Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 52

Fréttablaðið - 17.05.2016, Qupperneq 52
Það er ekkert of oft sem íslensk­um tónlistarunnendum gefst þess kostur að hlýða á tvö af stórvirkjum kirkjutónbók­ menntanna á einu og sama kvöld­ inu. En annað kvöld kl. 20 flytur Kór Langholtskirkju messu Stravinskíjs fyrir kór og blásara ásamt blásara­ sveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands en einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga. Á sömu tónleikur mun kórinn einnig flytja Óttusöngva að vori eftir Jón Nordal og verða einsöngvarar Þóra Einarsdóttir og Hanna Dóra Sturludóttir en stjórn­ andi á tónleikunum er Steinar Logi Helgason. Einstakar perlur Gunnar Guðbjörnsson hjá Listvina­ félagi Langholtskirkju er á meðal þeirra sem unnið hefur að undir­ búningi tónleikana sem hann segir að séu mikið tilhlökkunarefni. „Ég er náttúrulega ekki sérfræðingurinn í þessari tónlist en hvort tveggja eru þetta stór og flott kórverk með ein­ staklega fallegum sólóköflum. Strav­ inskíj er eins og hann er og hann vinnur þetta upp úr þessum helgi­ texta. Það er nú kannski ekki það sem Stravinskíj var þekktastur fyrir en þetta er svo sannarlega ekki síðra fyrir það. Hvort tveggja eru þetta sannkallaðar perlur sem heyrast kannski ekkert of oft svo það er svo sannarlega ástæða fyrir fólk til þess að drífa sig. Stravinskíj samdi messuna á árun­ um 1944 og 1948. Verkið er persónu­ leg nálgun Stravinskíjs á texta hinnar kaþólsku messu þar sem hann lítur til baka á tónlist fyrri alda og færir í senn messuna inn í nýja hrynjandi hinnar stríðshrjáðu Evrópu. En Óttusöngva á vori samdi Jón Nordal fyrir Sumartónleika í Skálholti árið 1993. Óttusöngvar eru stærsta söng­ verk Jóns en þar tvinnar hann saman hefðbundnum messutexta, Sólar­ ljóðum frá miðöldum og Sólhjartar­ ljóði Matthíasar Johannessen í sinn einstaka djúphugla tónavef. Jón hefur ekki skrifað mikið fyrir raddir, sérstaklega ekki sólókafla, en það eru þarna einsöngskaflar sem eru alveg gullfallegir.“ Annir í skólastarfinu Gunnar segir að það séu líkur á því að þetta verði síðustu hátíðartón­ leikar kórsins sem hann kemur að í bili en hann gegnir starfi skólastjóra Söngskóla Sigurðar Demetz og það er því í mörg horn að líta. „Ég hugsa að ég fari nú að segja þetta gott því við erum að leggja mikið í að efla starf skólans enn fremur. Við vorum til að mynda að opna nýja heima­ síðu enda eru tímarnir breyttir og ef stafræni hlutinn er ekki í lagi þá er hætt við að það komi niður á starfinu. En ég vil sem sagt geta sinnt þessu starfi eins vel og ég mögulega get og er með ákveðna hluti í huga fyrir skólann sem mig langar til þess að gera með sönglistina almennt á Íslandi. Mig langar til þess að fá meira í gang hjá yngri kynslóðinni, jafnvel hjá börnum, að fólk kynnist því fyrr hvað það er gott að syngja. Þetta er ekki bara spurning um að skapa vettvang fyrir sóló heldur að fólk finni hvað það er gefandi að syngja í kór. Ég vil að fólk kynnist því fyrr á ævinni. Þetta sá ég vel í starfi Jóns Stefánssonar og hvað hann færði stórum hópi ákveðin lífsgæði með sínu frábæra starfi. Þetta langar mig til þess að gera í gegnum skólann.“ Verkið er persónu­ leg nálgun straV­ inskíjs á texta hinnar kaþólsku messu þar sem hann lítur til baka á tónlist fyrri alda og færir í senn messuna inn í nýja hrynjandi hinnar stríðs­ hrjáðu eVrópu. Örugg búseta með þriggja ára leigusamningi Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Við leigjum út um 500 íbúðir af öllum stærðum á höfuðborgar­ svæðinu og bjóðum leigjendum upp á leigusamninga til allt að þriggja ára. Þannig tryggjum við leigjendum örugga búsetu, aðgang að öflugri þjónustu og sveigjanleika til að stækka eða minnka við sig þegar hagur fólks breytist. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA almennaleigufelagid.is Við gerum leigu að raunhæfum valkosti Einstakar perlur sem heyrast ekkert of oft hátíðartónleikar kórs langholtskirkju verða haldnir annað kvöld og dagskráin er sannarlega hátíðleg. Kór Langholtskirkju heldur hátíðartónleika annað kvöld. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 7 . m a í 2 0 1 6 Þ R I Ð J U D a G U R24 m e n n I n G ∙ F R É T T a B L a Ð I Ð menning 1 7 -0 5 -2 0 1 6 0 4 :3 8 F B 0 6 4 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 9 7 2 -0 6 0 4 1 9 7 2 -0 4 C 8 1 9 7 2 -0 3 8 C 1 9 7 2 -0 2 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 6 4 s _ 1 6 _ 5 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.