Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Síða 60
Helgarblað 14.–17. nóvember 201460 Fólk Stjörnuforeldrar sem voru myrtir Líf stjarnanna í Hollywood hefur ekki alltaf verið dans á rósum. Á bak við frægð, auðævi og flottan frama liggur oft sár fortíðin. Hér er listi yfir frægar stjörnur sem hafa misst foreldra sína fyrir hendi morðingja. Mamma skaut pabba Árið 1991 skaut Gerda, móðir leikkonunnar Charlize Theron, eiginmann sinn og föður leikkonunnar til bana. Fjölskyldan bjó í Suður-Afríku en Charles var ofbeldisfullur alkóhólisti. Gerda skaut hann í sjálfsvörn og hlaut ekki dóm fyrir. Myrtur og rændur Faðir körfuboltastjörnunnar Michaels Jordan var myrtur árið 1993. Morðingjarnir réðust á James Jordan, skutu hann til bana og stálu bíl hans og öðrum munum, þar á meðal tveimur NBA-hringj-um sem sonur hans hafði gefið honum. Missti móður, bróður og frænda Söngkonan Jennifer Hudson, sem sló í gegn í American Idol, hefur ekki átt sjö dagana sæla. Árið 2008 myrti mágur hennar, William Balfour, móður hennar, bróður og lítinn frænda. Balfour, sem var kvæntur Juliu, systur söngkonunnar, var fundinn sekur og dæmdur til að afplána þrjá lífstíðardóma. Stunginn með ísnál Leikkonan Charice Pempengco, sem einhverjir muna eftir úr sjónvarps- þáttunum Glee, missti föður sinn árið 2011. Ricky Pempengco var stunginn til bana á Filippseyjum eftir að hafa rekist utan í drukkinn mann sem reiddist svona svakalega og stakk Ricky ítrekað í brjóst og bak með ísnál. Goðsögn drepin Faðir tónlistarmannsins Seans Lennon, goðsögnin John Lennon, var skotinn til bana þann 8. desember 1980. Mark David Chapman lýsti sig sekan og var dæmd- ur í 20 ára til lífstíðarfangelsi. Hann situr enn inni og hefur sjö sinnum verið neitað um reynslulausn. Mamma drepin Móðir rokkarans Daves Navarro, Constance, var s kot- in til bana í íbúð sinni í Los Angeles árið 198 3. Vinkona hennar, Sue Jory, var einnig drepin . Morðinginn hafði ekki fundist árið 1991 þeg ar Navarro sagði frá málinu í þættinum Amer ica's Most Wanted. Í kjölfar sýningar þáttarins k omu vísbendingar sem leiddu til handtöku fyrrv er- andi kærasta Constance, Johns Riccardi. Skipulagt morð Leikarinn Dylan McDermott var að- eins fimm ára þegar móðir hans, Diane, var skotin til bana. Í fyrstu var talið að um slysaskot hefði verið að ræða en síðar var kærasti Diane fundinn sekur um að hafa skipulagt morðið. Missti bróður og föður Sjónvarpskonan Omarosa Manigault, sem vakti til að mynda athygli í raunveruleikaþættinum Celebrity Apprentice, hefur misst bæði föður og bróður. Omarosa var aðeins sjö ára þegar faðir hennar var myrtur. Bróðir hennar, Jack, var svo drepinn árið 2011. Kyrkt með sokka- buxum Móðir bandaríska rithöfundarins James Ellroy, Geneva, var kyrkt með sokkabux- um árið 1958. Morðið er enn óleyst. Vopnað rán Foreldrar Dallas-leikarans Partricks Duffy, Marie og Terence Duffy, voru drepin árið 1986 í vopn- uðu ráni á bar sem þau ráku. Tveir menn voru ákærðir fyrir ódæðið og sendir í samtals 75 ára fangelsi. Vanþakklátur puttaferðalangur Faðir tónlistarmannsins Greggs Allman, Willis Turner Allan, var myrtur árið 1949 af puttaferðalangi Buddy Green sem Allman hafði boðið far af bar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.