Fréttablaðið - 17.05.2016, Page 15
Árið 1978 bauð Alþýðu-flokkurinn fram til alþingiskosninga undir kjörorðinu „Nýr flokk-ur á gömlum grunni“.
Flokkurinn uppskar 22% fylgi og
sinn stærsta kosningasigur með 14
þingmönnum. Ég var yngstur þing-
manna flokksins, nýlega orðinn 26
ára gamall. Miklir umbrotatímar
voru þá í stjórnmálunum í umhverfi
óðaverðbólgu sem geisað hafði
frá því að Viðreisnarstjórnin lauk
störfum árið 1971. Í kosningunum
árið 1978 kynnti Alþýðuflokkurinn
framsækna umbótastefnu, sem braut
í blað stjórnmálabaráttunnar, og
lagði drjúgt af mörkum svo böndum
varð síðar komið á óðaverðbólgu og
velferðin í landinu efldist.
Þetta rifja ég hér upp að gefnu til-
efni. Nú á Samfylkingin við vanda að
etja af líkum toga og Alþýðuflokkur-
inn átti í kjölfar alþingiskosninga
1974, þegar flokkurinn var nálægt
því að þurrkast út af Alþingi, hlaut
9% atkvæða og einn kjörinn þing-
mann, en honum fylgdu svo fjórir
uppbótarþingmenn. Engum flokks-
manni kom þá til hugar að gefast
upp og efast um hlutverk Alþýðu-
flokksins sem bar ábyrgð á hugsjón
jafnaðarstefnunnar í landinu. Þá var
máttlaus helmingaskiptastjórn Sjálf-
stæðisflokks og Framsóknarflokks
við völd, djúpstæð spilling í þjóð-
lífinu sem nærðist í skjóli verðbólgu
og lokaðrar stjórnsýslu. Framsækin
barátta Vilmundar heitins Gylfa-
sonar, sem stóð svo í fylkingarbrjósti
í kosningabaráttu Alþýðuflokksins
árið 1978, fyllti flokksfólkið eld-
móði. En úrslitum réð, að Alþýðu-
flokkurinnn kannaðist við fortíð
sína og byggði róttækan málflutning
sinn og baráttu á gömlum grunni,
stóð traustan vörð um sögu sína og
verk; og þrátt fyrir harða aðför and-
stæðinga flokksins að þeirri sögu og
verkum.
Afskræma sögu flokksins
Nú keppast nokkrir forystumenn
Samfylkingarinnar við að afneita eða
afskræma sögu flokksins, upphefja
meint „mistök“ með stóryrðum og
biðja kjósendur afsökunar á tilveru
sinni. Tæpast getur flokkur, sem
þannig hagar málflutningi sínum,
notið trausts hjá þjóðinni. Flokkur
er meira en bandalag frambjóð-
enda sem eru að sækja um atvinnu.
Flokkur er fólk, fjöldahreyfing, sem
á sameiginlega hugsjón og þráir að
sjá árangur í verki á lýðræðislegum
grunni. Þingmenn flokksins eru því
þjónar fólksins um að koma verkum
hugsjóna til framkvæmda.
Samfylkingin var stofnuð af öfl-
ugum stjórnmálahreyfingum sem
áttu sér sameiginlega hugsjón um
jöfnuð, réttlæti og almenna velferð
á grunni jafnaðarstefnunnar. Frá
stofnun hefur flokkurinn gegnt stóru
hlutverki í stjórnmálunum. Sam-
fylkingin var í forystu ríkisstjórnar,
þegar þjóðin háði í raun baráttu um
efnahagslegt sjálfstæði sitt í kjölfar á
Hruni sem leitt gat til þjóðargjald-
þrots. Engum gat til hugar komið
á haustdögum árið 2008, að við
yrðum komin til þeirrar farsældar
sem við njótum í dag. Þar skipti öllu
máli, að ríkisstjórn Samfylkingar og
Vinstri grænna tók á málum af festu
og ábyrgð við afar erfiðar aðstæður
og skilaði þjóðar búinu, svo til heilla
horfði. Þetta á sagnfræðin síðar eftir
að staðfesta rækilega hér á landi, þó
það sé fyrir löngu skráð í bækur í
útlöndum.
Kosið um leiðtoga
Í formannskjöri innan Samfylkingar-
innar á ekki að kjósa um það hvernig
Nýr flokkur á gömlum grunni
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísum
Finndu okkur
á facebook
Gæði og glæsileiki
endalaust úrval af hágæða flísumFlísabúðin
Stórhöfða 21 | s: 545 5500 | flis.is
Gunnlaugur
Stefánsson,
fv. alþingismaður
leggja eigi flokkinn niður eða hlaupa
undir sæng með einhverju flokks-
broti. Þvert á móti er kosið um leið-
toga, sem kannast við flokkinn, sögu
hans og árangur, og hefur burði til að
sækja fram í flokki til sigurs.
Ef Samfylkingin ætlar að rækta
traust með þjóðinni, þá verður það
ekki gert öðruvísi en að þekkja sögu
sína og uppskeru verkanna til heilla
fyrir þjóðina. Og þar er af nógu að
taka. Af þeim sjónarhóli er horft
til framtíðar þar sem framsækni
og baráttugleði mótar för. Ef Sam-
fylkingunni auðnast þetta ekki, þá
liggur Alþýðuflokkurinn í dvala og
nærtækt að vekja hann til verka.
Jafnaðarmenn gáfust ekki upp, þó
oft hafi blásið á móti og gera ekki
enn. Öflugur jafnaðarmannaflokkur
er ekki aðeins brýn nauðsyn fyrir
velferðina í landinu, heldur kjöl-
festan.
Í formannskjöri innan
Samfylkingarinnar á ekki
að kjósa um það hvernig
leggja eigi flokkinn niður
eða hlaupa undir sæng með
einhverju flokksbroti. Þvert
á móti er kosið um leiðtoga,
sem kannast við flokkinn,
sögu hans og árangur, og
hefur burði til að sækja fram
í flokki til sigurs.
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, í ræðustól á landsfundi flokksins á
síðasta ári. FréttAblAðið/ernir
s k o ð u n ∙ F R É T T A B L A ð i ð 15Þ R i ð J u D A G u R 1 7 . m A í 2 0 1 6
1
7
-0
5
-2
0
1
6
0
4
:3
8
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
0
K
_
n
ýtt.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
9
7
1
-F
2
4
4
1
9
7
1
-F
1
0
8
1
9
7
1
-E
F
C
C
1
9
7
1
-E
E
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
6
4
s
_
1
6
_
5
_
2
0
1
6
C
M
Y
K