Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Page 52
52 Menning Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Lífrænt fæðu „fjölvítamín“ náttúrunnar færir þér yfir 100 næringaefni
Verndaðu þig fyrir pestum
og náðu þér upp
úr flensu* og kvefi með
Lifestream Spirulina
lífræn bætiefni fyrir alla
lífræn bætiefni fyrir alla
*Rannsóknir staðfesta árangur
Þorleifur Örn Arnarsson leikstýrir Túskildingsóperu Brechts í Wiesenbad
B
esta leiðin til að ræna banka
er að eiga hann.“ Þannig
hljómar ein þekktasta lína
í einni helstu perlu þýskra
leikhúsbókmennta, Tú
skildingsóperunni eftir Bertolt
Brecht. Leikritið rataði fyrst á svið í
Berlín árið 1928 en gagnrýni þess á
auðhyggjuna á ekki síður við nú. Og
þó, hvernig er hægt að halda verki
fersku sem hefur verið leikið yfir
10.000 sinnum á sviði?
Leikstjórinn Þorleifur Örn Arnars
son ræðst því ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur þegar hann setur
verkið á svið í heimalandi Brechts,
nánar tiltekið í hessíska ríkis
leikhúsinu í Wiesbaden. Og fljótlega
verður ljóst að hann ætlar sér ekki að
nálgast verkið með helgibrag.
Einn af hápunktum verksins er
tónlist Kurts Weill og hér er hent
beint í eitt þekktasta lagið. Sjóræn
ingjaJenný er flutt jafnvel áður en
tjöldin eru dregin frá í stað þess að
geyma það fram yfir miðju þar sem
það er vanalega. Sólveig Arnardóttir
syngur með glans, eini Íslendingur
inn á sviðinu, en Filippía Elíasdóttir
sér um búninga.
Dottið inn og út úr hlutverkum
En hvernig skal þá syngja lagið um
Makka hníf, sem hefur verið flutt
af öllum frá Frank Sinatra til Nicks
Cave? Jú, píanó kemur upp úr gólf
inu og Makki og Polly syngja það
sem dúett í fyrstu, þar til Makki tek
ur völdin og stígur fram á sviðið á
meðan Polly hendir í hann nærbux
um. Þetta er þó ekki tækifæri fyrir
óþarfa nekt, heldur er Polly í mörg
um lögum sem fljúga yfir og ef til vill
er þessi viðsnúningur táknrænn fyr
ir samband þeirra allt. Hvarvetna
er reynt að hrista upp í efni sem
heimamenn þekkja svo vel. Leik
ararnir detta stundum úr hlutverk
um sínum og koma fram undir eig
in nafni, fjórði veggurinn er rofinn
í gríð og erg, Brecht var jú þekktur
fyrir svokallað „verfremdungseffekt“
sem átti að minna áhorfendur á að
þeir voru staddir í leikhúsi og þurftu
að taka afstöðu til þess sem sagt var.
Og hér er haldið í anda Brechts ef
ekki alltaf í efnið, framandleikinn er
ræddur á sviðinu og lögð áhersla á
hann um leið.
Jakkaklæddir menn
Vondi karlinn (eða einn af þeim,
því fátt er hér um góðmenni) kem
ur fram í síðum svörtum leður
frakka, en kemst ekki langt áður en
leikararnir byrja að ræða það fram
og aftur að vondu karlarnir í þýskri
menningu séu alltaf í leðurfrökkum.
Mikill kraftur er í öllu, leikmyndinni
og ekki síður leikurunum, en
aukaleikararnir eru margir enn í
leiklistarskóla. Í Eldrauninni í Þjóð
leikhúsinu var hetjan hengd utan
sviðs, en hér fær hún að hanga í
snörunni lengi vel. Og þó eru reipin
enn best nýtt í eltingarleik í háloftum
sem minna helst á teiknimynd með
Bugs Bunny. Áhorfendur ráða sér
vart fyrir kæti, klappað er upp aftur
og aftur. Svona hafa þeir aldrei séð
Brecht sinn áður. Rétt eins og í Nifl
ingasögunni fyrr á árinu tekst Þor
leifur á við helgustu vé heimamanna
og sýnir í alveg nýju ljósi. Næst ligg
ur Pétur Gautur hinn norski fyrir,
en svo er spurning hvort ekki fari
að koma tími hjá honum til að sýna
sögu streit, því svo virðist sem hann
hafi burði til að gera hvað sem er. n
Valur Gunnarsson
valurgunnars@gmail.com
Makki hnífur
Túskildingsóperan
er eitt af þekktustu
verkum þýska skálds-
ins Bertholts Brecht.
Brecht eins og þú hefur aldrei séð hann fyrr Þorleifur Örn Arnarson leikstýrir
Túskildingsóperunni í heimalandi höfundarins.
Makki hnífur og
fljúgandi nærbuxur
Söngleikur frá
þeim sem færðu
okkur Frozen
Lagahöfundar Frozen, Robert
Lopez og Kristen Anderson
Lopez, eru að vinna að söngleik
sem hefur fengið nafnið Up
Here.
Söngleikurinn fjallar um
tölvuviðgerðarmanninn Dan
sem á erfitt félagslega en hrífst
af bolahönnuðinum Lindsay en
ofur virkt ímyndunarafl hans
skemmir alla möguleika hans á
eðlilegum samskiptum.
Robert og Kristen, sem fengu
Óskarsverðlaun fyrir Let It Go í
teiknimyndinni Frozen, skrifa
handritið en söngleiknum er
leikstýrt af Alex Timbers.
Vigdís veitir
börnum
verðlaun
Íslenskuverðlaun unga fólksins,
í bókmenntaborginni Reykjavík,
verða afhent við í Norðurljósa
sal Hörpu á laugardag, þann 15.
nóvember kl. 13.00.
Hátt í eitt hundrað börn
og ungmenni í grunnskólum
borgarinnar munu þá taka þá
við verðlaununum, Þrestinum
góða, sem hannaður er af Ingi
björgu Hönnu Bjarnadóttur.
Verndari verðlaunanna er frú
Vigdís Finnbogadóttir, fyrrver
andi forseti. Frú Vigdís Finn
bogadóttir mun flytja stutt ávarp
og Alexander Þór Gunnarsson,
nemandi í Rimaskóla, mun vera
með uppstand auk þess sem
söngatriði úr barna og ung
lingaleikritinu Mamma Gjé
verða flutt. Dagur B. Eggertsson
setur athöfnina.