Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 5

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 5
Katrín María Andrésdóttir, atvinnuráögjafi hjá SSNV Prjónar og heklar tækifærisgjafir Katrín María hefur sfóustu vikur og mánuði dundað sér við að prjóna og hekla gjafir handa vinum og ættingjum. Dúkar, sokkar, morgunskór og bjöllur utan um seríur er á meðal þess sem hún töfrar fram og gleður vini og ættingja með jafnt sem jóla-, afmælis- og tækifærisgjafir. Þegar blaðamann bar að garði var Katrín María í óða önn við að ganga frá innflutningsgjöf til ffænku sinnar en gjöfin var rauður heklaður dúkur, glasamottur og heklaðar bjöllur utan um jólaseríu. Ég dáist um stund af handverkinu um leið og ég tjái Katrínu Maríu að þetta gæti ég aldrei gert. -Jú, víst, er svarið og því fylgir bros. -Ég sjálf er skýrasta dæmi um að þetta geta allir. Handavinnukennararnir mínir myndu örugglega ekki trúa því að ég væri að gera þetta í dag, ég geri ráð fyrir því að þeir veltist um af hlátri ef þeir rekast á blaðið. Mér gekk illa að læra handavinnu á sínum tíma og hafði engan áhuga. Man meira að segja eftir tilviki þar sem ég samdi við ömmu mína um að ég skyldi elda fyrir hana kjötbollurnar ef hún prjónaði í skyldustykkinu fyrir mig, rifjar Katrín María upp. En hvað skyldi hafa breyst? -Ég er svo heppin að hafa á fúllorðinsárum umgengist handverksfólk sem ég hef lært af. Bæði samstarfskonur mínar í Ráðhúsinu, Upplýs- ingamiðstöðinni og eins úr fjölsk)'ldu og vinahópi. Katrín María segist nota tímann yfir sjónvarpinu og langa fundi til þess að grípa í hekl og prjón. -Þetta er fyrir mér bara hluti af því að slappa af en vera samt að nýta tíma sem annars hefði ekki nýst. Það er til dæmis mjög gaman að sitja yfir kaffibolla og spjalli með prjónana í hönd og vera svo kannski þegar spjalli lýkur, búin með heilan sokk líka. Aðspurð segist Katrín María aldrei hafa verið litin hornauga af karlmönnum þegar hún notar fúndartíma til handavinnu heldur þvert á móti sýni þeir þessu áhugamáli hennar mikinn áhuga. -Mér er minnisstæður fundur þar sem ég var að hekla bjöllu utan um seríu en á fundinn sátu margir sveitarstjórnar- menn á Norðurlandi vestra. Þeir sýndu þvi sem ég var að gera mikinn áhuga og spurðu ýmissa spurninga, fóru jafnvel út í tæknileg atriði eins og hvort ekki gæti nú kviknað í garninu þegar það væri komið utan um seríuna, hvernig ég ætlaði að láta þetta tolla og fleira. Þannig finn ég eiginlega meiri áhuga en hornauga -enda eru ekki allir íslendingar vanir einhverju handverki?, spyr Katrfn María að lokum. Þröstur á Eyrinni er jólaljósabarn 3000 perur í garöinum Þröstur Jónsson, í versluninni Eyri, er mikið jólaljósabarn eins og hann orðar það sjálfur en um jólin f fyrra loguðu eitthvað f kringum 3000 perur í garðinum hjá honum auk ýmissa ffgúra. Jólablaðið Feykir spurði Þröst út í þetta skemmtilega áhugamál. Aðspurður um hvort áhugamálið sé nýtilkomið vandamál segir Þröstur að hann líti ekki á þetta sem vandamál, alla vega ekki enn sem komið er. -Ég hef gaman að þessu bæði að skreyta sjálfúr og eins að skoða jólaljósin annarsstaðar. í fyrra var ég með eitthvað um 3000 ljós í garðinum hjá mér en ég veit ekki hvað ég geri í ár. En vaninn er að bæta alltaf einhverju við á hverju ári. Hvað var það sem kveikti þennan áhuga hjá þér? -Ég veit það ekki en mér hefúr alltaf fúndist þetta flott og marglit Ijós finnast mér flottust. Til viðbótar við ljósin er Þröstur með einhverjar fígúrur í garðinum og síðan eyddi hann heilli helgi í að búa til skilti utan á garðskúrinn sinn sem stendur með ljósum Gleðileg jól. -Ég fór niður í Nýprent og lét útbúa filmu sem stóð á Gleðileg jól og síðan festi ég hana á krossvið og boraði og stakk perum í gegn. Það eru um 200 perur í skiltinu. Hvað með aðra fjölskyldumeðlimi, taka þeir þátt í þessu með þér? -Já oftast gera þeir það nú, krökkunum finnst sérstaklega gaman að hjálpa til við ljósin. Enda er þetta hátíð þeirra. Þröstur segir að nágrannar hans séu liðtækir í skreytingunum en þó sakni hann þess að sjá ekki fleiri ljós í garðinum hjá Gísla i Tengli. Maðurinn sé nú einu sinni rafvirki. Hann skorar á hann að bæta við ljósin þetta árið. Hvað með annan jólaundirbúning, telcur þú jafn mikinn þátt í honum? -Já, ég reyni að gera það án þess þó að eiga þar eitthvað sérstakt hlutverk, ég er meira svona í að hjálpa til. Bakar þú? -Nei ég geri það ekki og er yfir höfúð ekki svo mikið fýrir kökurnar, meira fyrir jólamatinn sjálfan. Nema þá einna helst ____— 5 .1». i* it** • * * ; •*' * rl'. -TriU • ,,, kornflexkökurnar. Þröstur er nú þegar farinn að taka niður kassana með skreytingunum og farinn að huga að því hvað er í lagi og hvað ekki. Fyrstu ljósin koma síðan upp núna um helgina. Það er að því gefnu að ekkert komi upp á. i UPPSKRIFTIR ) teGHJ1 4dl. hveiti vanilludropar 1 tsk. natron 4 dl. haframjöl 200 gr. smjörlíki 2 dl. kornflex 2dl. sykur 2 stk. egg 2 dl. púðursykur 1 V2 tsk. 2 dl. kókosmjöl

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.