Feykir


Feykir - 10.07.2008, Síða 11

Feykir - 10.07.2008, Síða 11
27/2008 Feykir 11 Arnar Þór Sævarsson bæjarstjóri á Blönduósi Hér er allt til alls Arnar Þór Sævarsson, bæjarstjóri á Blönduósi, hefur nú gengt því embætti f rúma níu mánuði. Glöggt er gests- augað segir máltækið sem hefur sannað sig f tilfelli Arnars sem sér endalausa möguleika á svæðinu. Arnar segir að fyrstu mánuðirnir hafi óhjákvæmi- lega farið í það að koma sér inn í starfið og ná utan um verkefni sem nú eru komin á fulla ferð. En hvað skyldi nú tróna efst á vinnuborði bæjarstjórans? -Það er kannski ekki eitthvað eitt sem trónir þar efst en þau verkefni sem maður horfir í eru þessar tillögur hjá Norðvesturnefnd- inni og síðan að vinna að frekari uppbyggingu atvinnu- lífs í Austur Húnavatnssýslu. Síðan erum við að fara að byggja hér sundlaug sem verður stærsta verkefni sveitarfélagins næstu tvö árin. Þetta verður 25 metra löng sundlaug með heitum pottum, busllaug og rennibrautum. Við erum nú þegar hér með eitt vinsælasta tjaldsvæði á landinu og sundlaugin á bara effir að auka á vinsældir þess. Enginn barlómur er í heimamönnum og segir Arnar að á Blönduósi séu hlutirnir upp á við. -Á síðasta ári fjölgaði um þrjá í sveitarfélaginu, fasteignaverð er að hækka, fyrirtækin hér eru tiltölulega sterk og okkur vantar bara fleira fólk til að ganga í þau störf sem eru til staðar. Það er krafa á okkur frá íbúum að fara að úthluta lóðum til byggingar sem er vísir um að hér sé uppgangur. Hér er alla vega alveg örugglega ekki niður- sveifla, segir Arnar. —Eftir því sem ég heyri utan af mér þá ríkir hér mikil gleði og bjartsýni í sveitarfélaginu en stærsta verkefnið sem bíður okkar er að freista þess að auka sam- vinnu sveitafélaga á svæðinu, bætir hann við. Þú talar um að það vanti fólk, hvernig fólk á möguleika á að setjast að á Blönduósi? -Ég myndi segja að hér væri góð tækifæri fyrir ungt fjölskyldu- fólk. Hér er gott að búa og ala upp börn auk þess sem hér er stutt í allt. Hér geta menn haft nægan tíma fyrir fjölskylduna svo ég tali nú ekki um útivistina. Við erum ekki nema 20 mínútur að keyra á skíðasvæð- ið í Tindastól, hér í héraðinu eru 6 laxveiðiár auk mikillar gæsa og skotveiði. Mikil og rík hefð er fýrir hestamennsku auk þess sem flugsportið er sterkt hérna. Við erum gríðarlega sterk menningarlega séð og allt er þetta hérna við túngarðinn hjá okkur. Það er nánast sama hvaða áhugamál þú hefur þú getur nálgast það í skotfæri. Sjálfur er ég sannfærður um að við eigum hér miklar og ónýttar auðlindir í héraðinu. Þá er ég bæði að tala um vötnin hér og vatnaveiði og síðan eru hér 20 eyðibýli inni í Laxárdal sem er bæði gríðarlega gróinn og fallegur dalur, umlukinn þessum tignarlegu og háu fjöllum. Þar er mikil og góð aðstaða til þess að hverfa aftur í tímann og eins bara til þess að stunda útivist og fara í göngu- ferðir. Ertu mikill útivistarmaður sjálfur? -Já, ég er mikið í skotveiði og í jeppamennsku. Ég hef gaman af því að ferðast um hálendið og klífa fjöll. í ágúst mun ég á þremur dögum klífa Snæfell, Kverkfjöll og Herðubreið, en Herðubreið verður þá klifinn á 100 ára gönguafmæli fjallsins. f fyrra fór ég síðan á Kilimanjaro. Þannig að já, ég er mikill útivistarmaður. Þú talaðir áðan um að hér væri engin niðursveifla, er uppsveifla á Blönduósi? -Já, hér er uppsveifla og óhætt að segja að allt sé upp á við. Blönduós hefur alla burði til þess að sækja fram á við. Staðsetningin er góð og það er fullt af ónýttum tækifærum hér í sýslunni. Með samstilltu átaki allra aðila á Húnavatnssýsla að geta orðið fremst meðal jafningja hvað búsetukosti og atvinnutækifæri varðar. ( KÁTIR KRAKKAR ) Einfætt uala fóstruö í Dalsmynni Ugluungi er nú í öruggu skjóli hjá barnabörnunum í Dalsmynni f Hjaltadal eftir hremmingar sem hann lenti í á dögunum. Það var bóndi í nágrenninu sem varð var við ungann þegar hann var að slá tún sem hann hefur á leigu í Dalsmynni. Litlu mátti muna að unginn endaði þar líf sitt þegar hann lenti í sláttuvélinni en bóndinn náði að stöðva vélina áður enn verr færi. -Bóndinn var ekki nógu fljótur að stoppa svo unginn missti annan fótinn og eina Anna Guðrún, Þórður, Stefán Snær og Guðrún Erla með ungann Sóleyju. kló á hinum fætinum, sögðu krakkarnir sem hjúkra unganum í gróðurhúsi við bæinn. -Hann á heima í gróðurhúsinu. Við gefum honum egg, tómata og orma að borða en við vitum ekki hvort við förum að veiða mýs fyrir hann. Við prófuðum að gefa honum minkafóður en hann vildi það ekki. Aðspurð hvað þau ætluðu að gera við ungann sögðu börnin að þau væru búin að tala við Sigríði dýralækni á Hólum. -Hún ætlar að líta á ungann, búa um sárið og kannski gefur hún honum verkjalyf. Vonandi lifir uglan sem lengst, segja krakkarnir að lokum og vilja koma því á framfæri að þeir sem fmna slasaða fugla, hugsi vel um þá.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.