Gunnar: Ilmurinn úr eldhúsinu, hann er heillandi. Bragðið er ekki síðra. 6,9 4 6,6 5 6,4 6 Steðji Jólabjór Framleiðandi: Steðji Styrkleiki: 5,3% Stefán: Léttur, karamella, kanill og ristaðar hnetur. Gott en stutt eftirbragð. Elín: Jól í glasi. Rauð- legur blær, fer vel í glasi. Góð froða. Brenndar möndlur, gott, langt og fullt eftirbragð. Eymar: Lyktar ekki vel. Nánast ekkert bragð nema í lokin. Berglind: Ég gæti örugglega drukkið nokkra svona og það eru sannkölluð jóla-með- mæli. Þetta er næs bjór. Gunnar: Kannski, jú, alveg klárlega. Ég myndi alltaf bjóða góðum vinum einn slíkan ef þannig lægi á þeim. Virkilega kunnuglegur bjór sem líkaminn þekkir. En jólin? … tjah. Malt jólabjór Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagrímsson Styrkleiki: 5,6% Stefán: Brenndir humlar, ristaðar hnetur, karamellur. Elín: Ég hugsa um ömmu og malt og appelsín. Ekki alveg minn tebolli en örugglega gott fyrir þá sem það fíla. Maltlegur með sætu eftirbragði. Eymar: Svolítið sætur. Of sætur fyrir mig. Berglind: Fékk áfall þegar ég sá litinn, er ekki fyrir svona dökkan en þessi var frekar bragðdaufur. Yrði frekar leið ef ég þyrfti að drekka marga svona. Samt alveg ljúfur, æ, þú veist. Gunnar: Hef hreinlega ekki hug- mynd í hvora áttina þessi er að fara. Og þegar varla er hægt að gera greinarmun á því hvaða hátíð er að ganga í garð þá verð ég smeykur. Doppelbock Framleiðandi: Einstök ölgerð Styrkleiki: 6,7% Stefán: Kanill, negull, karamella, smá beiskja í bakgrunni. Elín: Lakkrís, pínu brennt og möndlufílingur. Góður keimur og eftirbragð. Eymar: Sætur maltkeim- ur. Krydd í lokin. Ekkert spes. Berglind: Aðeins of mikið eins og gamalt glas af Malti. Gunnar: Virkilega fín lína á milli rembingsjóla og ekki, eða næstum. Jú, jú. Þetta er eitthvað. Jóli hátíðaröl Framleiðandi: Ölvisholt Styrkleiki: 6,3% Stefán: Lyktar eins og gamalt jólatré með mjög beiskt eftir- bragð. Elín: Ágætis öl í dekkri kantinum. Vantar þó allan jólasjarma. Ég segi -Nei, nei, ekki um jólin. Eymar: Kryddaður og ein- hver grenigaur þarna líka. Of mikið krydd í bragði samt. Skamm. Berglind: Þetta er aðeins of fullorðins fyrir mig. Jólin eru hátíð barnanna, ekki fullorðinna. Gunnar: Mögulega, ef tekið er tillit til þess að þetta er dökkur bjór, þá er þetta bara allt í lagi. Getur verið að ég sé búinn að smakka of marga, en … Víking Jólabjór Framleiðandi: Vífilfell Styrkleiki: 5,0% Stefán: Meðalþungt með ferskum humlum og negul. Stutt eftirbragð. Elín: Í ljósari kantinum. Vantar allan kraft. Kem- ur mér ekki í jólagírinn. Eymar: Ekki að gera mikið fyrir mig. Vantar bragð og lykt. Berglind: Bragðlaus, nema smá loftbragð af honum. Veit ekki hvort það sé það sem ég er að leita að í jólabjórdrykkju. Gunnar: Þetta er ekki að tendra jólabarnið mitt litla. Blessað jólabarnið. Gæðingur Ýlir Framleiðandi: Gæðingur öl Styrkleiki: 5,6% Stefán: Súrhey, sveita- lykt, stutt súkkulaði- og smjörlykt. Ekkert sérstakt. Elín: Ruglandi sam- setning af karamellu og reyk. Kemur mér ekki í hátíðarskap. Veit hreinlega ekki hvert þessi bjór er að fara. Eymar: Ekki góð lykt. Bara alls ekki. Myndi ekki klára þennan. Berglind: Oj, maður! Bjór sem eyðileggur jólin. Gunnar: Úff, þetta er leiðinlegur bjór. Gæðingur Jólabjór Framleiðandi: Gæðingur öl Styrkleiki: 4,6% Stefán: Ristaðar valhnetur, negull. Blómakennt, ferskt með miðlungslangt eftirbragð. Elín: Frekar leiðinlegur bjór, lítið afgerandi og lítið eftirminnilegur. Eymar: Það eru grænar Ora-baunir í lyktinni! Það er viss nálgun á jóla-eitthvað en virkar ekki fyrir mig. Berglind: Þetta er næst- síðasti bjórinn svo ég er alveg á skallanum en þessi bjór er allt í lagi. Myndi ekki fá mér hann með jólamatnum samt. Kannski einn ylvolgan að morgni nýársdags. Gunnar: Var þetta bjórinn sem ég var að smakka áðan? (Gæðingur Ýlir). Leiðinlegur bjór. Jóla Kaldi Framleiðandi: Bruggsmiðjan Styrkleiki: 5,4% Stefán: Leður-, lím- og trélykt. Biturt, kryddað og frekar stutt eftirbragð. Elín: Smjör og eitthvað skrýtið. Skil hann ekki. Minnir á Toffee Crisp. Eymar: Ekki góð lykt og bjórinn frekar óspennandi. Berglind: Sonur minn fær svona bjór í skóinn þegar hann er óþægur. Ágætt, hrátt kartöflubragð. Gunnar: Alltof, alltof, alltof mikið. Ég nenni þessu ekki. Tuborg Julebryg Framleiðandi: Ölgerðin Egill Skallagríms- son Styrkleiki: 5,6% Stefán: Léttur negull og karamella. Smá brenndur. Elín: Lítill kraftur. Ekki nógu mikil „Jól“. Hent- ar eflaust þeim sem vilja eitthvað „léttara“. Eymar: Maltaður keim- ur. Leiðinleg beiskja. Ekki minn tebolli. Berglind: Lyktar eins og hinn almenni bjór pöpulsins á barnum. Bragðast álíka. Boring. Ég vil meiri jól. MEIRI JÓL! Gunnar: Þarna er ég pínu kominn til Englands. Eitthvað ágætt eftir tapleik en ekkert til að fara úr að ofan fyrir. 6,3 7 5,9 8 5,6 9 5,4 10 4,8 11 4,6 12 4,5 13 3,9 14 3,8 15 2,2 16 Sigurvegarar fyrri ára Tuborg sigrað í tvígang 2013 Gæðingur 2012 Steðji 2011 Tuborg Julebryg og Einstök 2010 Viking Jóla Bock 2009 Tuborg Julebryg Jólabjórinn sívinsæll n Samkvæmt upplýsingum frá ÁTVR seldust 616 þúsund lítrar af jólabjór í Vínbúðunum í fyrra. Það var ríflega 7 prósenta aukning frá árinu 2012. Á vef Vínbúðanna segir að í ár verði boðið upp á 36 mismunandi vörunúmer af 29 tegundum jólabjórs. „Ætlar þú að klára þetta?“ Gunnar beitti alltaf-klára-úr-glasinu-aðferðinni í sinni nálgun við dómarastörfin, sessunautum sínum, Berglindi og Elínu, til mikillar kæti. Þefað, bragðað og skráð Stefán og Eymar voru fagmennskan uppmáluð við smökkunina. Kröfuhörð dómnefnd skálar Stefán, Eymar, Gunnar, Berglind og Elín unnu það mikla þrekvirki að bragða á og dæma 16 tegundir af jólabjór fyrir DV þetta árið. Dómnefndin gaf engan afslátt af gæðakröfum sínum og refs- aði miskunnarlaust með einkunnagjöf sinni ef henni mislíkaði eitthvað. Niður- staðan er þó skýr. Myndir SiGtryGGur Ari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.