Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 35

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 35
Jólablaðið heimsótti Héraðsbókasafn Skagfirðinga Jólin á safninu Þórdfs Friðbjörnsdóttir er forstöðumaður héraðsbókasafnsins en þessa dagana streyma nýjar bækur inn á safnið. En þegar blaðið bar að garði var Þórdís að glugga í bókatíðindi og velja hvaða bækur komi inn á safnið þó að á endanum komi þær nú flestar inn. -Bókadeildin í Skagfirð- ingabúð þjónustar okkur mjög vel og við fáum bækurnar um leið og þær koma í fjörðinn, segir Þórdís. Aðspurð segirhún að það sé hluti af jólastemningu þegar bækumar fara að streyma inn. -Það er um mánaðarmótin október/nóv- ember sem bækurnar fara að streyma inn. Þá förum við nokkrum sinnum í viku að sækja bækur og er þá misjafht hversu mörg eintök koma en af þessum vinsælustu bókum setjum við líka eintak á bókasafnið á Hofsósi og fram á Steinsstöðum. Hvemig er aðsóknin? -Mín tilfinning er sú að ekki hafi dregið úr aðsókn og ég held að bókin haldi í við aðra afþreyingarmöguleika og hafi ekki gefið svo mikið eftir. Það er verið að gefa út mjög athyglisverðar og skemmtilegar bækur allt árið um kring eftir að þessir kiljuklúbbar urðu svona öflugir og það skilar sér hingað inn. Verður eitthvað um að vera á safninu fyrir jól? -Já, við vorum með bókmenntakvöld í fyrra og ædum að endurtaka það aftur núna. Ædunin er að lesa upp úr nýjum bókum og það er draumurinn að fá nokkra höfunda til þess að koma og lesa upp úr bókum sínum. I fyrra fékk ég nokkra bókavini sem völdu sér nýútkomnar bækur að lesa úr og það varð mjög skemmtilegt kvöld. Aðspurð um vinsælustu bækurnar segir Þórdís að Arnaldur sé alltaf vinsæll og eins Einar Kárason og Árni Þórarins en ekki séu allar bækur komnar í hús þetta árið og því erfitt að segja til um hverjar verði vinsælastar nú. í desember verður safhið síðan skreytt og reynt að skapa stemningu með piparkökum og hlýlegheitum. Eins er í safninu til mikið af tímaritum og eins dönsku b 1 ö ð u n u m . -Við vorum að fá jólablöðin og því er tilvalið fyrir fólk að koma og glugga í tímarit hérna hjá okkur, segir Þórdís. Geta allir komið og tekið bók? -Já, það er ókeypis fýrir upp í 18 ára og eldri borgara og öryrkja. Síðan geta allir fengið kort sem kostar 1000 krónur á ári og fyrir það má taka 10 bæleur í einu, mánuð í senn. Nema að nýjar bækur fara á 10 daga lán. Safnið hefur stækkað ört síðustu ár og til þess að grynnka aðeins á birgðum var haldinn þar á dögunum bókamarkaður sem Þórdís segir að hafi verið vel heppnaðan. -Viðtökur voru góðar og fólki fannst þetta vel til fundið. Við stefnum því að því að halda bókamarkað árlega, segir Þórdís að lokum. Jólablaðið Feykir hvetur alla lesendur til þess að nálgast bókasafnskort á næsta safn og geta þannig tryggt góð bókajól í ár. Það er jú fátt jólalegra en lestur góðrar bókar á jóladag. Biörgunarsveitir víóa um land treysta á flugeldaglaðar fjölskyldur til þess aó fjármagna sjálfboóaliöastarf sitt Fjáröflun og góð skemmtun í einu Arnþór Gústavsson og Valdimar Pétursson hjá Björgunarsveitinni Skagfiróingasveit eru þessa dagana í jólaundirbúningi. Jólaundirbúningi sem þó er frábrugðin hinum hefðbundna, en félagar f björgunarsveitinni sjá okkur fyrir flugeldum auk þess að halda skötuveislu á Þorláksmessu og aðstoða jólasveina. Undirbúningur flugeldasölunnar er stór liður í jólaundirbúningi björgunarsveitarmannsins ekki satt? -Jú það er rétt. Undirbúningur jólavertíðarinnar er ekki síður mikilvægur en undirbúningurinn heima fyrir. Auk flugeldasölu eru fleiri fjáraflanir í jólamánuðinum, árleg skötuveisla er haldin auk þess sem við höfum verið jólasveinunum innan handar þegar illa viðrar. Kemur skortur á gjaldeyri til með að hafa einhver áhrif á flugeldasöluna í ár? -Það leit út fyrir það á tímabili að engir flugeldar kæmust til landsins en við lofum því að eitthvað verður til sölu í Sveinsbúð eins og fyrri ár. Breytist þið í böm þegar kemur að undirbúningi flugeldasölunnar? -Það er ekki laust við að það magnist upp ákveðinn spenningur þegar flugeldavertíðin nálgast. Það er gaman að sjá og prófa nýtt dót og það er auðvelt að tapa sér við flugeldakaupin. Hvað flugeldur en nú í uppáhaldi? -Stóru terturnar eru í uppáhaldi, raunar hver annarri betri - bardagaterturnar standa upp úr, ekki hægt að gera upp á milli þeirra. Hvaða atriði ber að hafa í huga áður en skoteldar eru notaðir? -Númer eitt, tvö og þrjú að vera með hlífðargleraugu og við viljum minna á að Skagfirðingasveit gefur hlífðargleraugu með öllum keyptum flugeldum. Annars ber helst að hafa í huga að skjóta flugeldum af öruggri undirstöðu og fýlgja almennum leiðbeiningum. Ekki má undir nokkrum kringumstæðum breyta eða taka i sundur flugelda - það er ávísun á slys. Síðast en ekki síst fer notkun áfengis og vímuefna ekki saman við notkun flugelda. Er mikil hækkun á flugeldum á milli ára? -Óhjákvæmilega verða einhverjar hækkanir á flugeldum frá því í fyrra þar sem allar skotvörur eru keyptar inn í dollurum en við vonumst auðvitað til þess að hægt verði að halda hækkunum í lágmarki. Hvar og hvenær fer flugeldasalan fram? -Eins og síðustu ár fer flugeldasala Björgunarsveitarinnar Skagfirðingasveitar fram í Sveinsbúð að Borgarröst 1 á Sauðárkróki. Flestar ef ekki allar björgunarsveitir landsins standa fýrir flugeldasölu fyrir áramótin en hægt er að nálgast upplýsingar um sölustaði um allt land hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu. Er aldurstakmark fyrir flugeldakaupendur, þ.e. seljið þið hverjum sem er flugelda? -Bannað er að selja eða afhenda skotelda barni yngra en 16 ára sé þess getið í leiðbeiningum með skoteldum. Öll sala á skoteldum til barna yngri en 12 ára er óheimil og öll meðferð barna á þeim skal vera undir eftirliti fullorðinna. Eitthvað að lokum ? -Við viljum minna fólk á að flugeldasala björgunarsveitanna er stærsta fjáröflun ársins, sem stendur að stórum hluta undir rekstri sveitanna. Það að skjóta upp flugeldum getur verið góð skemmtun á sama tíma og það er einn þráður í öryggisneti samfélagsins. Cetum bætt við okkur verkefnum

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.