Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 18

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 18
JófóbWffi V* * Búum til okkar eigið nammi fyrir jólin Brjóstsykurqerð fyrir byrjenaur Grunnuppskrift: 450 gr. sykur 125 gr. þrúgusykur 1 dl. vatn Skrefl. Setjið vatn sykur og þrúgusykur í þessari röð í stálpott ogsjóðið þartil blandan nær 162 gráðu hita. Nota þarf hitamæli sem þolir 200 gráðu hita. Blandan má ekki fara yfir 165 gráðu hita því þá brennur hún og ekki undir 157 gráðu hita því þá verður brjóstsykurinn mjúkur. Skref 2. Takið góða söikonmottu og leggið á borð, gott að setja handklæði undir því brjóstsykurblandan er mjög heit og getur því skemmt borðið. Berið þunnt lag af bragðlausri olíu á mottuna og áhöld. Skref 3. Ef sítrónusýra er í blöndunni ergottað blanda henni saman við núna. Því næst ert litur settur í blönduna eftir því sem við á. Notaðar em plastsköfur og blandan hrærð inn að miðju. Skref 4. Þegar búið er að vinna blönduna í smá tíma verður hún þykkri. Þá er kominn tími á að setja bragðefnin út í sem er gert með því að búa til holu í miðja blönduna ogsetja bragðefnin þangað ofan í. Setja síðan hluta af blöndunni ofan á bragðefnið svo það loku holunni og blanda síðan vel saman. Skref 5. Þegar blandan hefúr kólnað það vel að hægt sé að vinna með hana í höndunum, gott er að olíubera hendumar áður en unnið er með blönduna, er best að klípa smá skammta af og rúlla upp í pylsu. Klippið síðan pylsuna niður og mótið brjóstsykurinn að vild. Jarðarberja 2 tsk. sítrónusýra 1.5 ml. rauður litur 2 ml. ja rða rberja b ragðefn i Appelsínu 2 tsk. sítrónusýra 1 ml. appelsínugulur litur 2.25 ml. appelsínubragðefni Sítrónu 2 tsk. sítrónusýra 4 ml. gulur litur 1.5 ml. sítrónuolía eða bragðefni (geturverið gott að fylla með súrri fyllingu) Þegarfyllingersettíer brjóstsykurinn flattur út, rönd af fyllingu sett innan í og bijóstsykurinn svo rúllaður upp í pylsu og klipptur niður. Astaraldin 1 Vi tsk. sítrónusýra % tsk. hvítur litur 1.5 ml. rauður litur 0.5 ml. blárlitur 3 ml. ásta ra I d i n b ragðefn i Piparlakkrís 2 ml. svartur litur 3 msk. lakkrísduft IV2 msk. fínt salt Vi msk. svartur pipar 2 ml. anísolía (eða stjömuanísolía) Saltlakkrís 2 ml. svartur litur 3 msk. lakkrísduft 1 msk. fínt salt 2 ml. anísolía (eða stjörnuanísolía) Góðar en einfaldar karamellur: 2 % dl. sykur 2 dl. rjómi 2 msk. smjör 3 msk. síróp Vanilludropar Aðferð: Hellið rjóma í pott og bætið smjörinu saman við. Hitið þar til smjörið er alveg bráðið. Bætið þá sykri ogsírópi saman við ásamt vanilludropum. Sjóðið við vægan hita í 20 mín. og hrærið reglulega í. Látið með teskeið á bökunarpappír og kælið. Til þess að búa til súkkulaðikara- mellur er gott að bæta 2 msk. af kakóiútí, m.v. uppskriftfyrir4. Rjómakaramellur: 3 dl. rjómi, 2 og 1/2 dl. sykur, 1/2 dl. sýróp, 25 gr. smjör og svo möndlureða kakó til að bragðbæta! Rjóma, sykri ogsýrópi blandað saman og látið sjóða við vægan hita í 1 klst. Síðan ersmjöri og möndlum blandað við. Allt sett í mótogsvoíkæli. Rott er að pakka karamellunum inn í sellofon ogskella utan á jólapakka. FONDUR FYRIR ALLA ' líkafólk með 10 þumalputta iinfalt, ódýrt og fljótlegtföndur Föndur fyrir jólin, eða öllu heldur undirbúningur á jólaskreytingum þarf hvorki að vera flókinn né dýr. Jólablaðið Feykir tók saman nokkrar fljótleg-ar og ódýrar jólaskreytingar sem hægt er að vinna út frá. Hugmyndafræðin gengur út á að vinna með það sem við eigum, inni í skáp, uppi á hillu eða úti í garði. Tíu þumlar eru engin afsökun því þessar skreytingar geta allir gert. Það sem til þari er tuja (fæst í blómabúðum), spreylím og kertaglas. Tujan lögö á blað, spreylíminu spreyjað yfir hana, sfðan er hún límd á kertaglasið og að lokum snyrt að neðan. Einfalt, ódýrt og fallegt. Auðvelt er að búa til fallega jólaskreytingu með þvíað setja jólakúlur, köngla, epli og mandarínur á fallegan tertudisk á fæti, nú eða á smákökufat. Einnig má skella könglum í glervasa og nokkrum greinum meö, hengja á þær jólaskraut og þá er komin þessi fína jólaskreyting.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.