Feykir - 27.11.2008, Qupperneq 11
Jólablaðió lagói laufléttar jólaspurningar fyrir keppendur í Útsvari
Hjón á leið í Útsvar
Hjónin Guóbrandur Ægir Ásbjörnsson og Guðbjörg
Bjarnadóttir keppa ásamt Ólafi Hallgnmssyni fyrir
hönd Skagafjaróar í Útsvari þetta árið. Jólablaðinu
Feyki lá forvitni á að vita hversu vel þau eru að sér í
jólavæntingum hvors annars.
ilmvatn. (Bókin rétt en ekki hitt)
Hvað gaf hún þér? Bók og
trefil pottþétt! (Bók rétt en
ekki hitt.)
Ægir
um Guöbjörgu:
Hvað kemur henni í
jólaskap? -Snjórinn og
jólaplatan með Dollý Parton
og Kenny Rogers. (Rétt svar)
Fer hún snemma í jólaskap?
-Já. (Rétt svar)
Hvaða jólalag er í uppáhaldi
hjá Guðbjörgu? -Öll lögin á
áður nefndri plötu en aðallega
Christmas without you.
(Rangt að hluta, uppáhalds
lagið er síðasta lagið á þessari
plötu.)
Hvað gafst þú henni í jóla-
gjöf fyrir ári síðan? Bók og
Hvað heldur þú að hana
langi að fá í jólagjöf þetta
árið? Snjógalla og bók. (Bók
rétt en ekki hitt.)
Hvaða jólasiður ykkar
fjölskyldunnar er í mestu
uppáhaldi hjá Guðbjörgu?
Kirkjuferðin á aðfangadag.
(Nokkuð rétt.)
Nokkrar fyrir ykkur
sameiginlega:
Bakið þið mikið fyrir jólin?
-Bara mátulega mikið, svona
6 tegundir.
Nú eigið þið fimm börn
er ekki glatt á hjalla á
aðfangadagskvöld? -Jú,
mjög.
Farið þið í mörg jólaboð?
-Við höfum yfirleitt
farið í þrjú undanfarin
ár. Skötuveislu á Gili á
Þorláksmessu, hangikjöt
á Freyjugötunni á jóladag
og svo sameiginleg veisla á
gamlársdag, sem flyst milli
heimila stórfjölskyldunnar.
Hvernig takið þið
jólaundirbúninginn, með
stressi og látum eða á rólegu
nótunum? -Svona frekar á
rólegum nótum. Smá fjör í
þrifunum síðustu dagana fyrir
jól, annars bara notalegheit.
Guöbjörg
um Ægi:
Hvað kemur honum í
jólaskap? Að fara í jólabaðið
á aðfangadag. (Ekki alveg
sammála)
Fer hann snemma í jólaskap?
Nei, mest bara þegar hátíðin
sjálf brestur á. (Rétt)
Hvaða jólalag er í uppáhaldi
hjá Ægi ? Eitthvað ljúft með
Mahaliu Jackson. (Rétt)
Hvað gafst þú honum í
jólagjöf fyrir ári síðan? Bók
og rakspíra. (Rétt)
Hvað gaf hann þér? Hring,
bók og sæng. (Mikið rétt)
Hvað heldur þú að hann
langi að fá í jólagjöf þetta
árið? Einhverja góða nýja
skáldsögu eða bók um dýr
eða veiðiskap. (Rétt)
Hvaða jólasiður ykkar
fjölskyldunnar er í mestu
uppáhaldi hjá Ægi ?
-Ætli það sé ekki aðallega
eitthvað matartengt. Skatan
á Gili á Þorláksmessu,
kvöldmáltíðin heima á
Suðurgötu á aðfangadag og
svo hangikjötið hjá mömmu á
jóladag. ( Rétt)
Hvort eiga upp á pallborðið
stílhrein jól eða þessi
skrautlegu? -Svona bæði og.
(Rétt)
Er eitthvað við jólin sem fer
í taugarnar á Ægi og ef svo
er hvað er það? -Ég man ekki
eftir neinu sérstöku, kannski
helst auglýsingamennskan
fyrir jólin. (Rétt)
Það var ekki hægt að yfirgefa
þau heiðurshjón án þess að fá
uppskrift af uppáhalds kökum
fjölskyldunnar:
Efst: Snæfriður og Diljá kunna vel að meta rúsinukökumar.
Fyrir ofan: Jólakrossinn upp á Nöfunum er uppáhalds jólakskraut Ægis
Til hægri: Keramiktréiö geröi Óla, frænka Cuöbjargar, handa ömmu hennar og Guöbjörg
erföi þaö siöan. Tréö eri miktu uppáhaldi og feralltafupp um leiö og fyrstu jölaljós.
Lengst til hægri: Guðbjörg og Ægir eru nokkuð vel aó sér i jólavæntingum hvors annars.
2 tsk. matarsódi
2egg.
Öllu hrært saman og tekið með
skeið á sett á plötu og bakað
við 200 gráður þangað til þær
verða fallega brúnar.
Hvort eiga upp á pallborðið
stílhrein jól eða þessi
skrautlegu? Stílhrein! (Rétt.)
Er eitthvað við jólin sem fer
í taugarnar á Guðbjörgu og
ef svo er hvað er það? Nei!
(Nokkuð rétt.)
1 bolli rúsínur
2 bollar haframjöl
1 bolli smjörlíki
Allt hakkað saman,
1 V2 bolli hveiti
2 bollar sykur