Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 45

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 45
Lífsstíll 45Helgarblað 14.–17. nóvember 2014 Gæði fara aldrei úr tísku Losaðu þig við vonda lykt úr eldhúsinu Hver kannst ekki við að finna vonda lykt í eldhúsinu en átta sig ekki alveg á því hvaðan hún kem- ur. Fyrstu viðbrögð eru yfirleitt að athuga ruslið og fara með það út. Næsta skref er að kíkja í ísskápinn og kanna hvort þar er eitthvað skemmast. Ef sú er ekki raunin og lyktin er viðvarandi, gæti verið góð hugmynd að kanna stöðuna á eldhúsvaskinum. Eða niðurfall- inu öllu heldur. Hvort sem þú ert með rusla- kvörn eða ekki í vaskinum þá geta safnast fyrir alls konar matarleif- ar við niðurfallið og efst í rörun- um. Þegar þessar matarleifar fara að mygla gýs upp vond lykt sem hverfur ekki þrátt fyrir að vatn sé látið renna af krafti í vaskinn. Til að losna við mygluna, bakteríurnar og lyktina er gott ráð að hella úr einum bolla af matarsóda og öðrum af ediki ofan í niðurfallið og leyfa því að malla í um tíu mínútur. Því næst skaltu hella sjóðandi vatni í vaskinn og skola þannig matar- sódann og edikið burt. Ef þú ert með ruslakvörn er gott að setja tvo bolla af klaka og einn af salti ofan í kvörnina. Láta svo kalda vatnið renna á með- an kvörnin er í gangi, þangað til klakinn er horfinn. Til að fá jafn- framt góðan ilm í eldhúsið má til dæmis setja appelsínu- eða sítrónubörk ofan í kvörnina. Frasar sem á ekki að nota Áhrifamikið fólk verður að gæta hvernig það talar Þ að er mikilvægt að áhrifa- mikið fólk tali á heilbrigð- an hátt, bæði af öryggi og auðmýkt. Áhrifamikið fólk verður að vera traust- vekjandi, tala frá hjartanu og veita öðrum innblástur með orðum og gjörðum. Hér eru dæmi um frasa sem áhrifamikið og valdamikið fólk ætti aldrei að láta út úr sér. Ef þú vilt auka völd þín eða hafa áhrif á fólk í kringum þig ættir þú að nýta þér þessar ábendingar og fara eftir þeim. 1 „Bara af því þetta hefur alltaf verið gert svona“ Skelfileg setning sem ætti aldrei að nota sem afsökun fyrir einhverju. Þú átt frekar að spyrja af hverju hlutirnir eru eins og þeir eru og hvort hægt sé að bæta þá á ein- hvern hátt. Áhrifamikið fólk á að hugsa hvernig færa megi málin á annað stig og ekki vera hrætt við að rugga bátnum þó að hann sé stöð- ugur. Sérstaklega ef hann stefnir stöðugt í ranga átt. 2 „Í sannleika sagt“Þetta orðaleg er ekki væn- legt til að auka trúverðugleika eða gegnsæi. Með því að nota þennan frasa dregur þú frekar úr trúverð- ugleika en hitt. Fólk efast frekar ef þú reynir of mikið að sannfæra það. Þú átt alltaf að segja öllum sann- leikann, án þess að tilkynna um að sannleika sé að ræða. Þannig vinn- ur þú þér inn traust og fólk fer að líta upp til þín. 3 „Ekki mitt vandamál“Algjörlega bannað ef þú ætlar að ávinna þér virðingu og áhrifa- mátt. Áhrifa- og valdamikið fólk á að sækjast eftir vandamálum til að leysa og áskorunum. Þú átt frekar að segja: „Ég tek þetta verkefni að mér“ eða „Ég ræð við þetta“. Þú verður að sýna fram á að þú ráðir við erfið og krefjandi verkefni til að vinna þér inn traust og öðlast völd. 4 Ekki tala niðrandi um aðraÁhrifamikið fólk ætti aldrei að tala niðrandi um annað fólk eða reyna að sverta mannorð á ein- hvern hátt. Ekki koma af stað slúð- ursögum eða smjatta á slúðri, það er mjög ófagmannlegt. Einblíndu frekar á það jákvæða í náunganum og komdu fram við fólk eins og þú vilt að komið sé fram við þig. 5 „Þetta er ómögulegt“Það er ekkert ómögulegt og því ætti aldrei að láta þessi orð falla. Reyndu að byggja upp ónæmi fyrir því þegar fólk segir þetta við þig. Það á enginn að gera að engu drauma þína með þessum orðum. Ef allir gæfust upp við að heyra þessi orð þá hefðu varla orðið mikl- ar framfarir í heiminum. Mundu bara að þú getur allt, ef viljinn er fyrir hendi. 6 „Svona er þetta bara“Þetta lýsir uppgjöf. Áhrifamik- ið fólk ætti aldrei að gefast upp og því er þessi frasi alveg glataður. Með því að láta þessi orð falla ertu búin/n að ákveða að sætta þig við einhverj- ar aðstæður sem eflaust er hægt að breyta til hins betra. Reyndu frekar haga málum þannig að þér og fólk- inu í kringum þig líði vel. Ekki sætta þig við aðstæður af því þú heldur að svona sé þetta bara. 7 „Ég vinn ein/n“Ef þú vilt algjörlega gera út af við feril þinn þá máttu endilega halda þessu til streitu. Í dag vinn- ur fólk saman og nær þannig há- marksárangri. Að útdeila verk- efnum og þora að spyrja er alltaf jákvætt. Aldrei láta stolt þitt koma í veg fyrir að þú spyrjir ráða. Það er ekki veikleikamerki að vita ekki allt, það er veikleikamerki að veigra sér við að spyrja. 8 „Ég er búin/n að fá nóg af þessu“ Það er hálfgerð dauðasynd hjá áhrifa- og valdamiklu fólk að kvarta yfir einhverju. Þegar þér finnst þú þurfa að kvarta reyndu þá frekar að finna farsæla úrlausn á umkvörtun- arefninu. Það er mun heilbrigðari aðferð og þér líður betur. Þannig öðlast þú líka meiri virðingu. 9 „Mér er sama hvað þeim finnst“ Það er stundum sagt að maður eigi ekki að hlusta á hvað öðrum finnst, en til að öðlast virðingu og völd er nauðsynlegt að hlusta á aðra. Þú átt að vilja vita hvað aðrir hafa að segja því þeir skipta þig máli. Reyndu að hlusta á fólkið í kringum þig og ef þú hittir nýtt fólk, kynntu þig þá og sýndu því áhuga sem það er að gera. Þannig stækkar þú tengslanetið þitt á jákvæðan hátt. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrun@dv.is Meiri virðing Til að öðlast virðingu fólks og komast í áhrifa- stöðu verður þú að gæta að því hvernig þú talar. Mynd 123Rf Kynlíf eingöngu til skemmtunar Samkvæmt manninum sem skapaði getnaðarvarnarpilluna verður kynlíf aðeins stundað til skemmtunar árið 2050. Í viðtali við Telegraph sagði efnafræðingurinn Carl Djer- assi að þar sem tæknin hefur þotið áfram í tæknifrjóvgunum mun sú aðferð verða algengari, jafnvel hjá pörum sem þurfa ekki á hjálp að halda vegna ófrjósemi. Þetta, segir Djerassi, mun skila sér í heilbrigðari börnum þar sem yngra fólk mun frysta egg sín og sæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.