Feykir


Feykir - 13.11.2008, Page 8

Feykir - 13.11.2008, Page 8
8 Feyklr 43/2008 ( TÖLVUPÓSTURINN ) Menningarráð Noróuriands vestra úthlutaði í lok október verkefnastyrkjum til fjölmargra aðila sem hafa eða hyggjast setja upp menningartengda atburói á Noróurlandi vestra. Alls fengu 33 aöilar styrki og var heildarupphæö þeirra 18.85 milljónir. Feykir sendi styrkþegum spurningar í tölvupósti og forvitnaóist um hvað þeir hafa á prjónunum. Sögusetur íslenska hestsins Arna Björg Bjarnadóttir tekur við styrk frá Menningarráði Norðurlands vestra. > > Hvað nefnist verkefnið? Sögusetriðfékkstuðningfyrir tveimur verkefnum, annars vegar til að koma upp stafrænu Ijósmyndasafni um hestinn og hins vegar vegna myndbandsgerðar um Skagfirðinginn Þormóð Eiríksson, en svo nefndist leikþáttur sem Sögusetrið setti upp á Tekið til kostanna sl. vor. Hverjir standa að verk- efninu? Sögusetur íslenska hestsins stendur að báðum þessum verkefnum. Það voru þó fjölmargir aðilar sem komu að leikþættinum um Skagfirðinginn Þormóð, en kvikmyndun og klipping var í höndum Viggó Jónssonar. Þess má geta að myndbandið má nálgast á Fótagerðastofunni Tánni og á Sögusetrinu. Hvers eðlis er verkefnið? Uppsetning á stafrænu Ijósmyndasafni um ísienska hestinn er gríðarlega viðamikið verkefni og er hluti af enn stærra verkefni sem ersöfnun ogskráning margvíslegra heimilda um íslenska hestinn. Við uppsetningu á stafræna Ijósmyndasafninu felst að safna, skanna, skrá og varðveita hestatengdar Ijósmyndir í sérhæfðum gagnabanka. Haustið 2009 er ráðgert að gera gagnabankann aðgengilegan almenningi á Internetinu. Einkaaðilar hafa þegar fært Sögusetrinu ómetanleg Ijósmyndasöfn sem mikil vinna er framundan við að vinna úr. í framtíðinni eigum við von á að fleiri sjái gildi þess að varðveita hestatengdar Ijósmyndir á Sögusetrinu, eða a.m.k. afrit af myndunum. Ljósmyndir eru oft á tíðum eina heimildin sem til er um hina ýmsu hestatengda viðburði. Þær lýsa vel þróun keppni, reiðmennsku, ásetu, reiðtygja og reiðfatnaðar. Einnig sýna þær feril plmargra góðhesta og keppnisfólks. Ljósmyndir endurspegla þannig þróun þeirrar menningar sem átt hefur sér stað í kringum íslenska hestakynið síðasta árhundraðið. Ljósmyndirnar gefa því tilefni til margskonar rannsókna, fræðslu- og sýningastarfs. Hvenær hefst verkefnið og hvenær líkur því? Undirbúningur að stafræna Ijósmyndasafninu um íslenska hestinn hófst í lok árs 2007. Hér er vonandi um framtíðarverkefni að ræða, enda afar mikið til af Ijósmyndum tengdum hestinum sem leynast í fjölskyldualbúmum eða ofan í skúffu. Myndbandið um Skagfirðinginn Þormóð, hans góðglaða föður og hrútinn Kobba lifir vonandi áfram þó svo að verkefninu sé formlega lokið. Hversu háa fjárhæð fékk verkefnið frá Menningarráði Norðurlands vestra? Stafræna Ijósmyndasafnið fékk 1.500.000 kr. og myndbandsgerðin 100.000 kr. stuðning. Hversu miklu máli skiptir það verkefnið að hafa fengið úthlutað styrknum? Stuðningur Menningarráðs skiptir öllu máli, sérstaklega stóri styrkurinn vegna Ijósmyndasafnsins. Sá styrkur gerir setrinu mögulegt að ráðast í verkefnið af fullum þunga, a.m.k. tímabundið, en við réðum á dögunum starfsmann til verksins, Þóreyju Helgadóttur. Hún vinnur hörðum höndum þessa dagana við að skanna og skrá Ijósmyndir í gagnabankann. Það er von okkar að við náum inn fleiri styrkjum annars staðar frá til að halda verkefninu áfram sem og öðrum mikilvægum verkefnum setursins. Ég vil bæta því við, að ég tel afar áríðandi að hið opinbera haldi áfram að stýra prmunum í sjóði sem starfræktir eru heima í héruðunum. Það hefur aldrei verið jafnt mikilvægt og nú að vökva iitlu sprotafyrirtækin og menningarlífið. Eru önnur verkefni á teikniborðinu? Já, við erum með ótæmandi lista af spennandi verkefnum sem ég hef trú á að geti haft talsverða þýðingu fyrir samfélagið, sérstaklega ferðaþjónustuna og ímynd hestsins hvort sem er hér á svæðinu eða íslandi í hinu alþjólega samhengi. Stærsta verkefnið framundan er að koma upp fastri yfirlitssýningu um íslenska hestinn. Ég er einmitt á leið til Bandaríkjanna til að kynna mér ólíkar hestasýningar og funda m.a. með sýningahönnuðum (American Museum of Natural History í New York. Þessi ferð var vitanlega bókuð fyrir kreppu. Nú þá höldum við fræðslustarfinu áfram og vindum okkur beint úr nýafstöðnu Hrossablóti, í önnur viðfangsefni. Síðar í vetur stendur setrið fyrir ráðstefnu um Sauðárkrókshrossin, málþingi um járningar á 20. öld og sitthvað fleira. Fljótlega uppúr áramótum förum við síðan að undirbúa sýningu til að setja upp á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Sviss. Þá erum við í margskonar samstarfsverkefnum og t.d. í fleiru en einu á sviði ferðamála sem vonandi kemur eitthvað spennandi út úr. Auk þess emm við að ráðast í stór rannsóknaverkefni í samvinnu við Hólaskóla ofl., sem eru afar mikilvæg undirstaða fyrir föstu yfirlitssýninguna sem og annað fræðslu- og sýningastarf. Framvinda allra okkar verkefna er þó háð styrkjum, því ekki viljum við nú stofna til skulda. á Upp úr síóustu áramótum hófst á Blönduósi framleiðsla á kryddum, kryddblöndum og bökunarvörum eins og hjartasalti o.þ.h. undir vörumerkinu Prima en þaö er Vilko sem er eigandi Prima og er Prima rekið sem sjálfstæð deild innan þess fyrirtækis. Allar uppskriftir, vélar, tæki, viðskiptasambönd, og lager hráefna og fullunninna vara var keyptur af Tindafelli í Kópavogi skömmu fyrir síðustu áramót. Starfsmenn eru tveir þeir Þórarinn Gestson og Guómundur Sveinsson framleiðslustjóri. Fyrirtæki vikunnar Prima krydd á Blönduósi í nýtt og betra húsnæði Framleiðslunni var fundinn staður í gamla bakaninu á Blönduósi til að byrja með og þar hófst strax mikil vinna við að framleiða upp í pantanir sem lágu fyrir. En nú hefur starfsemin verið flutt í nýtt húsnæði sem byggt var við það hús sem hýst hefur Vilko fram að þessu. Aðstaðan verður mun betri í nýja húsnæðinu bæði hvað varðar við framleiðslu eða lagerpláss en sömu vélar verða notaðar áfram við framleiðsluna. Framleiddar eru um 90 tegundir af kryddi og er því pakkað bæði í lítil glös fyrir neytendamarkað svo og í stærri umbúðir fyrir stóreldhús. Kaupin á Prima eru liður í því að efla starfsemi Vilko og til þess að renna traustari stoðum undir þann rekstur með því að fara inn á fleiri svið. O Johnson og Kaaber sér um dreifmgu á kryddinu svo og á öðrum vörum Vilko. Guðmundur Sveinsson fram- leiðslustjóri segir að fram- leiðslustoppið hafi einungis varað í níu daga meðan verið var að færa tækin á nýjan stað og lagerinn var orðinn lítill. -Það er svo sem gott að eiga lítinn lager og sitja ekki uppi með vörur sem eiga að fara á markað, segir Guðmundur. -Aðalmálið er að koma sér í nýtt húsnæði með betri aðstöðu en vélarnar eru ekki alveg nýjar en duga vel. Framundan verður mildð að gera við að koma lagernum í stand og nú þegar liggur inni pöntun upp á milli tíu og fimmtán þúsund kxyddglös. -Primakrydd framleiðir hefðbundnar kryddblöndur sem falla sérstaklega vel að lcröfum íslenskra neytenda. Við seljum kryddin í öllum búðum um land allt og ég veit ekki betur en að allir séu ánægðir. Flestar tegundir af kryddinu fara jafnt út allan ársins hring en sumar tegundir taka kipp árstíðar- bundið. Nú fyrir jólin fara bökunarvörurnar mest, lamba- og svínakjöt um Páska, grillkryddið á sumrin og í haust seldum við mikið af rúllu- pylsukryddi sem eðlilega kannski selst ekki mikið á £ 5 ]fl TTIenningarráð ■ I II Norðurlandsvestra

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.