Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 7

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 7
Jólablaóið Feykir hafói samband við nokkrar leikskólastýrur og forvitnaöist lítillega úmjólahald þeirra, jólasiöi og uppánalds jólalög Jólin okkar 80oz aixA3d\nor Guðrún Lára Magnúsdóttir er leikskólastjóri á Ásgarði á Hvammstanga. Guörún Lára er gift séra Guðna Þór Ólafssyni og til samans eiga þau 10 börn. Hann sex og hún fjögur. Fjórar stúlkur og sex drengir. Guðrún segir aó börnin þeirra séu skemmtilegt fólk sem gaman sé að vera innan um svo hún tali nú ekki um tengdabörnin og barnabörnin. Æfing jólasálma kemur meó jólaskapiö Hvað kemur þér í jólaskap? -Það er margt sem kemur mér í jólaskap en ef ég tek eitthvað sérstakt út þá væri það að æfa jólasálmana í kirkjukórnum. Einnig ferlið sem fer í gang þegar ég er að undirbúa jólin. Baka laufabrauð með fjölskyldunni. Finna ilminn af heimareykta hangikjötinu. Eiga samveru með þeim sem mér þykir vænt um við kertaljós. Taka upp jólaskraut frá því að ég var barn, það vekur upp gamlar og góðar minningar og kemur mér í enn frekara jólaskap. Nemendur og starfsfólk leikskólans koma mér í jólaskap, vegna þess að það er verið að undirbúa jólin út um allan skóla þegar líður að jólum. Jólin eru... tími fjölskyldunnar. Hátíð kristinna manna. Fyrir mér eru jólin trúarleg hátíð og því skipar kirkjan ríkan þátt í mínu jólahaldi, í kirkjunni finn ég jólin mín þegar ég heyri jólaguðsspjallið, syng Heims um ból helg eru jól. Jólin eru tími til að þakka og ég bið um blessun og frið á jólum. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Heims um ból Byrjar þú snemma aö undirbúa jólin? -Eg er í raun að undirbúa jólin allan ársins hring. Eg er með stóra fjölskyldu og er að kaupa jólagjafir yfir allt árið. Ég vil líka njóta aðventunnar og því er betra að vera tímalega að hlutunum. Annars geri ég bara það sem ég kemst yfir og svo gengur hátíðin í garð og ég er klár hvort sem ég komst yfir það sem égætlaði méreða ekki. Mikilvægaster að fjölskyldan er saman, guðþjónusta, matur á borðum og eitthvað til að gleðja börnin. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? -Eitthvað sem ergefið með góðum hug og kostar ekki mikið, ég segi stundum við börnin þegarégerspurð hugsið um augnablikið þegar ég mun njóta. Mér finnst te ogsúkkulaði gott og kertaljós fær alltaf pláss á mínu borði. Bakar þú fyrir jólin? -Já ég baka smákökur, lagkökur og jólabrauð sem hefur alltaf verið bakað í mínum búskap. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þetta er erfið spurning þær eru allar svo góðar, en mömmukökur eru einstaklega góðar. Steinunn Ragnheiður Arnljótsdóttir, leikskólastjóri á Birkilundi í Varmahlíð. Steinunn er gift Marinó H. Þórissyni og eiga þau Ragnar Yngva og Sigfinn Andra 10 ára. Stórar snjóflyksur í logni Hvað kemur þér í jólaskap? -Þegar fjölskyldunnar. Við skulum ekki tína snjóar stórum snjóflyksum í logni. okkur í amstrinu heldur njóta þess að Jólin eru... hátíð barnanna og vera saman og gera eitthvað saman. Þegar upp er staðið skiptir ekki máli hvað við gerðum mikið fyrir jólin eða hversu stórir pakkarnir voru, heldur það að okkur líði vel og að við getum verið með þeim sem okkur þykir vænt um.... Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? -Mér finnst White Christmas alltaf skapa góða stemningu, en það er til svo mikið af góðum jólalögum og fer eftir aðstæðum hvað mann langar að hlusta á. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Eg byrja oft seinni partinn í nóvember, en ég er samt ekki að hamast neitt mikið. Geri það sem mig langar til þegar stundir gefast. Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? -Það er alltaf gaman að fá bók, t.d. lífsreynslusögu. Bakar þú fyrir jólin? -Já, ég baka alltaf nokkrar smákökusortir og svo tek ég þátt í laufabrauðsbakstri. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Kúrennukökur Valbjörg Pálmarsdóttir leikskólastjóri á Glaóheimum Sauðárkróki. Valbjörg á tvær stelpur, Maríu Ósk 13 ára og Berglindi Björgu 7 ára. Aðventukvöldið í kirkjunni ómissandi Hvað kemur þér í jólaskap? -Það eru ýmsirhlutirsem koma mér í jólaskapið: T.d. aðventukvöldið í kirkjunni fyrstu helgina í des, skreyta piparkökur og föndra jólakort með stelpunum mínum, hlusta á jólakveðjurnar í útvarpinu á Þorláksmessu er alveg toppurinn á því að komast í jólagírinn! Jólin eru... Tími til að vera með fjölskyldunni, hátíð Ijóss ogfriðar! Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga?- Það er tvímælalaust lagið Yfir fannhvíta jörð! Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Eg byrja undirbúninginn þegar aðventan gengur í garð, Þá fer ég að setja upp jólaljósin og jólagardínur! Hitt kemursvo bara í rólegheitunum! Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár?- Eitthvað sem kemur skemmtilega á óvart;) Bakar þú fyrir jólin? -Já ég geri það svona 2-3 sortir, mér finnst það partur af stemningunni að finna kökuilminn í húsinu þegar líða fer að jólum. Á mínu heimili eru kökurnar eru að mestu leyti borðaðar á aðventunni. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -Þær heita Orður og eru í miklu uppáhaldi hjá okkur mæðgunum. Ég læt uppskriftina fylgja með: 300 gr. smjörlíki.ldl. sykur, 400 gr. hveiti, 1 egg. Krem: 50 gr. jurtafeiti, 50 gr. smjör- iiki, legg, 50 gr. fiórsykur 1 tsk. vanillusykur. Jóhanna G. Jónasdóttir, leikskólastjóri á Barnabæ Blönduósi, er gift Jóni Aóalsteini Sæpjörnssyni og á þrjú börn Lee Ann, Björgvin og Arndísi. Ilmur af hangikjöti og pipar- kökum skapar stemningu Hvað kemur þér í jólaskap? - Kertaljós, ilmurinn af hangikjöti og piparkökubakstri. Jólin eru ... tími samveru, friðar og Ijóss. Hvert er að þínu mati jólalag allra jólalaga? - Ó, helga nótt, sérstaklega þegar Egill Olafsson syngur það. Byrjar þú snemma að undirbúa jólin? -Nei, ég er oftast á síðustu stundu og er farin að sætta mig við það ífari mínu! Hvað langar þig að fá í jólagjöf í ár? - Það er ekkert sérstakt á óskalistanum þetta árið. Bakar þú fyrir jólin? - Nei, Lee Ann dóttir mín sér um það. Hver er uppáhalds smákökusortin þín? -fgamla daga voru vanilluhringir uppáhalds smákökurnar mínar. í dag eru það Ingibjargaraugu sem systir mín gaf mér uppskriftina að og dóttir mín bakar.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.