Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 14

Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 14
Frá degi til dags Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Fanney Birna Jónsdóttir fanney@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is og Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is ljóSmyndir: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Halldór Þorbjörn Þórðarson thorbjorn@frettabladid.is Stöðug umræða er um húsnæðisvandamál stúdenta og barnafjölskyldna, enda er staða þeirra graf­alvarleg. En á sama tíma er annar hópur í stöðugri húsnæðisleit en er hvergi í forgangi. Þetta er ungt fólk sem flytur af landsbyggðinni til að stunda nám í einhverjum af þrettán framhaldsskólum höfuðborgar­ svæðisins. Á höfuðborgarsvæðinu er mesta fjölbreytni landsins í náms­ og vinnuframboði og því vel skiljan­ legt að unglingar leiti þangað til að fara í framhalds­ skóla. Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breyt­ ingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuð­ borgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári. Sumir eru þó heppnir. Ættingjar eða vinafólk gætu boðist til að hýsa nemann út skólagöng­ una. Svo er bara að krossa fingur um að sambúðin verði góð en það er ekki sjálfgefið. Þeir sem geta ekki leitað til ættingja verða að leigja á almennum markaði. Sú staða er algengust. Dæmi eru um einstaklinga sem leggja ekki í þessar aðstæður og þurfa því að hætta við að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Því tel ég að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé skref í rétta átt til að betrumbæta stöðu aðfluttra framhalds­ skólanema. Á Íslandi eru 12 heimavistir fyrir framhalds­ skólanema en engin þeirra er á höfuðborgarsvæðinu. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuð­ borgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttis­ laga. Ég skora á stjórnvöld að leysa þennan vanda. Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir landsbyggðar- nemi á lokaári í Verzlunarskóla Íslands Allar lausnir á húsnæðis- vanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskóla- fólki. SÉRHÆFUM OKKUR Í ÞRIFUM FYRIR HÚSFÉLÖG Húsfélagaþjónustan ehf. Sími 555-6855 wwwhusfelag.is • husfelag@husfelag.is VÖNDUÐ VINNUBRÖGÐ Davíð á afslætti Davíð Oddsson forsetaframbjóð- andi kann eftir áratugareynslu af stjórnmálum öll trixin í kosn- ingahandbókinni. Viðtal við hann í Eyjunni á sunnudaginn vakti heldur betur athygli þar sem Davíð lýsti því yfir að yrði hann kjörinn forseti myndi hann ekki þiggja laun forseta. Nú fagna þeir sem vilja lágmarka útgjöld ríkissjóðs um heilu 0,004 prósentin sem Davíð mun spara ríkissjóði. Gárungarnir gantast nú með það að tími sé kominn til að Davíð fari að gefa eitthvað til baka, enda hafi hann kostað okkur svo mikið nú þegar. Endurvinnslan Davíð hlýtur að hafa slegið nokkrar keilur með þessu útspili sínu en fjölmargir kjósendur lýstu þeirri skoðun sinni að þeir vildu sjá Ólaf Ragnar áfram sem forseta til að spara ríkis- sjóði lífeyrisgreiðslur hans. Ef útspil Davíðs mælist vel fyrir mætti ganga skrefinu lengra og tryggja stjórnmálamönnum á eftirlaunum launalaus störf innan stjórnsýslunnar. Undir handleiðslu Davíðs gætu þeir Jón Baldvin, Svavar Gestsson og Þorsteinn Pálsson leitt saman hesta sína fyrir næstu kosningar. Slíkt framboð ætti að mælast vel fyrir hjá bæði hægri mönnum og vinstri þar sem tvö hugðar- efni þeirra eru þarna sameinuð: endurvinnsla og opinber sparn- aður. stefanrafn@frettabladid.is Það er ekki forsvaranlegt að stóru viðskipta­bankarnir geti stundað fjárfestingarstarf­semi fyrir eigin reikning á sama tíma og þeir taka við innlánum frá almenningi. Þess vegna þarf Alþingi að setja lög um aðskilnað viðskiptabanka og fjárfestingar­ banka áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönkunum. Á bak við tillöguna um aðskilnað býr sú skoðun að vanda sem bankarnir lentu í megi að hluta rekja til þess að stjórnendur og eigendur þeirra hafi notað umráðafé bankanna, ekki síst innlán, til að stunda áhættufjár­ festingar og spákaupmennsku. Fjárfestingarbankastarf­ semin hafi þannig notið góðs af innistæðutryggingum sem áttu að verja hagsmuni almennings ásamt óbeinni ríkisábyrgð á bönkum sem voru taldir of mikilvægir til að komast í þrot. Þetta kemur fram í Framtíðarskipan fjármálakerfisins, skýrslu þáverandi efnahags­ og viðskiptaráðherra til Alþingis frá mars 2012. Vanda­ málið við þennan aðskilnað í framkvæmd lýtur að því hvernig eigi að orða slíka bannreglu í lögum. The Independent Commission on Banking, nefnd Sir John Vickers, lagði til í skýrslu í september 2011 að hannað yrði sérstakt skipulag til að greina að fjár­ festingarbankastarfsemi og venjulega viðskiptabanka­ starfsemi með girðingum (e. ringfencing) innan sömu samstæðu í Bretlandi. Nefndin taldi þetta fullnægjandi leið til að ná markmiðum aðskilnaðar án þess að leggja til fullan aðskilnað. Liikanen­nefndin, sem framkvæmdastjórn ESB setti á laggirnar undir forystu Erkki Liikanen, seðlabanka­ stjóra Finnlands, var á svipuðum slóðum í niður­ stöðum sinnar skýrslu sem kom út í október 2012. Þar er lagt til að bankar sinni fjárfestingum fyrir eigin reikning í öðru félagi með sjálfstæða kennitölu innan sömu samstæðu ef eigin viðskipti eru stór hluti af starf­ semi viðkomandi banka. Þetta fæli í sér að fjárfestingar­ starfsemi yfir tilteknum þröskuldi yrði í sérstöku félagi og aðskilin frá þeirri starfsemi bankans sem tæki við innlánum frá sparifjáreigendum. Afleiðingin af þessu yrði sú að innlán og tryggingin sem fylgir þeim myndi ekki lengur styðja við áhættusamar fjárfestingar. Þetta fæli jafnframt í sér að ekki yrði röskun á viðskiptamód­ eli fjármálafyrirtækja í Evrópu þar sem aðskilnaðurinn yrði bara innan sömu samstæðu fyrirtækja. Bankar gætu áfram boðið viðskiptavinum sínum upp á fjöl­ breytt úrval fjármálaþjónustu. Sparifjáreigendur eiga að geta treyst því að innlán þeirra séu öruggari en önnur fjármögnun bankans sem þeir stunda viðskipti við. Afar mikilvægt er að tryggja aðskilnað fjárfestingarbanka og viðskiptabanka í ein­ hverri mynd áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönk­ unum. Síðasta haust lagði Ögmundur Jónasson ásamt sjö öðrum þingmönnum fram tillögu til þingsályktunar um að fela fjármála­ og efnahagsráðherra að útbúa lagafrumvarp sem tryggi þennan aðskilnað til þess að „lágmarka áhættu þjóðarbúsins vegna bankareksturs og minnka líkur á tjóni almennings af völdum áfalla í bankastarfsemi.“ Þetta er skynsamleg tillaga og heppi­ legast væri ef Alþingi samþykkti hana. Hún hefur hins vegar aldrei komist á dagskrá þingsins. Aðskilnað strax Afar mikil- vægt er að tryggja aðskilnað fjárfestingar- banka og viðskipta- banka í einhverri mynd áður en ríkissjóður selur hlut sinn í bönk- unum. 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R14 s k o Ð U n ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð SKOÐUN 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 9 7 2 -0 1 1 4 1 9 7 1 -F F D 8 1 9 7 1 -F E 9 C 1 9 7 1 -F D 6 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.