Fréttablaðið - 17.05.2016, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —1 1 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r Þ r i ð J u d a g u r 1 7 . M a Í 2 0 1 6
skoðun Gunnlaugur Stefánsson
skrifar um Samfylkinguna og
vanda hennar. 15
sport Grótta er meistari kvenna
annað árið í röð. 16
Menning Fjallað um hátíðartón
leika Kórs Langholtskirkju. 24
lÍfið Kvikmynd byggð á Svan
inum eftir Guðberg Bergsson. 30
plús 2 sérblöð l fólk
l útlit og fegurð
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Fréttablaðið í dag
atvinna Á fimm ára tímabili, frá
árinu 2010 til ársins 2015, hafa
nær helmingi fleiri fengið aukin
ökuréttindi á Íslandi. Fyrir fimm
árum fengu tæplega 1.300 aukin
ökuréttindi en í fyrra voru það ríf
lega 1.900.
Flestir hafa fengið ökuréttindi til
að keyra stórar rútur og leigubíla
en þar er um meira en tvöföldun
réttinda að ræða. 250 fengu rútu
próf árið 2010 en 565 í fyrra.
Guðbrandur Bogason, ökukenn
ari í Ökuskólanum í Mjódd, segir
mikinn skort vera á bílstjórum
með meirapróf á Íslandi og því sjái
margir atvinnutækifæri í því að fá
aukin ökuréttindi. Nemendahóp
urinn er fjölbreyttur, bæði konur
og karlar á öllum aldri, en þó eru
flestir á miðjum aldri og margir að
skipta um starfsvettvang.
„Fólk sér þetta sem leið til að
taka þátt í ferðaþjónustu á Íslandi.
Það vantar hreinlega mannafla til
að sinna þjónustunni og fólk er að
bregðast við því.“
Guðbrandur segir mörg fyrirtæki
í ferðaþjónustu eiga erfitt með að
manna ökutækin á sumrin enda sé
skortur á bílstjórum með meira
próf. Því bregði margir á það ráð
að fá erlent vinnuafl til landsins. Til
að mynda þurfti Strætó að flytja inn
25 manna hóp til að sinna sumar
afleysingum í sumar. – ebg / sjá síðu 4
Tvöfalt fleiri taka nú
rútupróf en gerðu 2010
Um helmingi fleiri fá nú aukin ökuréttindi en fyrir fimm árum. Mest fjölgar
þeim sem fá að keyra rútu og leigubíl. Fleiri ferðamenn kalla á fleiri bílstjóra.
Það vantar hrein-
lega mannafla til að
sinna þjónustunni og fólk er
að bregðast við því.
Guðbrandur Bogason,
ökukennari
Tjaldað í blíðunni Um þessar mundir fjölgar þeim gestum tjaldsvæðisins í Laugardal sem kjósa að hafast við í tjöldum. Í apríl fóru fyrstu húsbílarnir
að sjást og svo tjaldbúar í maí. Búast má við því að fleiri ferðalangar bætist í hópinn á næstunni, en tjaldsvæðið rúmar um 850 manns. Mikil veður-
blíða var um helgina og margt um manninn á svæðinu. Útlit er fyrir að hiti fari hækkandi á landinu í vikunni. Fréttablaðið/anton brink
Menning Alþjóðlegi safnadagurinn
er haldinn hátíðlegur hér sem og
annars staðar á morgun.
Sem fyrr bjóða söfn landsmönn
um upp á glæsilega dagskrá í tilefni
dagsins. Markmiðið með deginum
er að kynna og efla safnastarf á
Íslandi, segir í tilkynningu.
Frítt er inn í mörg söfn og eru
landsmenn hvattir til að heim
sækja þau og njóta skemmtunar
og fræðslu fyrir alla fjölskylduna.
Dagskráin er aðgengileg á heima
síðu Félags íslenskra safna og safna
mannafélagsins, safnmenn.is. – sg
Safnadagurinn
er á morgun
Frítt verður inn á mörg söfn á morgun.
1
7
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
7
1
-E
D
5
4
1
9
7
1
-E
C
1
8
1
9
7
1
-E
A
D
C
1
9
7
1
-E
9
A
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K