Feykir


Feykir - 10.04.2008, Side 3

Feykir - 10.04.2008, Side 3
14/2008 Feykir 3 Sauðárkrókur Lögreglan sýnileg Þeir sem fara með börnin sín í Árskólann við Freyjugötu hafa snemma á morgnana séð lögregluþjón á gangi við gatnamótin við Ránarsta'g og Freyjugötu. -Það er mikil umferð þarna og þá er gott að lögreglan sé sýnileg. Ökumenn vanda sig þá betur, segir Kristján Örn lögregluþjónn. Krökkunum finnst líka spennandi að fylgjast með, koma og spjalla um heima og geima. Á myndinni má sjá hann Daníel í heimspekilegum umræðum við Kristján. Sauðárkrókur Heilsudagar hjá Fisk Heilsudagar voru hjá starfsfólki landvinnslu FISK Seafood 1. og 2. apnl sl. Hjúkrunarfræðingar frá Heilbrigðisstofnuninni á Sauðárkróki komu mældu blóðsykur, blóðþrýsting og blóðfitu auk þessa að finna út BMI stuðul hjá þeim sem það vildu. Almenn ánægja var meðal inganna að sjá ávaxta- og starfsmanna með þessa grænmetisborð fyrirtækisins framkvæmd og ekki var síður sem hefur boðið starfsfólki ánægja meðal hjúkrunarfræð- sínu upp á slíkt sl. 1 1/2 ár. Leikfélag Sauðárkróks iá takk, við viljum finna milljón! í byrjun mars hóf Leikfélag Sauðárkróks æfingar á gamanleikritinu Viltu finna milljón? eftir Ray Cooney, en íslenskun og ný leikgerð er eftir Gísla Rúnar Jónsson. Þessi hressilegi stofufarsi fjallar um barnakennarann Ingibjörgu, skrifstofublókina Harald og 400 milljónir króna sem þeim skötuhjúum áskotnast allskyndilega. Þau Ingibjörg og Haraldur eru hinsvegar ekki sammála um hvað gera eigi við seðlana og í miðju rifrildinu koma gestir, og svo koma meiri gestir og fleiri gestir, bæði velkomnir og óvelkomnir og sumir hvort tveggja. Því má nærri geta að þá fer í gang misvelheppnaður feluleikur þar sem - jú, viti menn - fólk dregur kolrangar ályktanir, leyndarmál gubbast upp úr vitlausu fólki og hurðir skellast hér og hvar og alls staðar. Sem sagt gott. Með helstu hlutverk fara Guðbrandur J. Guðbrandsson, Elva Björk Guðmundsdóttir, Árni Jónsson, Ásdís Árna- dóttir, Sindri Haraldsson, Jónatan Björnsson og Vignir Kjartansson. Frumsýnt verð- ur í Sæluviku Skagfirðinga sem hefst sunnudaginn 27. aprO. BORGARGERÐI SAUÐÁRKRÓKI Útboð - jarðvegsskipti Sveitarfélagið Skagafjörður óskar eftir tilboðum í vinnu við jarðvegsskipti í hluta Borgargerðis á Sauðárkróki. Verkið felst í jarðvegsskiptum í götustæðinu á um 750 m kafla, frá Túngötu að Skagfirðingabraut. Hluta uppgrafins efnis skal komið fyrir í jarðvegsmön norðan við götustæðið og fyllingu sunnan vió það, afgang þess skal flytja á losunarstaði. Helstu magntölur eru: Uppgrafið efni: um 9.000 m3 Neðra buróarlag: um 15.000 m3 Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar frá og með föstudeginum 11. apríl 2008. Tilboð verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 23. apríl 2008 kl. 14:00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Verkinu skal að fullu lokið fyrir 27. júní 2008 Umhverfis- og tæknisvið www.skagafjordur.is 1 Skagafjörður Er eitthvað að frétta? Feykir Hafðu samband - Síminn er 455 7176 Skagfirsk náttúra Fræðsludagur um Náttúrufar Skagafjarðar verður haldinn á Sauðárkróki laugardaginn 12. apríl næstkomandi frá kl. 9:00-15:45. Fyrirlestrar verða haldnir í húsi Frímúrara við Borgarmýri 1 en að þeim loknum verður gestum boðið að þiggja veitingar í húsnæði Náttúrustofu að Aðalgötu 2. (matarhléi mun verða boðið upp á súpu að hætti Jóns Daníels verts á Kaffi Krók. Hádegisverður er gestum að kostnaðarlausu. Fólk er vinsamlegast beðið um að tilkynna þátttöku í hádegisverði á netfangið helgi@nnv.is eða með því að hringja í 453-7999. Þátttaka í fræðsludegi er öllum opin að kostnaðarlausu. Dagskrá fræðsludags 9:00-9:20 Skráning og molakaffi 9:20 - 9:30 Setning - Guömundur Guðlaugsson - SveitarstjóriSkagafjoröar 9:30 - 9:40 Ávarp - Þórunn Sveinbjarnardóttir - Umhverfisráðherra 9:40-9:55 UmhverfissagaSkagaviðloksíðastajökulskeiðs-Ölafurlngólfsson-/tósJtó///s/amfc 9:55 -10:10 Eðlisþættir og VÖktun Skagfirskra vatnsfalla - Jórunn Harðardóttir- Vatnamælingar 10:10 -10:25 Skagfirskt landslag, aldur þess og tilurð - Árni Hjartarson - IslenskarOrkurannsóknir 10:25-10:45 Kaffi og með því 10:45-11:00 Jarðhiti í Skagafirði - Bjami Gautason-IslenskarOrkurannsóknir 11:00 -11:15 Skriðuföll í Skagafirði - Halldór G. Pétursson - Náttúrufræðistofnun Islanás 11:15-11:30 Jöklar á hálendinu austan Skagafjarðar - OddurSigurðsson - Vatnamælingar 11:30 -11:45 Gjóskufall og gjóskulög í Skagafirði - Helgi Páll Jónsson - Náttúrustofa Norðurlands vestra 11:45 -12:00 Friðlýsingar í Skagafirði - Kristín Unda Ámadóttir - Umhverfisstofnun 12:00-12:15 Fyrirspurnir 12:15 -13:00 Súpa að hætti Jóns Daníels verts á Kaffi Krók 13:00 -13:15 „Háfjöll í heiðins bláma": náttúra og ferðaþjónusta í Skagafirði Guðrún Þóra Gunnarsdóttir - Háskólinn á Hólum 13:15 -13:30 Skagfirskar ár: Vistfræðileg flokkun og lífríki - Stefán Óli Steingrfmsson - HáskálinnáHólum 13:30 -13:45 Flóra Skagafjarðar - helstu sérkenni - Höröur Kristinsson - Náttúrufræðistofnun Islands 13:45 -14:00 Fuglar í Skagafirði- GuðmundurA.Guðmundsson- Náttúrufræðistofnun Islands 14:00-14:15 Helsingjar í Skagafirði - Þórdís V. Bragadóttir - Háskóli Islands og Náttúrustofo Norðurlands vestro 14:15 -14:30 Friðlýstar minjar og minjaheildir í Austur- og Vesturdal, Skagafirði Þór Hjaltalín - Fornleifavernd ríkisins 14:30 -14:50 Kaffi og konfekt 14:50 -15:05 „Rolling stones" á Reykjaströnd, Skagafirði Armelle Decaulne - CNRS GE0ÍAB og Náttúrustofa Norðurlands vestra 15:05 -15:20 Orravatnsrústir, náttúruperla á hálendi Skagafjarðar Þorsteinn Sæmundsson - Náttúrustofa Norðurlands vestra 15:20- 15:35 Fyrirspurnir 15:35- 15:45 Samantekt - Skúli Skúlason - RektorHáskólansdHólum 15:45 -17:00+ Veitingar í boði Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Skagafjarðarveitna í húsakynnum Náttúrustofu Norðurlands vestra NATTURUSTOFA NorÖurlands vestra

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.