Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.2014, Qupperneq 62
62 Fólk Helgarblað 14.–17. nóvember 2014
Göldrótt Galdra-
skjóða Gurríar
n Draumar, spilaspár og talnaspeki n Allsherjargoði gaf henni tarotspil
N
ú í vikunni kom út Galdra-
skjóða Gurríar, bók yfir-
full af alls kyns fróðleik um
tarotspil, ástargaldra, feng
shui og fleira í þeim dúr.
Blaðamaður DV spjallaði aðeins
við höfundinn, Guðríði Haralds-
dóttur, um gripinn.
Alltaf jafn skemmtilegt
Guðríður, eða Gurrí eins og hún er
iðulega kölluð, hefur unnið á Vik-
unni í um 15 ár. Á þessum árum
hefur hún skrifað fjöldann allan af
greinum um hið dulræna í heimin-
um. „Ég hef skrifað greinar af þess-
um toga í Vikunni í gegnum árin
og upp kom sú hugmynd fyrr á ár-
inu að taka saman nokkrar greinar
og gefa þær út saman. Ég fór þá að
vinna hana meðfram öðru og tók
til uppáhaldsgreinarnar mínar og
endurbætti þær aðeins. En bókin er
hugsuð til dægrarstyttingar. Ég var
rosalega mikil áhugamanneskja
um allt dulrænt á níunda áratug
síðustu aldar. Áhuginn hefur dvín-
að aðeins á margan hátt síðan þá
en mér finnst þetta samt alltaf jafn-
skemmtilegt. Mér finnst okkur hafa
heppnast vel að setja saman eitt-
hvað sem hentar öllum.
Fékk góða hjálp
Gurrí var ekki ein um að setja
saman bókina heldur fékk hún
hjálp Lindu Guðlaugsdóttur sem
sá um umbrotið og Aldísar Páls-
dóttur sem tók flestallar myndirn-
ar. „Bókin er ofboðslega falleg. Mér
finnst hún öll svo skemmtileg og
skreytingarnar frumlegar.
Krónuspá
Úr mörgu er að velja í bókinni en
hægt er að finna til dæmis í hvaða
stjörnumerki húsið þitt er í. „Það
fer þá eftir því í hvaða mánuði þú
fluttir inn,“ segir Gurrí og hlær.
„Þetta er allt á léttu nótunum. Eins
er þarna krónuspá að hætti I Ching.
Einhverja talnaspekina þarf fólk
samt aðeins að reikna, en það er
ekki erfitt.“
Fékk að vera forsíðustúlka
Á forsíðu bókarinnar sést kona
haldandi á alls konar skjóðum. „Ég
fékk að vera forsíðustúlkan. Þetta
er í annað sinn sem ég hef feng-
ið að prýða forsíðu. Ég fékk einu
sinni að vera forsíðustúlka Völvu-
blaðsins. Þar sást reyndar bara í
augun á mér þar sem spádómskúla
huldi restina. Mamma hélt í alvör-
unni að ég væri völvan og sagði
fjölda manns það. Það er alls ekki
satt, það veit enginn hver hún er
nema ég.“
Fékk tarotspil frá
allsherjargoða
„Ég hef sankað að mér miklu efni í
gegnum tíðna og galdraskjóðan er
því réttnefni,“ segir Gurrí. „Ég var
afar duglegt að fara á námskeið í
gamla daga og fór til að mynda á
námskeið í tarotspilalögn. Mynd-
irnar í bókinni eru af mínum spil-
um en þau voru keypt af Hilmari
Erni Hilmarssyni allsherjargoða.
Hann var með á tarotspilanám-
skeiðinu en hann keypti þau fyrir
mig úti í London.“
Oft ratast kjöftugum satt á
munn
Að sögn var Gurrí mjög dugleg að
spá fyrir vini og vandamenn eftir
þessi námskeið. „Ég hef enga dul-
ræna hæfileika en oft ratast kjöft-
ugum satt á munn, en vegna þess
að ég spái aðallega fyrir vinum og
vandamönnum þá fékk ég fljótt að
vita ef eitthvað rættist. Ég man eftir
einu skipti þar sem ferlega vont spil
kom upp en svo kom afskaplega
gott spil þar við hliðina. Ég sagði
við vinkonu mína: „Þetta er ekki
gott spil, en spilið við hliðina er svo
frábært að þetta er kannski eins og
einhver muni fótbrotna.“ Nokkrum
dögum seinna fótbrotnaði ömmu-
systir hennar. Enginn varð meira
hissa en ég,“ segir Gurrí hlæjandi
að lokum. n
Helga Dís Björgúlfsdóttir
helgadis@dv.is
Guðríður Haraldsdóttir Gurrí hefur unnið um árabil á Vikunni, en á á tímabili vann hún á
Aðalstöðinni þar sem hún dró spil og spáði fyrir hlustendur. MynD Kristinn M
„Ég fékk að vera
forsíðustúlkan.
Þetta er í annað sinn sem
ég hef fengið að prýða
forsíðu.
Eiga von á
strák
Knattspyrnumaðurinn og fyrrver-
andi Herra Ísland, Garðar Gunn-
laugsson, og kærastan hans,
Alma Dögg Torfadóttir, fóru í 20.
vikna sónar á dögunum þar sem í
ljós kom að parið á von á á dreng.
Samkvæmt heimildum DV
hefur meðgangan gengið vel en
sá stutti er væntanlegur í heim-
inn 2. apríl. Strákurinn verður
fyrsta barn Ölmu Daggar en
Garðar á fyrir börn með ísdrottn-
ingunni Ásdísi Rán.
Kemst í jólaskapið í hvelli
Vigdís Hauksdóttir er gestaskreytir á blómaskreytinganámskeiði Blómavals
Þ
að er gaman að taka þátt í
þessu fyrir jólin. Ég komst
í jólaskapið í hvelli í fyrra
og ætla því að endurtaka
leikinn nú,“ segir Vigdís
Hauksdóttir, þingmaður Fram-
sóknarflokksins og blómaskreyt-
ir. Hún verður gestaskreyt-
ir á Blómaskreytinganámskeiði
Blómavals í næstu viku. „Ég var
gestaskreytir í fyrra líka, það
heppnaðist svo vel að þau báðu
mig um að koma aftur. Ég er ekki
mikið að skreyta meðfram þing-
starfinu en ég hef tekið að mér eitt
og eitt brúðkaup á sumrin mér til
gamans.“
Íslandsmeistari í
blómaskreytingum
Flestir þekkja Vigdísi sem þing-
mann og formann fjárlaganefnd-
ar Alþingis en færri vita þó að
hún varð fyrsti Íslandsmeistar-
inn í blómaskreytingum árið 2002.
Eins hjálpaði hún við að koma á
laggirnar blómaskreytingabraut
í Garðyrkjuskólanum. Hún segist
reyna að grípa í fagið reglulega svo
það gleymist ekki. „Þetta er hand-
verk og í raun iðngrein og því er
gaman að grípa í það með þessum
hætti. Ég held sýningu í tvo tíma
og þarf svo ekki að spá í það meira.
Það er mjög gott að geta gripið í
þekkinguna án nokkurrar skuld-
bindingar nema þá bara að vinna
vinnuna vel og gera nýja hluti.“
Fór í nám til Danmerkur
„Ég fór í Garðræktarskóla ríkisins
og lærði þar ylrækt sem er ræktun
blóma og grænmetis undir gleri
og úti. Eftir námið fór ég að vinna í
Blómavali en ég fann að ég vildi sér-
hæfa mig meira. Ég fór þá til Dan-
merkur og lærði blómaskreytingar.
Þegar ég kom heim aftur tók ég þátt
í að stofna blómaskreytingabraut
í skólanum og varð kennari við
brautina. Þannig byrjar kennslan
hér á landi.“
Með einfaldan smekk
Vigdís á sér mörg uppáhaldsblóm
og eru þau öll mjög árstíðabundin.
„Ég hrífst mjög af hverri árstíð sem
við eigum hér á landi en nú í des-
ember og fyrir jólin eru það rauðir
túlípanar og amaryllis. Ég hef mjög
einfaldan smekk og er aldrei með
hefðbundinn aðventukrans. Ég er
frekar með færri og stærri hluti hjá
mér. Þegar furan er komin inn til
mín og er skreytt, rauðir túlípanar
komnir í vasa og amaryllis-lauk-
ur í pott, þá geta jólin
komið fyrir mér,“
segir Vigdís að
lokum. n
helgadis@dv.is
Vigdís Hauksdóttir
Hún varð fyrsti Íslandsmeist-
arinn í blómaskreytingum
árið 2002. MynD siGtryGGur Ari
Fimmtugur á
Taílandi
Magnús Scheving ákvað að
sleppa risaveislunni á fimm-
tugsafmælisdaginn sinn og fór
í staðinn til Taílands með kær-
ustu sinni, Hrefnu Björk Sverris-
dóttur, samkvæmt Séð og heyrt.
Margir hafa eflaust búist við stóru
boði þar sem öllu helsta nafn-
togaða fólkinu yrði boðið en svo
varð ekki. Magnús skaust upp á
íþróttastjörnuhimininn snemma
á níunda áratugnum þegar hann
vann hvert mótið á fætur öðru í
aerobic-i þegar sú íþrótt var upp
á sitt besta. Í framhaldi af því bjó
hann til Latabæ, þar sem hann
lék Íþróttaálfinn, sem hefur not-
ið gífurlegra vinsælda um allan
heim.