Feykir


Feykir - 17.12.2003, Page 6

Feykir - 17.12.2003, Page 6
6 FEYKIR 44/200^ Þú ert aldrei einn á ferð Þegar myrkrið er mest í landi okkar, þá höldum við ljóssins hátíð, og okkur er það tamt að tala einmitt þannig um jólin, sem ljóssins hátíð. Rætur þeirrar líkingar liggja víða, allt til spádómsorða Jesaja, sem sagði: „Sú þjóð, sem í myrkri gengur, sér mikið ljós. Yfir þá sem búa í landi nátt- myrkranna, skín ljós.” Og í jólaguðspjalli sínu segir Jóhannes um komu Jesú: „I hon- um var líf, og lífið var ljós mannanna. Ljósið skín í myrkrinu.” Jólahefðin okkar er einnig rík af mynd- máli ljóssins, sem notað er í sálmum, ljóð- um og sögum, sem fjalla umjólin ogjóla- hald fyrr og nú. Við þekkjum öll sagnir og vitnisburði umþað, hvemigjólaljósið lýsti upp og hrakti á brott húmið svarta, ekki einungis í umhverfmu, heldur einnig í hug- anum og lýsti upp bamssálina og gaf stundir sem geymdust í huga, minningar sem búið var að alla ævi, og gáfú jafnan styrk og hugarró. Það em eimitt helgar stundir sem skilja eftir þær minningar og þau áhrif, sem dvelja í huga, ekki einungis örskotsstund, heldur fylgja okkur bæði meðvitað og ómeðvitað og næra sálina. Bamssálin er opin og hrifnæm og því leitar hugurinn oft aftur til bemskujólanna, þá var kveikt það jólaljós sem æ síðan hefur fylgt okkur og mun einnig loga þegar húmar að ævi- kvöldi. - Loga og lýsa, eins og sr. Matthías orti svo fallega um í sálminum Lýs milda ljós. Sá sálmur er reyndar mest sunginn við útfarir, en mér hefúr alltaf fundist stef í honum minna á jólin. Þar er tjallað um ljósið sem lýsir upp allt myrkur og í síðasta versinu segir trúarskáldið: „Þú ljós, sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bámr, brim og voðasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fögm dyr og engla þá, sem bam ég þekkti fyr.” Á jólum er okkur boðið að ljúka upp þeim dymm og gefa Jesú Kristi og kær- leika hans rúm í hjörtum okkar. Og við fáum á ný að hlýða á boðskap englanna um fæðingu frelsarans og heymm dýrðar- sönginn fagra sem ómaði forðum um Bet- lehemsvelli. Þannig er okkar vitjað á helgri hátíð. Ljósið logar enn, ljósið sem ávallt lýsa vildir mér. Og megi bjarmi þess lýsa upp í lífi okkar allra, hvemig svo sem jólin mæta okkur í þetta sinn, hvemig sem ástatt er í lífí okkar og í lífi allra þeirra, sem finna líkn og blessun helgra jóla. - Þeirra sem finna aftur andans fögm dyr. Jólin minna á að Guð er nálægur, „hvert fátækt hreysi höll nú er, því Guð er sjálfur gestur hér.” Það er enginn undan skilinn. Fögnuðurinn skal veitast öllum lýðnum. Guð kemur til mannsins hvemig sem ástatt er og orð hans græðir sárin og vekur gleði og þökk í hugum okkar. Látum helgi jólanna einmitt leiða þetta af sér. Að gera heilt það sem brákast hefúr. Laga það sem aflaga hefúr farið. í sam- skiptum ástvina og fjölskyldu. Meðal vina og nágranna. Það er tími sátta og fyrir- gefningar. Tími til að brjóta ísinn. Tími til að drjúpa höfði. Tími til að líta í eigin bann. Þannig græðir Kristur sárin. Stundum þarf að sýna bamslega ein- lægni til þess að kærleikurinn fái að kom- ast að í hjörtum okkar. Þess vegna kom Jesús Kristur til okkar sem lítið bam. Og hann kemur enn á ný til okkar. Hann er. Þú ert aldrei einn eða ein á ferð. Mundu það. Það segja jólin okkur. Gleðilegajólahátíð. í Jesú nafiii. Amen. Gísli Gunnarsson. Sendum viðskiptavinum okkar bestu kveðjur um Gleðileg jól og farsælt komandi ár Þökkum viðskiptin á árinu Sendum starfsfólki okkar og viðskiptavinum bestu óskir um Gleðileg jól gott ogfarsœlt nýár Þökkum góðar viðtökur á árinu sem er að líða

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.