Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 28

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 28
JótoMi® k..*+: ★ * * flutningi þeirra. Heima voru svo jólin eins og venjulega og meira að segja tókst þeim eítir mikla tilraunastarfsemi að útbúa blöndu af fanta og írskum bjór sem líktist blöndu af malti og appelsíni. -Það varð reyndar pínu fótur í blöndunni og ein jólin hafði einn lítill gestur svolgrað heldur meir í sig af blöndunni en ráðlegt þótti og ég er ekki frá því að hann hafi fundið á sér, segir Margrét og hlær. -Stelpurnar okkar voru hálfu fastheldnari á siðina en við og höfðu dregið okkur búð úr búð í leit að réttu blöndunni, bætir Jón við. Hvað með enska jólasiði tókuð þið enga slíka með ykkur heim? -Jú, einn. Við höfum gjarnan á borðum enskan jólabúðing ef við náum í hann. Við vorum einmitt að koma að utan núna og tókum jólabúðinginn með. Þessi búðingur er eins og þykk brauðsúpa eða ávaxtakaka því uppistaðan í honum eru ávextir sem hafa fengið að gerjast, oft á tíðum í marga mánuði. Margar konur byrja að undirbúa búðinginn í janúar og eru að dreypa á hann koníaki og láta hann gerjast allt árið. Síðan er þetta hitað og koníaki hellt yfir og gjarnan kveikt í búðingnum svo hann logi á disknum. Bretarnir borða með þessu brandybutter eða blöndu af koníaki og smjöri en við höfum nú bara rjóma með kökunni, útskýrir Jón. Bæjjin hjálpaði á erfiöum tímum Haustið 2002 voru þau hjón farin að hugsa sér til hreyfmgs og Jón sótti um námsleyfi. Hugðist hann fara til Rómar eða Svíþjóðar en þá veiktist Sigrún, dóttir þeirra, af krabbameini og allar áætlanir þeirra breyttust. -Sigrún var búsett í Stykkishólmi og svo fór að ég fékk að sækja fyrir- lestra við Háskóla íslands til þess að geta verið nærri henni og börnunum en Sigrún átti þrjú börn. Sama haust kom síðan í ljós að skipa þyrfti nýjan vígslubiskup hér á Hólum og það var skorað á mig að gefa kost á mér sem og ég gerði. Það kom síðan í ljós í mars árið 2003 að ég yrði hér vígslubiskup og var ég vígður biskup í júní það ár. Það var kærkomið enda fannst okkur við búin með okkar kvóta úti og gott að koma hingað. Auðvitað voru það mikil viðbrigði að koma úr borginni og hér í fámennið en að mörgu leyti var það bara kærkomin breyting. Það var líka ómetan- legt að vera á landinu þegar Sigrún gekk í gegnum sína sjúkdómsbaráttu. Hún fór í þrjár stórar skurðaðgerðir auk geisla og strangrar lyfjagjafar, en hún missti aldrei móðinn. Hún lést mjög skyndilega skömmu eftir síðustu skurð- aðgerðina haustið 2004. Það var gríðarlegt áfall að missa hana og fyrstu jólin eft ir að hún dó voru okkur tilfinningalega mjög erfið. Börnin hennar og eiginmaður voru þá hjá okkur og líka Rósa dóttir okkar og hennar maður og barn. Við nutum stuðnings hvert af öðru í sorginni. Þau segjast á þessum tíma eins og endranær hafa leitað styrks í bæninni. -Mér hjálpaði ekkert eins mikið og bænin, ég tók mér tíma á hverjum morgni og bað um smá birtu og það hjálpaði mér - ekld spurning, segir Margrét. Gott að leyfa tilfinningunum aö flæða Sjálfur hefur Jón menntað sig í sálgæslu og stór hluti starfs hans á Lundúnarárunum snéri að sálgæslu. Jón segir að í þeirra tilfelli hafi það sem hann hafði lært í sínu námi sannað sig. -Það er svo mikilvægt að byrgja ekló tilfmningarnar inni og reyna að opna sig fyrir sínum nánustu. Það er svo mikið léttara en að burðast einn með sorgina í sínu hjarta og það er átakanlegt að hitta hjón eða sambýlisfólk sem ( UPPSKRIFTIR ) 1 b sykur 1 b púðursykur 1 b smjör eða smjörlíki 1 b hnetusmjör legg vanilludropar 3 b hveiti 1 tsk. natron 1 tsk. salt Sykur, smjör, egg og vanilla hrærð vel saman og þurrefnunum síðan bætt út í. Hnoðað íkúlursem eru flattar aðeins út á plötunni með gaffíi. Enda voru kökumarlíka oft kallaðar gafflakökur. Stundum þ arfaðeins meirí vætu til að kúlumartollisaman. hafa orðið fyrir sorg og ná ekld að tala um hana. Það skiptir svo miklu máli að vinna úr sorginni, leyfa þessum tilfinningum að flæða, gráta eða tala því þessi úrvinnsla gerist ekld öðru vísi. Þessi frosna sorg er svo skelfileg og oft fer illa fyrir þeim sem burðast of lengi með hana, segir Jón og leggur áherslu á orð sín. Ég spyr Jón hvort sálgæslu- starf hans í gegnum tíðina hafi hjálpað honum eða hvort sorgin hafði læðst að honum? -Maður er búinn að ganga í gegnum svo mikla sorg með öðrum í gegnum tíðina, ég fmn alltaf til með syrgjendum í hjarta mínu og kemst ekld hjá því að samsama mig aðstæðum þeirra þannig að það var lítið sem kom mér á óvart. Vissulega voru fyrstu jólin erfið eftir að Sigrún lést, en kannski finnur maður best hve hin sanna jólagleði er verðmæt þegar maður heldur jólin í skugga sorgar eða aðstæðum eins og nú eru uppi i þjóðfélaginu, svarar Jón og effir stutta þögn tekur Margrét til máls. -Það er líka gott á þessum árstíma að minnast þess sem er látinn, ræða um hverju viðkomandi hafði gaman af og rifja upp góðar minningar. Gleðjast yfir góðum minningum. Margir fá sektarkennd þegar þeir hlæja í fyrsta sinn eftir missi ástvinar en það þarf ekki. Okkur var mikill styrkur í bréfum sem við fengum frá fólld, ég man sérstaklega eftir bréfi frá fjarskyldri frænku Jóns sem hafði misst dóttur sína. Einnig er mikil hjálp i hlýju handtaki eða faðmlagi sem oft segja meira en mörg orð. Minningartónleikar um Sigrúnu voru haldnir í Stykkis- hólmi en hún var þar skóla- stjóri tónlistarskólans. Hún hafði áður verið kirkjuorgan- isti og kórstjóri, enda mikil kirkjukona alla tíð. Núna í desember á fertugsafmæli hennar stefnum við, ættingjar og vinir, að því að koma saman í kirkjunni hennar og diskur með minningartónleikunum var að koma út. Ágóði af honum rennur í orgelsjóð Jdrkjunnar. Allt svona hjálpar okkur mikið. Það er gott að vita hversu margir minnast hennar með hlýju. Fallegur minnisvarói um fallega stúlku Á Hólahátíð í sumar gáfu þau hjón Hóladómkirkju endurgerð á kápu Jóns Arasonar en upprunalega kápan var síðast notuð við biskupsvígslu í Hóladómkirkju árið 1959 og er einn frægasti helgiklæðnaður í eigu Islend- inga. Kápuna gáfu þau í minningu Sigrúnar dóttur sinnar. -Hugmyndin að káp- unni kviknaði strax og við komum hingað að Hólum og við nefndum það við Ólínu Bragadóttur Weightman, mikla hannyrðakonu sem við kynntumst í London þar sem hún er búsett. Þegar við stofnuðum söfnuðinn þar fengum við Ólínu til að sauma messuskrúða, tvo hökla og stólur, sem hún hannaði sjálf. Upphaflega hugmyndin var að kirkjan kostaði kápuna, en eftir að Sigrún dó og í ljós kom að þetta var mun viðameira verk en við höfðum haldið, ákváðum við að gefa hana til minningar um Sigrúnu, segir Jón. Trúlega hefðu þau hjón ekki getað reist dóttur sinni fallegri minnisvarða. Jólakortin skipa stóran sess í undirbúningi jólanna Eftir stutta þögn förum við að ræða komandi jól og ég spyr þau hjón hvort þau skreyti mikið og hvort skrautið komi snemma upp. -Við skreytum seint og eins og í öðru í okkar jólahaldi er allt í föstum skorðum. Hver hlutur á sinn stað. Aðventuljósin fara upp 1. sunnudag í aðventu og eitthvað af ljósum en síðan skreytum við allt á Þorláksmessu um leið og við hlustum á kveðjurnar, svarar Margrét og ég spyr hvort hún baki mikið fyrir jólin. -Ég gerði það hér einu sinni, en í dag baka ég bara tvær smákökusortir, hálfmána og hnetusmjörkökur og eina brúna tertu. Síðan gerum við laufabrauð sem við kaupum í bakaríinu, þynnum hér heima og skerum kantana með kleinuhjóli og síðan að sjálfsögðu laufaskurðinn, Jón er lista skurðarmaður. Jólakortin skipa mikinn sess í jólaundirbúningi þeirra hjóna en þau senda mikinn fjölda jólakorta og leggja mikla alúð í að hvert og eitt kort sé persónulegt. -Maður fyllist hálfgerðum aðgerðarkvíða áður en haldið er í þetta verk en kortin eru okkur mjög mikilvæg. Hér einu sinni opnuðum við aldrei kortin fyrr en á aðfangadagskvöld en í Lundúnum vöndumst við á að opna þau jafn óðum en jólakort eru hluti af jólaskreytingu Englendinga og þar opna menn kortin jafnóðum og þakka síðan fyrir kortið mæti þeir sendanda þess á förnum vegi fyrir jólin. Kannsld tökum við affur upp hinn gamla sið, ég veit það ekki, segir Margrét hugsi. -Æi, þá er alltaf hætta á að maður gleymi einhverjum, stynur Jón og við hlæjum öll. Gott aö lesa inn í jólanóttina Á aðfangadag borða þau hjón klukkan sex og með þeim verður Róshildur dóttir þeirra og hennar fjölskylda. - Klukkan 11 er síðan helgi- stund í Dómkirkjunni þar sem við hlýðum á jólaguðspjallið, stutta hugleiðingu og syngjum jólasálmana. Á jóladag er svo hátíðarmessa í Dómkirkjunni. Eftir hátíðarstund á aðfanga- dagskvöld er gott að setjast niður og lesa í góðri bók eitthvað inn í jólanóttina. Á jóladagsmorgun er ætíð heitt súkkulaði og sætar kökur í morgunmat og síðan kalt hangikjöt í hádeginu. Allt í föstum skorðum, segir Jón og brosir. Ég brosi líka enda alltaf eitthvað svo notalegt við hátíðarhöld eins og venjulega.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.