Feykir


Feykir - 04.10.2007, Síða 10

Feykir - 04.10.2007, Síða 10
lO Feykir 37/2007 Líflegt í Laufskálarétt sem aldrei fyrr Bijóstbirta og spari- greiddir fjórfætlingar Þaó er kannski ekki að ósekju að Laufskálarétt er kölluð Drottning stóðréttanna. Nafnbótin kemur þó varla sökum fjölda hesta sem þangað er smalað heldur sökum alls þess fjölda fólks sem réttina sækir og fer fólksfjöldinn vaxandi ár hvert. Eftir kulda og rigningar með blíðskaparveðri sl. síðustuvikurtókHjaltadalurinn laugardag. Mikill íjöldi var á móti réttargestum og smölum saman kominn til þess að sýna sig og sjá aðra og kannski ekki síst fylgjast með hrossunum. Gera má ráð fyrir með mjög svo óvísindalegum reikningsað- ferðum að þarna hafi verið að minnsta kosti fimm manns urn hvern hest en fæstir voru þó þarna í þeim erindagjörðum að smala eða draga hross í dilk. Hér og hvar stóðu bílskott opin og þar hópaðist fólk saman, fékk sér næringu og kannski örlitla brjóstbirtu, sumir sungu og enn aðrir seldu varning úr afturenda bíla sinna. Hestar gengu kaupum og sölum og um tíma leit út fyrir að fyrir utan réttina væri verið að slá upp hundaræktunar- sýningu er sparigreiddir hundar spígsporuðu með merkja- klæddum eigendum sínum. Stappaá dansleikjum um helgina Þrátt fyrir mikinn mannfjölda fór allt vel fram og stórslysalaust sem er jú alltaf fyrir mestu. Um kvöldið voru síðan dansleikir á Hofsósi og í reiðhöllinni auk þess sem þau Hilmar og Helga Möller skemmtu fólki í Varmahlíð. En eins og svo oft áður er sjón sögu ríkari og fór Feykir á stjá með myndavélina á lofti.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.