Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 17

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 17
Mér fannst hann vera að óska okkur gleðilegra jóla. Síðar á ævinni hef ég hugleitt hvort hann hafi í raun ekki tekið verulegan þátt í uppeldi okkar. Við lærðum heilræðavísur hans og bænavers hans lásum við fyrir svefninn. Smám saman komu eldri systkinin inn í stofuna, allir nýbaðaðir og greiddir í sparifötunum. Síðast komu pabbi og mamma og nú var kveikt á jólatrénu og hvert okkar fékk sitt kerti. Faðir okkar seildist upp á hillu eftir Nýja testamentinu. Allt hljóðnaði í stofunni. Svo las hann jóla- guðspjall Lúkasar. Ég horfði í ljósið mitt, hlustaði og reyndi að skilja textann. Sá fyrir mér atburðina á Betlehemsvöllum þar sem Jesú fæddist meðal fátæks alþýðufólks. Lestrinum lauk og allir óskuðu gleðilegra jóla með kossi á vangann. Svo var maturinn borinn inn, stórt fat, hlaðið hangikjöti og kartöflur í jafningi og laufabrauðið sem við höfðum skorið svo fallega út fyrir jólin. Á eftir fengum við þykkan hrísgrjónagraut með rúsínum og rjómablandi eða berjasaft, eftir því hvað hver vildi. Við vorum orðin svöng eftir eril dagsins og baslið með stóra sleðann og tókum djarflega til matarins, vorum áminnt um að á jólunum borðuðu menn kurteislega. Við þyrftum ekki að flýta okkur. Við sátum því lengi til borðs og nutum matarins vel. Þegar tekið hafði verið af borðinu fórum við að ganga kringum jólatréð. Allir héldust í hendur og þeir sem gátu sungu jólalög og jólasálma, en lítill drengur gekk þögull og horfði í öll ljósin á trénu. Svo tókum við okkur hvíld og nú gáðum við í körfurnar, fengum okkur einn mola en sælgætið myndum við geyma eitthvað. Borða það hægt og njóta þess. En nú kom sjálf jólalyktin f stofuna er móðir okkar kom með epli og gaf hverjum okkar eitt. Mikið ósköp voru þau falleg. Við tímdum varla að bíta í þau strax. Epli sáust ekki nema á jólum og voru naumt skömmtuð í versluninni svo að allir fengju eitthvað. Ég tel mig muna að stundum væri eplið bara hálft. Við heyrðum talað um heimskreppuna en það orð skildum við ekki litlu krakkarnir, vorum bara glöð og ánægð með það sem við höfðum. Sem fýrr getur voru jólagjafirnar að öllu leyti unnar heima, oft úr ullinni af kindunum okkar. Ullin var þvegin, kembd, spunnin og prjónuð og lituð. Heima voru gerðar úr henni fallegar og hlýjar flíkur og þó þær væru nú jólagjafir, komu þær að góðum notum í næðingum vetrarins. Ég minnist þess ekki frá þessum tíma að jólagjafir væru keyptar, nema við litlu krakkarnir fengum saman spil og nokkur kerti. En við vorum beðin að spila ekki í kvöld en það mátti skoða þau. Áfram leið kvöldið við gleði og leiki. Svo var borið inn heitt súkkulaðiogallarkökusortirnar sem mamma og eldri systurnar höfðu bakað fyrir jólin. Mikið voru þær góðar. Þegar við höfðum drukkið og borðað af góðgætinu eins og lystin framast leyfði fór kannski að heyrast einn og einn geispi og nokkurværðlagðistyfirhópinn. Eldri systkinin buðu góða nótt hvert af öðru og gengu til hvílu sinnar. Þau höfðu einhvern veginn útvegað sér bækur og nú myndu þau eflaust lesa fram undir morgun. Venja var að láta ljósin loga á jólanóttina. Það var því bætt olíu á lampana og gengið þannig frá þeim að engin hætta stafaði af. Það voru þreytt börn en glöð ***** 1 ^- * * JótoNiWgS og hamingjusöm sem háttuðu í rúmin sín. Við bjuggum fremur þröngt. I flestum rúmunum sváfu tveir og í litla óupphitaða kvistherberginu, uppi á lofti, var líka sofið. í þessu gamla, óeinangraða timburhúsi var stundum kalt um nætur, upphitunin var eingöngu frá eldavélinni á daginn og lítilli kabyssu í stofunni. En það var engum kalt sem kominn var undir sæng. Rúmin voru ákaflega góð, undirsængin úr fiðri, líklega af fuglinum sem afi minn kom með frá Drangey á vorin. Yfirsængin úr fisléttum dúni. Nýþvegin og útiþurrkuð sængurfötin ilmuðu af hreinlæti. Líklega voru þetta þau sömu sem ég þvoði í læknum í morgun. Mikið ósköp voru þetta kyrrlát og gleðileg jól og þau voru nú bara að byrja. Jólin myndu minna á sig fram yflr áramót. í fyrramálið myndi mamma færa okkur morgundrykkinn í rúmið, kökur og heitt kakó. Um hádegið yrði kalt, niðursneitt hangikjöt og heitar kartöflur, laufabrauð og pottbrauðið góða. Eftir matinn færum við til kirkju. í svona góðu veðri og færi myndum við fara öll. Við bjuggum á nyrsta bænum í sókninni og yrðum nærri klukkutíma að ganga til kirkjunnar. Líklega drægi pabbi með sér litla sleðann. Þá gætu þeir yngstu hvílt sig svolítið á leiðinni. Annað kvöld myndum við ganga í kringum jólatréð og þá máttum við prófa nýju spilin. Seinna myndum við fara í jólaheimboð á næstu bæi og bjóða affur til okkar fólki. í þessum heimboðum var stundum spilað púkk. Þar gátu allir verið með, ungir og gamlir. Mikið var það gaman. Eftirmáli Þessar jólaminningar hans afa eru frá árunum 1935-1936 þegar heimskreppan lá yfir af fullum þunga. Peningarsáustþá varla, lífsbaráttan snerist raunar mest um það að afla daglegs matar og reyndist sumum erfitt. Varla þarf að taka fram að þá var ekkert útvarp, sjónvarp eða sími og lesefni mjög afskornum skammti. Með dugnaði og eljusemi tókst þó að laða fram hina sönnu, kyrrlátu jólagleði. Síðan hefi ég lifað mörgjól, jól allsnœgta ogkaupgleði. Ekki eru það mín jól. Líklega er það svo að þrátt fyrir tnjög breytilegar ytri aðstœður eru æskujólin alltafbest. GEORG jENSEN*^f ROYALCOPENHAGEN ★ JOLAVORURNAR I TSTREYMAINN... itMJ ^ fcí f \ Rosendahl jólalínan - nýjar vörur:: Gjafavara í úrvali frá Georg Jensen JÉ Fallega gjafavaran frá Holmegaard komin :: Smart lína frá Royal Copenhagen Skreytingar við öll tækifæri Sjáumst íjólaskapi atkáliw íslensku jólasveinarnir frá Jólahúsinu STOЄ, VERKPRÆÐISTOFA í 20 ár AÐALGÖTU21•550 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI 453 5050 • FAX 453 6021 www.stodehf.is stod@stodehf.is SKAGFIRSKI KAMMERKÓRINN Jólatónleikar í l lóladómkirkju þann 20. dcscmber, kl. 20:30 Löngumýri þann 27. dcscmbcr kl. 1 7:00 Gleöileg jól

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.