Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 48
Helgarblað 14.–17. nóvember 201448 Sport
Strákarnir okkar
eru í toppstandi
n Allir klárir í slaginn gegn Tékkum í undankeppni EM n Byrjunarliðsmenn eru flestir lykilmenn í sínum liðum
Í
slenska karlalandsliðið í
knattspyrnu á mikilvægan
leik fyrir höndum á sunnudag
þegar liðið mætir Tékkum ytra
í undankeppni Evrópumótsins.
Bæði lið hafa unnið alla þrjá leiki
sína í riðlinum og nokkuð ljóst að
það lið sem fer með sigur af hólmi
fer langt með að tryggja sér að
minnsta kosti sæti í umspili
fyrir lokakeppnina sem fer fram í
Frakklandi árið 2016. Tvö efstu lið
riðilsins fara beint í lokakeppnina
en liðin í 3. sæti fara í umspil.
DV tekur hér saman stöðuna
á þeim leikmönnum íslenska
liðsins sem byrjuðu gegn Hol-
lendingum í síðasta leik liðsins í
undankeppninni og hversu
mikið þeir hafa
spilað með félagsliðum sínum á
þeim rúma mánuði sem liðinn
er síðan leikurinn var. Ólíklegt
verður að teljast að landsliðsþjálf-
ararnir Lars Lagerbäck og Heim-
ir Hallgrímsson geri breytingar
á byrjunarliðinu enda íslenska
liðið með fullt hús stiga og marka-
töluna 8–0 eftir fyrstu þrjá
leikina. n einar@dv.is
Gylfi Sigurðsson
Staða: Miðjumaður Landsleikir/mörk: 27/9
Mínútur frá síðasta leik: 309
Gylfi Þór Sigurðsson er lykilmaður íslenska landsliðsins og
Swansea sem farið hefur vel af stað í ensku úrvalsdeildinni í
vetur. Það þarf ekki að fjölyrða um frammistöðu Gylfa í treyju
Swansea. Hann hefur leikið afar vel og skoraði stórglæsilegt
mark beint úr aukaspyrnu í sigri gegn Arsenal um síðustu
helgi. Þessi frábæri miðjumaður hefur leikið fjóra af fimm
leikjum Swansea frá Hollandsleiknum en hann var hvíldur í
deildarbikarleik gegn Liverpool vegna smávægilegra meiðsla.
Emil Hallfreðsson
Staða: Vinstri kantmaður Landsleikir/mörk:
45/1 Mínútur frá síðasta leik: 405
Það segir ýmislegt um gæði Emils Hallfreðssonar að
hann er fastamaður í nokkuð sterku liði Verona í A-
deildinni á Ítalíu. Emil hefur byrjað alla fimm leiki liðsins
frá leiknum gegn Hollandi og leikið þrjá þeirra til enda.
Verona hefur að vísu ekki unnið neinn þessara leikja en
Emil ætti að vera í góðu leikformi fyrir komandi lands-
liðsverkefni. Það er mikilvægt enda hefur Emil verið einn
allra besti leikmaður íslenska liðsins í undankeppninni.
Kári Árnason
Staða: Miðvörður Landsleikir/mörk:
37/2 Mínútur frá síðasta leik: 360
Kári hefur verið fastamaður í liði Rotherham
sem leikur í næstefstu deild Englands. Hann
hefur byrjað fjóra af fimm síðustu leikjum
liðsins frá leiknum gegn Hollandi. Kári missti af
síðasta deildarleik Rotherham vegna
smávægilegra meiðsla í tá en ætti
að vera orðinn klár í slaginn fyrir
leikinn gegn Tékkum á sunnudag.
Rotherham situr í 19. sæti Champ-
ionship-deildarinnar með 18 stig
en liðið er nýliði í þeirri deild.
Hannes Þór Halldórsson
Staða: Markvörður Landsleikir/mörk: 24/0
Mínútur frá síðasta leik: 360
Hannes Þór hefur staðið vaktina með sóma, bæði
með íslenska landsliðinu og félagsliði sínu Sandnes
Ulf í Noregi, undanfarin misseri. Frá sigurleiknum gegn
Hollendingum þann 13. október hefur Hannes spilað
alla fjóra deildarleiki Sandnes, en norsku deildinni lauk
um liðna helgi. Hannes var einn allra besti leikmaður
liðsins á tímabilinu en þrátt fyrir fína frammistöðu tókst
honum ekki að koma í veg fyrir að lið hans félli um deild.
Ari Freyr Skúlason
Staða: Vinstri bakvörður Landsleikir/mörk:
25/0 Mínútur frá síðasta leik: 360
Ari Freyr Skúlason leikur með OB í dönsku úrvals-
deildinni þar sem hann er einn af lykilmönnum
liðsins. Ari spilar hvern einasta leik frá upphafi til
enda og hefur hann spilað alla fjóra leiki OB frá
leiknum gegn Hollandi. OB hefur þó átt í talsverðu
basli í dönsku úrvalsdeildinni en liðið situr í
næstneðsta sæti deildarinnar með 12 stig eftir 14
umferðir. Þeir Heimir Hallgrímsson og Lars Lager-
bäck þurfa þó ekki að hafa áhyggjur af leikformi Ara.
Aron Einar
Gunnarsson
Staða: Miðjumaður Lands-
leikir/mörk: 48/1 Mínútur
frá síðasta leik: 460
Enginn af þeim leikmönnum
sem byrjuðu gegn Hollandi
og Lettum hefur leikið meira
fyrir félagslið sitt undanfarn-
ar vikur en fyrirliðinn Aron
Einar Gunnarsson. Leikjaálagið
í Championship-deildinni
á Englandi, þar sem Aron
leikur með Cardiff, er mikið og
hefur okkar maður tekið þátt í
öllum sex leikjum liðsins frá 13.
október. Aron hefur í heildina
leikið 18 leiki með Cardiff á
tímabilinu og skorað tvö mörk.
Birkir Bjarnason
Staða: Hægri kantmaður Landsleikir/
mörk: 35/4 Mínútur frá síðasta leik: 200
Birkir leikur með Pescara í ítölsku B-deildinni þar
sem hann spilar reglulega, yfirleitt í byrjunarliði.
Í síðustu tveimur leikjum liðsins hefur Birkir þó
byrjað á bekknum en í heildina hefur hann spilað
200 mínútur frá leiknum gegn Hollandi – nokkuð
minna en aðrir byrjunarliðsmenn landsliðsins.
Birkir virðist þó alltaf kunna best við sig í landslið-
streyjunni þar sem hann spilar yfirleitt vel.
Kolbeinn Sigþórsson
Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 26/16 Mínútur frá síðasta leik: 443
Kolbeinn hefur mátt þola talsverða gagnrýni frá stuðningsmönnum Ajax á leik-
tíðinni. Þrátt fyrir það hefur hann fengið að spila heilmikið og tekið einhvern þátt
í öllum leikjum Ajax-liðsins frá leiknum gegn Hollandi. Alls hefur hann spilað 443
mínútur í síðustu níu leikjum Ajax í öllum keppnum. Kolbeinn er langmarkahæsti
leikmaður íslenska hópsins með 16 mörk. Það sem af er þessu tímabili hefur hann
skorað fjögur mörk í sextán leikjum með Ajax.
Jón Daði Böðvarsson
Staða: Framherji Landsleikir/mörk: 7/1
Mínútur frá síðasta leik: 360
Jón Daði Böðvarsson kom nokkuð óvænt inn í byrj-
unarlið Íslands í fyrsta leik undankeppninnar gegn
Tyrkjum og byrjaði hann einnig gegn Lettum og
Hollendingum. Jón Daði leikur með Viking í Noregi
þar sem hann hefur verið fastamaður. Tímabilinu
þar er nú lokið og í heildina lék hann 29 leiki
og skoraði í þeim 5 mörk. Viking endaði
í 10. sæti norsku deildarinnar. Hann
hefur leikið fjóra leiki með liði sínu frá
Hollandsleiknum, alls 360 mínútur.