Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 46
Helgarblað 14.–17. nóvember 201446 Lífsstíll U pplýsingar um hollustu eða óhollustu mjólkur berast úr ýmsum áttum. Sumir neyta engra mjólkurvara, ýmist vegna heilsunnar eða sið­ ferðislegra skoðana. Aðrir eru hand­ vissir um hollustu mjólkurinnar og drekka hana með góðri samvisku. Í manneldisráðleggingum frá Emb­ ætti landlæknis er mælt því að dag­ lega drekki fólk tvö glös af fitulítilli eða lítið sykraðri mjólk eða öðrum mjólkurvörum. Best í hófi Næringarfræðingarnir Ólafur Gunnar Sæmundsson og Geir Gunnar Markússon eru sammála um að mjólkin sé auðug af margs konar efnum, eins og vítamínum, steinefnum, próteinum og kolvetn­ um. „Ég tel að ráðleggingarnar um tvö glös á dag snúist fyrst og fremst um að fullnægja þörf á vissum þeim næringarefnum sem við þurfum á að halda, eins og til að mynda kalki,“ segir Ólafur. Hann segir áhyggjuefni að hluti ungra stúlkna á Íslandi fái of lítið af kalki. „Mjólk er einn öflugasti kalkgjafinn og því er hún hátt skrif­ uð innan næringarfræðinnar. Hún er þó ekki lífsnauðsynleg fyrir okk­ ur öll en hún er það svo sannarlega fyrir kálfa og börn,“ segir Geir. Gullni meðalvegurinn getur ver­ ið vandrataður og mæla næringar­ fræðingarnir með því að fólk neyti mjólkur í hófi og fari eftir mann­ eldisráðleggingum. Geir bendir á að allar matvörur í óhófi geti verið skaðlegar. „Í mjólkurvörum er mjólkursykur sem hækkar blóðsyk­ urinn. Ef fullorðnir drekka einn til tvo lítra á dag stuðlar það ekki að auknu heilbrigði,“ segir Geir. Að sögn Ólafs eru efri mörk neyslu á kalki um 2.500 milligrömm á dag en ráðlagður dagskammtur er um 800 milligrömm. „Eins og með allt er hægt að fara yfir strikið. Ef fólk drekk­ ur þrjá til fjóra lítra á dag er augljóst að ofneysla á kalki getur átt sér stað. Í einum lítra af mjólk eru um 1.000 milligrömm af kalki svo með því að drekka þrjá lítra er fólk komið yfir efri mörkin,“ segir Ólafur. Hann segir að alltaf þegar of mikils af einu fæðuefni sé neytt geti það jafnvel leitt til skorts á öðrum. „Þannig er þetta með allt. Ef við til dæmis borðum mikið af kjötmeti eins og fólk á lágkolvetnum gerir þá getur það leitt til vöntunar á vissum vítamínum og steinefnum sem eru ríkuleg í ávöxtum og græn­ meti en fátækleg í kjötmeti.“ Ólafur segir óskandi að fólk fari eftir mann­ eldisráðleggingum, sem hann segir hóflegar og byggi á bestu og nýjustu rannsóknum sem liggja fyrir hverju sinni. „Það mælir enginn, mér vitan­ lega, með því að neytt sé ofsalega mikils magns af mjólkurvörum,“ seg­ ir hann. Góð í hófi Geir segir óheppilegt að mjólk sé markaðssett þannig að í kælum verslana séu sykraðar vörur meira áberandi en venjuleg mjólk. „Sykr­ uðu vörurnar eru í litríkum og spennandi umbúðum og fá meira vægi en holla, góða mjólkin.“ Þá seg­ ir Geir mikilvægt að hafa í huga að almennt eigi ekki að drekka mikið af hitaeiningum. „Við eigum að borða mat og drekka vatn en ekki að inn­ byrða mikið af hitaeiningum í formi vökva, hvort sem það er mjólk, gos eða ávaxtasafar. Fullorðnir ættu ekki að drekka heilan lítra eða mörg mjólkurglös á dag. Það var kannski nauðsynlegt áður fyrr þegar fólk þurfti alla þessa orku. Mjólkin á ekki að vera aðalsvaladrykkurinn,“ segir hann. Geir segir mjólkina í grunninn vera mjög holla og að það sé algeng ímynd í hugum fólks um mjólkur­ vörur. „Svo er sett allt of mikið af sykri í hana sem líkaminn ræður illa við. Að þessu leyti finnst mér vanta upp á samfélagslega ábyrgð mjólk­ urframleiðenda. Ég vil því nota tækifærið og biðla til MS og hinna fáu sem framleiða mjólkurvörur að minnka sykurmagnið því mjólkin er ekki lengur holl þegar búið er að bæta svona miklu af sykri í hana.“ Geir segir heilsugúrúa hafa bent á að fitusprenging og gerilsneyðing minnki næringargildi mjólkurinnar en vill benda á að það eigi við um flest til manneldis að eitthvað sé gert til að auka geymsluþol. „Við getum ekki öll drukkið beint af kúnni þó að það væri betra fyrir okkur.“ Aðgengilegur kalkgjafi Ólafur og Geir eru sammála um að mjólk og mjólkurafurðir séu þær af­ urðir sem auðveldast sé að fá kalk úr, þó að kalk sé einnig að finna í öðrum fæðutegundum. Einnig eru afurðir úr jurtaríkinu, eins og dökkt grænmeti, mjög auðugar af kalki en að neyta þurfi mikils af því til að fá það kalk sem líkaminn þarf daglega. „Ráðlagð­ ur dagskammtur fyrir börn og ung­ linga er 900 milligrömm á dag. Eitt glas af mjólk gefur 250 milligrömm svo það er mjög auðvelt að fá kalk úr mjólk. Í 100 grömmum af spergilkáli eru 100 milligrömm af kalki, 180 milli­ grömm í 100 grömmum af grænkáli. Í 100 grömmum af spínati eru um 130 milligrömm af kalki.“ Stundum er sagt að mjólk sé að­ eins fyrir kálfa og segir Ólafur slíka umræðu ekki eiga neitt skylt við næringarfræði. „Mín tilfinning er að sú umræða sé á undanhaldi.“ Um 5% Íslendinga með óþol Talið er að um fimm prósent Ís­ lendinga séu með mjólkursykurs­ óþol, að sögn Ólafs. Mjólkursykur samanstendur af tveimur svoköll­ uðum einsykrungum, þrúgusykri og gallaksykri. Ólafur segir ástæð­ una fyrir óþoli þá að líkaminn fram­ leiði ekki ensím sem brjóti niður mjólkursykurinn. „Þá fer mjólkur­ sykurinn niður meltingarveginn og í ristilinn. Ef hann fer niður ómeltur koma bakteríur og gerja hann. Þá finnur fólk fyrir magaverkjum og uppþembu og afleiðingin er oft niðurgangur. Fólk með óþol þol­ ir venjulega mjólk upp að vissu marki, kannski hálfan desilítra í einu, þrisvar til fjórum sinnum yfir daginn. Ef mjólkurinnar er neytt í litlum skömmtum, finnur viðkom­ andi yfirleitt ekki fyrir ónotum.“ Geir segir að í mjólkurvörum frá Örnu sé búið að bæta ensíminu laktasa við svo búið sé að melta mjólkina að­ eins fyrir neytendur. „Fólk með óþol þolir þá mjólk betur því búið er að brjóta sykurinn niður.“ Krabbamein Stundum heyrist í umræðunni að þegar fólk fái krabbamein sé mjólk­ in eitt af því fyrsta sem því er ráðlagt að taka út úr mataræðinu. Aðspurð­ ur um það segir Geir rannsóknir ekki sýna svart á hvítu fram á árangur þess. „Ég ráðlegg fólki sem er komið með krabbamein og er að taka til í sínu mataræði, að sleppa mjólkinni. Rannsóknir hafa sýnt, þó ekki með óyggjandi hætti, að mjólk gæti ýtt undir frekari vöxt á krabba­ meinum. Fólk gerir ýmislegt og tek­ ur öflug lyf og tekur líka til í matar­ æðinu,“ segir Geir. Aðspurður um tengsl mjólkur­ drykkju og myndun krabbameina segir Ólafur að fundnar hafi verið ákveðnar vísbendingar á milli mjög mikillar mjólkurdrykkju og tíðni blöðruhálskrabbameins. „En satt best að segja virðast tengslin ekki vera mjög sterk, að því er ég best veit.“ Ólafur leggur áherslu á að ef fólk neyti mjólkur í óhófi, sé það að sjálfsögðu óhollt eins og allt ann­ að sem neytt er í of miklu magni og þess vegna telur hann, eins og áður hefur komið fram, að besta leiðin sé að fara eftir ráðleggingum um nær­ ingu frá Embætti landlæknis. Ofneysla hindrar upptöku járns Ofneysla á mjólk getur einnig hindr­ að upptöku járns og bendir Ólafur á að stoðmjólk hafi verið sett á mark­ að því algengt hafi verið að korna­ börn hefðu greinst með járnskort. En stoðmjólkin er járnbætt. „Þá kom í ljós að börn voru ekki á brjósti og neyttu gjarnan mjög mikils af mjólkurvörum. Það er þægilegt að borða mjólkurvörur enda renna þær ljúflega niður en þær eru al­ mennt járnlausar.“ n Mjólkin ekki svaladrykkur Sykraðar mjólkurvörur fyrirferðarmeiri en ósykraðar í verslunum, að sögn næringarfræðings Dagný Hulda Erlendsdóttir dagny@dv.is „Ég vil því nota tækifærið og biðla til MS og hinna fáu sem framleiða mjólkurvörur að minnka sykurmagnið. Allt gott í hófi Ólafur Gunnar Sæmunds- son næringarfræðingur segir mikilvægt að fólk fari eftir manneldisráðleggingum, sem byggja á bestu og nýjustu rannsóknum hverju sinni. Minna sykurmagn Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur biðlar til mjólkurframleiðenda að minnka sykurmagn í mjólkurvörum. Mjólk er góð Mjólkurvörur eru í grunninn frekar hollar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.