Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 10
LÍFIÐ EFTIR HÁSKÓLANÁM STAÐA UNGS HÁSKÓLAFÓLKS Á VINNUMARKAÐI MÁLÞING Á VEGUM BHM 19. maí 2016, kl. 10.00–12.00 Rúgbrauðsgerðin, Borgartúni 6, Reykjavík, 4. hæð Dagskrá 10:00 Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM, setur málþingið 10:10 Katrín Ólafsdóttir, PhD í vinnumarkaðshagfræði og lektor við HR: „Fer staða háskólamenntaðra á vinnumarkaði versnandi?“ 10:35 Ásgeir Jónsson, PhD í hagfræði og dósent við HÍ: „Ekkert pláss fyrir nýtt fólk?“ 11:00 Viðhorf ungs háskólafólks: Anna Marsibil Clausen, bókmenntafræðingur og blaðamaður, og Halldór Stefánsson, BSc í verkfræði, lýsa væntingum sínum um framtíðina 11:30 Frummælendur svara spurningum fundarmanna í pallborði 11:55 Samantekt fundarstjóra 12:00 Dagskrárlok Fundarstjóri er Hrund Gunnsteinsdóttir, frumkvöðull og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs Málþingið er öllum opið meðan húsrúm leyfir. www.facebook.com/events/1614834902169794/ Fyrir þig í Lyfju www.lyfja.is af 100g og 150g Voltaren Gel í maí 15% afsláttur Lyaauglýsing Voltaren-Gel-2tupur-15%-LYFJA-5x10 copy.pdf 1 11/04/16 12:35 Bretland Christine Lagarde, fram- kvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins (AGS), segir það hafa mjög slæmar afleiðingar kjósi Bretar að ganga úr Evrópusambandinu (ESB). Lagarde sagðist fyrir helgi ekki sjá neitt jákvætt við að Bretar yfirgefi ESB. Ein afleiðing útgöngu þeirra gæti orðið efnahagskreppa. Orð Lagarde ríma við það sem Mark Carney, bankastjóri Eng- landsbanka, sagði á fimmtudaginn. Hagsmunasamtökin Vote Leave, sem styðja útgöngu, sögðu í kjöl- farið að AGS hefði skjátlast áður og að Lagarde hefði rangt fyrir sér nú, að því er segir í frétt BBC um málið. Í skýrslu AGS um breska hagkerf- ið segir að útganga myndi hafa nei- kvæð og veruleg áhrif. Áður hefur stofnunin lýst því yfir að útganga myndi leiða til alvarlegs svæðis- bundins og alþjóðlegs tjóns. Lagarde sagði það hlutverk Alþjóðagjaldeyrissjóðsins að meta áhættuna af afleiðingum kosninganna. Útganga úr ESB væri ekki sérmál Breta heldur snerti alþjóðaefnahagskerfið. Hún sagð- ist á síðustu sex mánuðum hafa verið spurð í hverju landi sem hún hefði komið til hverjar afleiðingar úrsagnar úr ESB yrðu. – sg AGS telur útgöngu úr ESB hafa slæmar afleiðingar Bretland Alex Salmond, þingmað- ur Skoska þjóðarflokksins í breska þinginu og fyrrverandi fyrsti ráð- herra Skotlands, leitar eftir stuðn- ingi annarra stjórnmálaflokka í Bretlandi við að endurvekja tillögu um að draga Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra, fyrir dómstóla fyrir að hafa afvegaleitt þing og þjóð vegna innrásarinnar í Írak árið 2003. Tilefnið er útgáfa Chilcot-skýrsl- unnar um hlutverk Bretlands í Íraksstríðinu. Skýrslan kemur út í júní og telur Salmond að þar megi finna sönnunargögn sem renni stoðum undir það sjónarmið að draga eigi Blair fyrir dómstóla. Blair er sagður hafa afvega- leitt breska þingið og almenning í umræðum um stríðið, auk þess að hafa sett fram órökstuddar full- yrðingar um stríðið og gert leyni- legt samkomulag við George W. Bush, þáverandi Bandaríkjaforseta, fyrir stríðið um að koma Saddam Hussein, þáverandi Íraksforseta, frá völdum. Dómstólaleiðin sem Salmond kallar eftir er aldagömul og hefur ekki verið beitt frá árinu 1806. Með henni færi breska lávarðadeildin með hlutverk dómstóls. Yrði sú leið farin er Salmond samt sem áður þeirrar skoðunar að Alþjóða- stríðsglæpadómstóllinn ætti einnig að taka málið upp. „Mín skoðun er sú að best væri að fara með málið fyrir Alþjóða- stríðsglæpadómstólinn því að þar getur saksóknarinn sjálfur haft frumkvæði að aðgerðum byggðum á viðeigandi sönnunargögnum sem ég tel að muni koma fram í Chilcot- skýrslunni,“ sagði Salmond í samtali við The Times. Reynt hefur verið að fá réttað yfir Blair frá 2004 en það hefur enn engan árangur borið. stefanrafn@frettabladid.is Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins Vill draga Blair fyrir dómstóla vegna Íraks Þingmaður Skoska þjóðarflokksins leitar eftir stuðningi annarra stjórnmála- flokka við að draga Tony Blair, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, fyrir dómstóla vegna aðildar landsins að Íraksstríðinu. Blair hafi afvegaleitt þingið. Ísland og Íraksstríðið Árið 2003 tóku Davíð Oddsson, þáverandi forsætisráðherra, og Halldór Ásgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, undir Azoreyja­ yfirlýsingu Bandaríkjaforseta, forsætisráðherra Bretlands og for­ sætisráðherra Spánar um aðgerðir gegn Írak. Stuðningurinn var harðlega gagn­ rýndur hér á landi en mörgum þótti ámælisvert að ekki hefði verið haft samráð við utanríkismálanefnd Al­ þingis í aðdraganda stuðningsins. Í þingsköpum Alþingis segir: „Utanríkismálanefnd skal vera ríkisstjórninni til ráðuneytis um meiri háttar utanríkismál enda skal ríkisstjórnin ávallt bera undir hana slík mál jafnt á þingtíma sem í þing­ hléum.“ Stjórnarandstaðan var öll á móti stuðningnum og árið 2006 lögðu stjórnarandstæðingar fram þingsályktunartillögu þess efnis að Ísland yrði tekið af lista yfir hinar viljugu þjóðir. Fjölmargir hafa kallað eftir réttarhöldum yfir Blair vegna þátttöku Bretlands í Íraksstríðinu. NordiCphotos/AFp Mín skoðun er sú að best væri að fara með málið fyrir Alþjóða- stríðsglæpadómstólinn því að þar getur saksóknarinn sjálfur haft frumkvæði að aðgerðum byggðum á viðeigandi sönnunar- gögnum. Alex Salmond, þingmaður Skoska þjóðarflokksins 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ r I Ð J U d a G U r10 f r é t t I r ∙ f r é t t a B l a Ð I Ð 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 5 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -2 8 9 4 1 9 7 2 -2 7 5 8 1 9 7 2 -2 6 1 C 1 9 7 2 -2 4 E 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.