Feykir


Feykir - 27.11.2008, Page 2

Feykir - 27.11.2008, Page 2
2 JðMMHðS *.v» ★* Sr. Gísli Gunnarsson Öll höfum við einhvern tímann heyrt sagt frá jóla- haldi eins og það tíðkaðist héráðurfyrráíslandi. Sögur frá gömlu jóluttum, þar sem fátækt alþýðufólk gerði sér dagamun með því að lýsa bœinn tneira en venja var og fara í nýja flt'k, í tilefni hátíðarinnar. Sum okkar eiga jafnvel minn- ingar frá slíkum jólum. í bókinni íslenskir þjóðhættir segir Guðmundur frá Egibá svo um jól bernskunnar: „Ekki voru jólagjaftr komnar til sögu, þegar ég var barn. Ofi var þó reynt að koma upp einhverri nýrri fltk, þó ekki væri annað en íleppar í skóna. - Jól bernsku minnar finnst mér, að hafi einkennst af nœgjusemi og einfaldleika. - Entt í dag tnan ég hve glaður ég var, þegar ég hélt á jóla- kertinu mínu oghorfði áþetta fallega Ijós." Það er efiirtektarvert hvað þessi fátœklegu hátíðarhöld höfðu mikil áhrif á barnið, áhrif sem fylgdu því alla ævi, jólaljósið sem lýsti upp sálina um leið og myrkrið í bað- stofunni hörfaði um stund. Það var heilög stund, Ijósiðfrá Betlehem lýsti upp vetrar- myrkrið og ylur þess var táknrænn fyrirþann kœrleika sem hátíðin boðaði. Jólaguðspjallið.frásagan af fæðingu frelsarans sem lagður var íjötu, talaði einnigvel inn í þær aðstœður sem börnin þekktu. Fjárhúsið var hluti af tilverunni og einmitt á jólum var stundum erfitt að bíða efiir því að hinir fullorðnu lykju gegningum áður en jólahátíðin gekk ígarð. Og meðan beðið var, þá var jafnvel hœgt að sjá fyrir sér fæðingu Jesú í fiárhúsi, ekki síst ef jólastjarnan var sjáanleg þaryfir. Þannig gekk Guð inn í mannleg kjör. „Sá Guð, er ræður himni háum, hann hvílir nú í dýrastalli lágum." Hann valdi hið fátæka og smáa, hið einfalda og umkomulausa. Segir það okkur ekki eitthvað um kœr- leika Guðs? Voru ekki störfog boðskap- ur Jesú til varnar hinum veiku og umkomulausu. Hann sem sagði: „Allt sem þér gerðuð einum minna minnstu brœðra, það hafið þérgert mér." Ekki er ég rifia upp gömlu jólin tilþess að halda þvífram að allt hafi verið betra þá en nú er. Síður en svo. Enginn mundi kjósa að hverfa afiur til þeirra híbýla sem þá voru og til þeirrar fátæktar sem landlœg var. Það segirsigsjálfi. En kannskigetum við staldrað við og hugleitt þær breytingar sem orðið hafa og spurt hvort eitthvað hafi tapast sem var dýrmætt og heilagt hér áður fyrr. Ofi leynist eitthvað dýrmætt í því smáa og umkomulausa. Mannst þú eftir Gísla á Uppsölum sem varð lands- frœgur á einu kvöldi þegar sjónvarpsþátturinn um hann var sýndur? Allt ífari hans var öðruvísi enfólk átti að venjast. Klœðnaður hans, málfar og híbýli var með þeim hætti að fólk gerði góðlátlegt grín að þessum einstæðingi, en um leið þá eignaðist hann ein- hvern órœðan sess í þjóðar- sálinni. Kannski var hann andstæðan við það sem allir keppast eftir og hann minnti okkurágamla tímann. Minnti okkur áforfeður okkar og hvar rætur okkar liggja. Þessi okkar minnsti bróðir samdifallega bæn, sem hljóðar þannig: Þegar raunirþjaka mig þróttur andans dvínar. Þegar égá aðeins þig einn með sorgir mínar. Gef mér kærleik, gef mér trú, gef mér skilning hér og nú. Ljúfi Drottinn lýstu mér, svo lífsins vegégfinni. Láttu ætíð Ijós frá þér, Ijóma í sálu tninni. Þessi bœn er vissulega bæn jólanna. Ogþó að jólahátíðin séfyrst ogfremst hátíðgleði og friðar, þá er ekki látið eins og raunir, sorgir og áhyggjur séu ekki til. Þœr eru okkur nálægar, - einnig á jólum, en við erum minnt á að fela þær Guði og treysta því að hann muni vel fyrirsjá. Á það minna einnigjóla- sálmarnir: J dag er glatt í döprum hjörtum," og „Gleð þig sœrða sál, lífsins þrautum þyngd." Jólin koma með helgi sína og blessun hvernigsem ástatt er í lífi okkar. Það er einmitt leyndar- dómur jólanna. Guðgefi þér gleðilegjól. Skagafjörður Þungar áhyggjur sveitarstjomarmanna A fundi Byggðarráðs Skagafjarðar á fimmtudag var lagður fram tölvu- póstur frá iðnaðarráðu- neytinu varðandi fyrirhugaðar breytingar á Byggðastofnun. Eins og fram hefur komið hefur verið tilkynnt um það frá iðnaðarráðuneyti að leggja skuli þróunarsvið Byggðastofnunar niður frá og með 1. júlí á næsta ári. Byggðarráð lýsir þungum áhyggjum af fyrirhuguðum breytingum og felur sveitarstj óra að óska eftir fundi með iðnaðarráðherra í næstu viku. Þá óskaði Gísli Árnason Vinstri grænum bókað; „Fyrirliggjandi hugmyndir starfsmanna iðn- aðarráðuneytisins um að skerða starfsemi Byggðastofnunar og leggja niður þróunarsvið hennar er köld vatnsgusa framan í íbúa landsbyggðarinnar sem sannarlega þurfa nú á öðru að Bæjarráð Blönduósbæjar hefur staðfest fyrir sitt leyti samning fulltrúa sveitarfé- laga á Norðurlandi vestra og Menntamálaráðuneytis um stækkun verknám- saðstöðu Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Bæjarstjórn Blönduóssbæjar staðfesti samninginn fyrir sitt leyti eins og hann liggur fyrir og skal tekið tillit til áætlaðrar kostnaðarþátttöku sveitarfélagsins að upphæð halda frá ráðuneyti byggðamála. Byggðastofnun hefur gegnt lykilhlutverki í atvinnuþróun- arstarfi á landsbyggðinni og leitt alþjóðlegt samstarf í byggðamálum fyrir íslands hönd. Þá hefur stofnunin haft mikilsverðu hlutverki að gegna í stuðningi við atvinnulíf á landsbyggðinni með lánastarf- semi sinni. Starfsemi stofhunarinnar hefur verið farsæl á undan- fömum misserum og starfs- fólk skilað góðu starfi. Aldrei hefur verið mikilvægara að efla starfsemi Byggðastofnunar og færa henni aukið hlutverk en einmitt núna. Hugmyndir starfsmanna iðnaðarráðuneytisins ganga út á að færa umsýslu byggðamála aftur til Reykjavíkur inn í ráðuneytið og til Nýsköpunar- miðstöðvar, sem þar hefúr höfúðstöðvar sínar“. 4.643.177,- í fjárhagsáætlun ársins 2009. Bæjarstjórn gerir þó þann fyrirvara við staðfestingu samningsins, að komi ffam misræmi við opnun tilboða í verkið, þar sem niðurstaða útboðs leiðir í ljós hærri ffamkvæmdakostnað en fyrirliggjandi samningur gerir ráð fyrir, sé rétt að aðilarsetj ist yfir samningsmál að nýju, eða falli frá ffamkvæmdum ella. Enda er það skilningur bæjarstjórnar að um þessa málsmeðferð Skagaströnd_______ Nýheima- síðahjá Biopol Biopol á Skagaströnd hefur sett upp nýja heimasíðu þar sem helstu upplýsingar um fyrirtækið og fréttir um starfsemina er að finna. Helst er það að ffétta af þeim bænum að rannsóknir á beitukóngi voru að hefjast. Þá hefúr Biopol auglýst stöðu líffræðings lausa tO umsóknar. Mælifell__________ Hara systur OgSputnik meðAbba skemmtun Gleðisveitin Spútnik ætlar ásamt Hara systrum að vera með heilmikla skemmtun á Mælifelli um helgina. Klukkan 16:00 á laugardaginn verður barnaball þar sem flytja á Abba lög auk þess sem jólalögin verða sungln. -Okkur langar að bjóða líka upp á eitthvað fyrir krakkana enda bæði Abba og Hara systur í miklu uppáhaldi hjá þeim, segir Kiddi Ká í Spútnik. Um kvöldið verður síðan ball þar sem fýrri part nætur verður boðið upp á Abba lög en síðari hlutinn verður ala Spútnik sem klikkar sjaldan. hafi aðUar sammælst við undirritun samningsins. Þá hvetur bæjarstjórn tO þess að Fjármálaráðuneytið staðfesti samninginn hið fyrsta og að aUri hönnun og undirbúningi útboðs verði hraðað sem kostur er, svo hefja megi ffamkvæmdir sem allra fyrst á árinu 2009. Blönduósbær Vilja fiýta viðbyggingu við fjölbrautaskóla Btaðamaður: Páll Friðriksson pall@nyprent.is Forsíðumynd: Óli Arnar Brynjarsson Útgefandi: Nýprent ehf. Borgarflöt I Sauðárkróki Póstfang Feykis: Box4,550 Sauðárkrókur Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdís Sæmundardóttir, Ólafur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Guðný Jóhannesdóttir feykir@nyprent.is Simi 455 7176 Prófarkalestur: KarlJónsson ÁskriftH dreifing Nýprent ehf. Simi 455 7171 Umbrot & prentun: Nýprent ehf. Jólablaðið er prentað i 3600 eintökum og er dreift frítt i öll hús í Skagafirði og iHúna- vatnssýslum.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.