Feykir - 27.11.2008, Side 16
16
Jófebli»*.v;V*'
Jólin hans afa : Jólasaga úr æsku
Axels Þorsteinssonar frá Litlubrekku
Þegar
trölliö kom
Ég vaknaði við jafnar
og taktfastar strokur
þvottarins á stóra
glerbrettinu. í draumnum
sem enn var Ijós í huga
mér hafði þetta verið
gjálfur öldunnar við fjöruna
þar sem við lékum okkur
systkinin. Draumurinn
hlaut að eiga rætur í
liðnu sumri því nú var
vatnið hulið þykkri íshellu
og vatnsbakkarnir upp
frá fjörunni ákjósanleg
sleðabrekka.
Það var aðfangadags-
morgunn. Nú voru jólin að
koma, nú voru þau loksins að
koma. Það var ennþá dimmt
en ljósið frá eldhúsinu þrengdi
sér gegnum rifur á hurðinni
og mynduðu eins og mjó strik
á veggnum andspænis. Nú
var ekki þörf að kúra lengur
undir sænginni og bíða þess
að hlýnaði inni. Faðir minn
hafði farið snemma á fætur
og kveikt móeldinn í stóru
eldavélinni. Nú var orðið hlýtt
og notalegt inni. Ég settist
upp og klæddi mig, fýrst í
kotið, síðan sokkana sem
náðu vel upp fyrir hné. Þá
stuttbuxurnar og skyrtuna. Þá
var að hneppa sokkaböndum
og axlaböndum og loks fór
ég í leistana og peysuna og
gekk fram í eldhúsið. Móðir
mín laut yfir stóra trégirta
eikarbalann og nuddaði tauið á
glerbrettinu. Við hverja stroku
færði hún litla visk af tauinu
upp í greip sína uns komið
var á enda. Þá var að snúa
því og nudda hinum megin,
síðan að vinda hvert stykki
milli handa sér og færa yfir í
stóra pottinn á eldavélinni þar
sem þvotturinn var soðinn.
Síðan var hann veiddur upp
úr suðunni með þvottaprikinu
yfir í litla balann og undinn
aftur. Þá var eftir að skola
hann í læknum og loks að
þvo í læknum, bláma hann
og hengja út á snúru ef veður
leyfði. Áreiðanlega þyrfti þessi
þvottur að vera orðinn þurr í
kvöld.
Ég horfði á móður mína
keppast við þvottinn. Yrði nú
allt tilbúið í kvöld þegar jólin
kæmu? Gæti ég ekki hjálpað
eitthvað til? Þá yrði tíminn
fljótari að líða: „Mamma! Á
ég að þvo í læknum, ég held
ég geti það alveg“. „Jæja góði
minn. Þú mátt reyna“. Hún
bætti köldu vatni í litla balann
og vatt tauið upp úr suðunni
milli handa sér í fötu sem
hún fékk mér: „Gættu þess
vel að missa ekki þvottinn
undir ísinn. Leggðu hann svo
á hreinan snjó, þá sígur fljótt
úr honum mesta vatnið. Svo
lætur þú hann í fötuna og
kemur með hann“.
Svo komu jólin
Áfram leið dagurinn, undur
hægt. Þegar móðir okkar hafði
lokið morgunmjöltunum,
skilið mjólkina og þvegið
öll mjólkurílát vandlega, var
farið að þrífa. Því var þó að
mestu lokið. Herbergin tvö
sem við bjuggum í höfðu
verið sandþvegin og nú voru
panelþilin skínandi hvít og
falleg. Eftir var þó ýmislegt
smálegt í eldhúsinu. Allt skyldi
vera hreint og sópað þegar
jólin kæmu.
Við vorum fjögur yngri
systkinin, þrír bræður á
aldrinum fjögurra til átta ára og
systir tíu ára. Hún var leiðtogi
þessa hóps í leik og starfi og
fórst það ákaflega vel. Einu
nafni vorum við nefnd: „litlu
krakkarnir". Eitt sinn er rætt
var um hvort við gætum unnið
eitthvert ákveðið verk svaraði
hún ákveðin: „Jú, við getum
þetta alveg litlu strákarnir“.
Þarna var engin kynjabarátta.
En nú var að undirbúa
jólin og við vildum hjálpa
til. Móðir okkar kom þá
með hnífaparaskúffuna og
fægilöginn i bláa, fallega
bauknum sem geymdur var
uppi í háa skápnum. Hvert
okkar fékk sinn klút. „Jæja
nú skulið þið fægja þetta vel
og vandlegá'. Við settumst
og fægðum af kappi, líka sá
yngsti.
Móðir okkar og eldri systir
þrifu og fægðu lampana.
Það var mikið vandaverk þvi
að ekkert mátti brotna eða
bila. Ef lampaglas brotnaði á
aðfangadag yrði ekki úr því
bætt fyrr en eftir jól. Þá yrði
einhvers staðar skuggi þar
sem ljós átti að vera. En nú
gekk allt vel. Einnig þrifu þær
týrurnar og skiptu um kveik
ef þurfti. Og jólin áttu líka að
vera hjá kúnum og kindunum.
Fjárhúslugtin var sótt og
gamli lýsislampinn úr fjósinu.
Hann var úr kopar og glóði
nú eins og gull þegar búið var
að fægja hann og setja í hann
nýjan kveik úr fífunni sem
sótt var út á mýrina í sumar.
Svo var sett á hann hreint og
tært lýsi. Það yrðu áreiðanlega
jól hjá kúnum. Við lukum við
að fægja hnífapörin og nú var
komið hádegi. Nú hafði tíminn
liðið hratt.
Á aðfangadag var aðeins
léttur hádegismatur, skyr
og sneið af hinu eina sanna
pottbrauði sem bakað var á
löngum tíma, grafið í ösku
frammi í hlóðum. Það þótti
okkur öllu öðru rúgbrauði
betra og því fylgdi væn sneið af
nýstrokkuðu smjöri.
Eftir matinn spurði móðir
okkar hvort nú myndi ekki
vera gott sleðafæri. „Jú, jú!“,
hrópuðum við í kór. „Viljið
þið ekki fara út og leika ykkur
meðan bjart er. Veðrið er svo
gott“. Við náðum okkur í húfu
og vettlinga og þustum út.
Við áttum saman lítinn sleða
en á honum gátu aðeins setið
tveir. Það vandamál leystum
við þannig að tveir renndu sér
en tvö biðu uppi á brekkunni
og fóru næstu ferð. En nú var
færið svo gott að við tókum
hestasleðann. Á honum var
nóg pláss fyrir okkur öll en
hann var nokkuð þungur að
draga upp brekkurnar.
Þegar fyrstu kvöldstjörn-
urnar birtust yfir fjallinu
var kallað á okkur heiman
frá bænum. Við rákum upp
fagnaðaróp. Nú voru jólin
að koma. Ég held við höfum
gleymt þeim þegar leikurinn
var glaðastur. Við hlupum heim,
vissum þó hvað beið okkar
fyrst. Þegar við komum inn í
eldhúsið stóð stóri eikarbalinn
á miðju gólfi og upp af honum
stóð gufumökkurinn. Tvær
elstu systurnar stóðu við
balann og svo kom skipunin:
„Úr fötunum, hverri einustu
tusku“. Okkur fannst þetta
fremur óvirðuleg athöfn
og minnti nokkuð á þegar
kindurnar voru baðaðar fýrr í
vetur. Svo fór sá fyrsti í balann
og nú var skrúbbað og þvegið.
Stundum heyrðust skrækir
og kvartanir frá balanum.
Okkur þótti þær nokkuð
harðhentar. Þegar sá fyrsti kom
hvítþveginn úr balanum var
hann vafinn í handklæði og
sendur inn í miðbaðstofu. Þar
var móðir okkar sem þurrkaði
og lét hvert okkar hafa sín föt.
Og nú komu jólagjafirnar. Allir
fengu nýjar flíkur, fallega peysu
og oft nýja sokka og vettlinga.
Engar tvær peysur voru eins.
Sumar voru með kaðlaprjóni,
aðrar með garðaprjóni.
Mynsturbekkurinn yfir
brjóstið var með ýmsum hætti
svo auðvelt var að þekkja
þær í sundur. Aldrei minnist
ég metings eða öfundar í
þessu sambandi. Þetta yrðu
sparipeysurnar okkar næsta ár
og ég held að hverjum okkar
hafi þótt sín flík fallegust. Við
fórum líka í vettlingana, svona
til að máta þá. Síðan hlupum
við upp um hálsinn á mömmu
og þökkuðum gjafimar og
óskuðum gleðilegra jóla.
Við höfðum haft svolítinn
beyg af jólakettinum. Hann
var hræðilegt dýr, klóraði og
át jafnvel börn sem ekki fengu
nýja flík á jólunum. En nú átti
hann ekkert erindi við okkur.
Hann gat sko bara verið heima
hjá Grýlu.
Við höfðum ekki mátt koma
í stofuna síðan í morgun en nú
opnaði móðir okkar og bað
okkur að gá hvort jólin væru
nú ekki bara komin þar. Við
gengum inn en stoppuðum
innan við dyrnar og strukum
hönd yfir augu. Það var svo
bjart og það var svo fallegt. Ef
til vill skildum við nú betur
sálminn sem sunginn var á
jólunum: „Hvert fátækt hreysi
höll nú er“. Stóri lampinn sem
hékk yfir borðinu í gljáfægðri
kopargrindinni lýsti svo mikið
og fallega. Á miðju gólfi stóð
jólatréð. Það var heimasmíðað,
grænmálað og skreytt með eini
sem eldri bræðurnir höfðu sótt
upp í fjall. Öfugt við annan
gróður er einirinn fallegastur
á veturna og iðjagrænn.
Noklcrar glitrandi kúlur héngu
á greinunum og efst var falleg
jólastjarna sem frænka okkar
á Akureyri hafði gefið okkur.
Einnig héngu á greinunum
litlu bréfakörfurnar sem við
höfðum brugðið fyrr í vetur.
Hvert okkar átti sína körfu og
í þær var jafnan látið eitthvað
gott, t.d. 4-5 brjóstsykursmolar
og svipað af súkkulaði. Þess var
gætt að allir fengju jafnt en við
máttum ekki kíkja í þær strax.
Yfir jólatréð var svo lagður
hjúpur af englahári. Á hverri
grein stóðu kertin í ýmsum
litum og raðað þannig að efst
voru þau bláu, þá hvít og neðst
græn og rauð. Mikið lifandi
ósköp var jólatréð fallegt. Mér
finnst ég aldrei hafa séð fegurra
tré.
í hverju horni stofunnar
voru sveigar úr eini og
fjalldrapa. Grænni grein
var stungið bak við myndir
á veggjunum og yfir stóru
myndinni á austurveggnum var
fallegursveigur. Afhenni horfði
Hallgrímur Pétursson niður til
okkar úr prédikunarstólnum.
Ef við vorum óþæg var svipur
hans strangur og áminnandi
en nú var hann hlýr og mildur.