Feykir


Feykir - 10.07.2008, Side 2

Feykir - 10.07.2008, Side 2
2 Feykír 27/2008 Glaðheimar á Blönduósi Húnavatnssýslur Nýr eigandi 48. rit Húnavöku komið út Fyrir skömmu urðu eig- endaskipti að Glaðheimum sem er félag um húsin í Brautarhvamminum á Blönduósi. Það er fyrirtækið Blanda ehf. sem keypti þennan hluta út úr rekstri Ólafs Vernerssonar í bænum. Eigendur Blöndu ehf. eru Lárus Jónsson og fjölskylda. Lárus sagði að þarna væri um að ræða sjö hús sem rúmuðu frá þremur og uppí níu manns í gistingu. Síðan væri búið að bæta við tveimur 15 fermetra stórum og svo væri ætlunin að bæta við þremur húsum á svæðið í haust. Einu 54 ferm.og tveimur 85 fermetra. Auk þessa hefði Blanda tekið tjaldsvæðið á leigu af sveitarfélaginu tO þriggja ára og einnig tekið að sér rekstur upplýsingamiðstöðvarinnar næstu þrjú sumur. Það er því í mörg horn að líta hjá Lárusi og fjölskyldu. Lárus segir að þetta verði rekið undir nafni Glaðheima áfram. Þau hafi lagt áherslu á það enda er Glaðheimanafnið orðið þekkt meðal ferðafólks hér á landi og hefur líka verið kynnt erlendis á undanfornum árum. Lárus segir að aðsókn að tjaldsvæðinu hafi verið góð til þessa og eftirspurn varðandi húsin færi vaxandi. ÖÞ: Leiðari Mun Paul Ramses sprengja ríkisstjórnina? Fyrir viku síðan komust málefni Keniamannsins Pauls Ramses ífréttirnar er honum var synjað um landvistarleyfi og aðskilinn frá konu sinni, Rosemary Atieno Athiembo, og sex vikna syni, Fidel Smára, sem heitir í höfuðið á Eiði Smára. Paul kom hingað til lands eftir að hafa sætt ofsóknum í lieimalandi sínu sökum þess að hafa blandað sér í stjórnmálin þar. Paul bauð sig ásamtfleirum fram gegn sitjandi ríkisstjórn. Meðan Paul dvaldi á landinu komst hann lítið áfram með mál sitt og ráðamenn, í hvaða flokki sem þeir teljast, sýndu máli hans ekki mikinn áhuga. Síðan kom aðþví að Paul var vísað úr landi á miðju sumri, eða eigum við að orða það sem svo, á miðri gúrkutíðfjölmiðla og bloggara landsins. Líkt og Lúkasarmálið ífyrra varð málið stærra og stærra og sífelltfleiri höfðu á því skoðun. Er nú svo farið aðforsvarsmenn annars stjórnarflokksins eru opinberlega farnir að skora á hinn að leysa málið. Sjálfvelti ég þvífyrir mér hvortþettafólki tali ekki saman? Flvort samskiptum þeirra sé best varið í gegnum fjölmiðla og bloggsíður? Paul Ramses er ekkifyrsti maðurinn til þess að vera aðskilinn frá fjölskyldu sinni héðan frá landinu bláa. Við höfum heyrt samskonar sögur en fæstar hafa verið sagðar í gúrkutíð, þessi mál hafa með öðrum orðum ekki orðið “hittarar”. Eftir sit ég með þá spurningu hvort Paul Ramses muni takast hér á landiþað sem honum mistókst í Kenía. Það er, að sprengja ríkisstjórn. Guðný Jóhannesdóttir, ritstjóri héraðsfréttablaðsins Feykis. Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á fimmtudögum Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt 1 Saudárkróki Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell HeiðarÁsgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarniaðun Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is © 455 7176 Blaðamenn: Páll Fríðriksson palli@nyprent.is <0 8619842 Óli Arnar Brynjarsson oli@nyprent.is Lausapenni: Örn Þórarinsson. Prófarkalestur: KarlJónsson Askriftarverð: 275 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 325 krónur með vsk. Áskrift og dreifing Nýprent ehf. Sími 455 7171 Umbrot og prentun: Nýprent ehf. Húnavaka er komin út í 48. sinn en í ritnefnd sátu aó venju, Magnús B. Jónsson, Unnar Agnarsson, Einar Kolfinnsson, Pál Ingþór Kristinsson, Jóhann Guðmundsson og Ingibergur Guðmundsson. Ritstjóri er líkt og undanfarna áratugi Stefán Jónsson á Kagaðarhóli. Húnavaka er að venju stútfull af fræðslu og fróðleik um Húnvetninga lífs og liðna að ógleymdum fréttaannál, sögum og vísum úr daglega lífinu. Ritið er selt í áskrift auk þess sem það má nálgast það í verslunum Samkaupa og hjá skrifstofu USAH og kostar ritið 3500 krónur í lausasölu. Það er óhætt að segja að hér sé einstakt rit á ferðinni sem ætti í raun að vera skyldueign allraHúnvetningaheimamanna jafnt sem brott fluttra. Gaman er að segja frá því að öll vinna við ritverkið er unnin í sjálfboðavinnu nema setning sem er í höndum Unnar Agnarssonar og prentverk sem fram fer í Ásprent. Útgáfan var að þessu sinni styrkt af Menningarráði Norðurlands vestra. Skagafjörður Áfram Háholt Sveitarfélagið Skagafjörður og Barnaverndarstofa hafa skrifað undir viljayfirlýsingu um áframhaldandi leigu meðferðarheimilisins Háholts til 10 ára. Byggðarráð Skagafjarðar hefúr samþykkt að ráðast í endurbætur á húsnæðinu en húsnæðið var farið að þarfnast viðhalds. Ákveðið var að til þess að mæta þessum kostnaði yrði leitast við að fresta öðrum viðhaldsverkefhum fasteigna á árinu. Þeir fjármunir sem vantar upp á verði teknir að láni. Hvammstangi Lídur að selatalningu Árleg selatalning á vegum Selasetursins á Hvamms- tanga verður haldin sunnudaginn 20. júlí næstkomandi. Lfkt og í fyrra verða gengnar allar fjörur við Vatnsnes frá Miðfjarðarósi að vestan, að Signðastaðaósi aö austan, eða um 70 km leið. í fyrra tóku um 30 sjálf- boðaliðar þátt í talningunni, sá yngsti 4 ára og sá elsti á áttræðisaldri. Vonast er til að sjálfboðaliðarnir verði jafn margir eða fleiri á þessu ári, enda byggir árangur talningar- innar algjörlega á þeim. í fyrra voru flestir selir á einstökum talningastöðum við Sigríðastaðaós 194 og Hindis- vík 139. Einnig voru ríflega 60 við Krossanes, Svalbarð og Illugastaði. Alls voru taldir 727 selir við Vatnsnesið, þar af 2 útselir. í tilkynningu frá Selasetrinu er fólk hvatt til þess að taka daginn frá. Rollur á hringtorginu mynd vikunnar Þessar kindur voru að kanna gróðurinn á eina hringtorginu í Sauðárkróksbæ á dögunum og virtust ekkert kippa sér upp við umferðina og því síður við flutningavagna frá stórfyrirtækjum í byggingariðnaði á lóð Steinullarverksmiðjunnar. Mynd Örn Þórarinsson Sauóárkrókur Óskum afslátt skatta Videosport ehf. núverandi eigandi fasteignarinnar Aðalgötu 16, sem áður hýsti Kaffi Krók, hefur óskað eftir þvf við Byggðarráð Skagafjaróar að fá niðurfellingu fasteignagjalda á meðan á endurbótum hússins stendur. Sveitarfélaginu er ekki heimilt að fella niður eða lækka fasteignaskatta en byggðarráð óskaði engu að síður eftir því að sveitarstjóri kannaði málið vegna endurgerðar hússins. Verið vísindagarðar Snorrií stjóm Á síöasta fundi Byggðarráðs Skagaflarðar var samþykkt með tveimur atkvæðum að kjósa Snorra Styrkársson sem fulltrúa Sveitarfélagsins SkagaQarðar og Skagaflarðarveitna ehf. f stjóm Versins. Páll Dagbjartsson, full- trúi Sjálfstæðisflokks, sat hjá við atkvæðagreiðsluna og óskaði bókað að hann teldi að í ljósi hlutarfjáreignar eigi sveitarfélagið að eiga einn fulltrúa og Skagafjarðarveitur ehf. annan. Gísli Árnason Vinstri grænum bókaði að hann teldi að stjórnarsetu eigi að tengja eignarhlut í félaginu.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.