Feykir


Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 23

Feykir - 27.11.2008, Blaðsíða 23
23 Jólablaóið leitaói eftir uppskriftum úr smiðju kvenfélagskvenna á Noróurlandi vestra ■ ' ★*, ★ * ★* JÓIiMM Hnallþórur aó hætti kvenfélagskvenna Það er fátt íslenskara og betra vil ég leyfa mér að segja, heldur en kaffihlaðborð að hætti kvenfélaganna. Hnallþórur sem búnar hafa verið tii af umhyggju ást og stolti sem ekki fæst keypt fyrir peninga. Sortir sem við vorum að mestu hætt að sjá nóg og oftar en ekki meira en nóg af öllu. Jólablaðið fékk fjögur kvenfélög á Norðurlandi vestra til þess að gefa okkur hinum uppskriftir af hlaðborðinu. KVENFÉLAG SKARÐSHREPPS Sherryterta & ömmuvöfflur Fyrir hönd Kvenfélags Skarðshrepps er það Sigrún Aadnegard vert í Ljósheim- um og húsfreyja að Bergs- stöðum sem býður upp á uppskriftirnar. Kvenfélag Skarðshrepps er eitt af þessum virku kven- félögum og eru jólahefðir félagsins margar og ríkar. Jólatrésskemmtunin er árviss, kaffihlaðborð að lokinni aðventumessu, litlu jól kvenfélagskvennanna og föndurkvöld eru eins árviss atburður og sjálf jólahátíðin. í ár ætla konurnar síðan að læra að gera konfekt og kransatoppa, fróðleikinn sækja þær í smiðju hverrar annarrar. Sherryterta meðfromage Botn: 4 eggjahvítur 200 grsykur 200 gr saxaðar hnetur 1/2 tsk. lyftiduft Eggjahvíturogsykurþeyttvel saman. þurrefnunum blandað út í. Sett í springform sem er 27 cm. í þvermál - áður er formið smurt vel og hveiti stráð í það. Bakað í 45 mínútur við 180 gráður. Botninn bleyttur með sherry. Sherry fromage 4 egg 5 msk. sykur 3 msk. sherry 6 blöð matarlím 1/21 rjómi 1 pakki möndlumakkarónur Eggin þeytt með sykrinum. Rjóminn þeyttur. Matarlímið brætt í 3 msk. sherry. Kælt aðeins og sett út í eggjahræruna. Þeyttum rjómanum bætt út í. Möndlu-makkarónurnar bleyttar með sherry og settar út í hræruna. Þegar kakan hefur kólnað er hún sett á disk og hringurinn utan af forminu settur ofan á. Þá er hrærunni hellt ofan á botninn. Þegar þetta hefúr stífnað er skreytt með marsipani og rjóma. Brauðterta með sjávarfyllingu Langskorið brauð, 3 lög. Fylling: 6 hökkuð harðsoðin egg 340 gr. rækjur 100 gr. reyktur lax í teningum 1 dl. sýrðurrjómi 100 gr. majones 1/2 dl. fínt saxaður blaðlaukur 1/2 dl. fínt klippt ferskt dill eða 1/2 tsk. þurrkað Salt og pipar eftir smekk Aðferð: Öllu blandað saman og sett á milli botnanna - 2 lög (eflögun tertunnar gerir hana stóra þá þarf að stækka fyllinguna) skreytt með eftirfarandi: 200 gr. majones 1 dl. sýrðurrjómi 500 gr. rækjur 1-2 msk. rauður eða svartur kúlu- kavíarfsá svarti kemur betur út með rækjunni) Aðferð: Öllu blandað saman nema kavíarnum hann er hristur mjög varlega saman við í lokin því annars springur hann. Skreytt t.d. með laxarósum, tómatrósum og gúrkuslaufum. Ömmu vöfflur (rósettur) 1-2 egg 1 msk. sykur 1 tsk. salt 1 bolli hveiti 1 bolli mjólk 2 msk. pilsner eða öl Kvenfélagið Vaka á Blönduósi bíður upp á uppskriftir að hætti Bergþóru Hlífar Sigurðardóttur. Vökukonur halda ekki jólatréskemmtun né gera neitt sérstakt fyrir jólin nema hvað þær fara saman út að borða og eiga huggulega stund á aðventunni. Á þorranum sjá þær síðan um þorrablótið á Blönduósi auk þess sem þær funda einu sinni í mánuði. Vökukonur héldu með glæsibrag upp á 80 ára afmæli félagsins fyrr á árinu. Hnallþóra með Snickers- og peruívafi 2 stk. púðursykurmarengsbotnar 1 stk. svamptertubotn Uppskrift af marengs 4 eggjahvítur 2 dl. púðursykur 1 dl. sykur Allt þeytt vel saman, bakað sem tveir botnar og í annan botninn er sett saman við blönduna 2 dl. af rice krispies. Bakað við 130 gráður í einn og hálfan tíma. Svamptertubotn 2 egg 100 gr. sykur Þetta þeytt vel saman. Sigtað og sett varlega saman við eggjahræruna. 35 gr. hveiti Egg, sykur og salt þeytt saman. Þurrefnunum og vökvanum blandað út í. Bakað með rósettujárni í heitri feiti. Borið fram með einhverju góðu ávaxta eða rækjusalati. E.S. Rósettujárn eru trúlega víða til í eldhúsum hjá ömmum okkar auk þess sem hægt er að kaupa þau í verslun Þorsteins Bergmanns á Skólavörðustíg. 35 gr. kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft Smá vanilludropar. Bakað í um það bil 25 mínúturvið 190 gráðu hita. Samsetning á kökunni Fyrst er púðursykurbotn settur á fat, þessi sem er ekki með rice krispies. Ofan á hann er settur 3,5 dl. þeyttur rjómi sem búið er að brytja saman við 1 - 2 Snickers, magn fer eftir smekk. Næst er svamptertubotninn settur ofan á kökuna og þar ofan á 3,5 - 4 dl. þeyttur rjómi og hálf dós niðursoðnar perur. Efst kemur siðan marengsinn með rice krispies Krem ofan á kökuna: 2 Snickers og smá smjör brætt saman ípotti 4 eggjarauður og 3 msk. sykur þeytt vel saman. Súkkulaðið látið kólna lítillega og síðan öllu blandað saman og sett ofan á kökuna sem að lokum er KVENFÉLAGIÐ BJÖRK Á HVAMMSTANGA Báru bomba Kvenfélagið Björk á Hvamms- tanga teflir fram uppskrift úr smiðju Ragnheiðar Ekta góð rjómaterta 4 egg 200 gr. sykur 75 gr. hveiti 75 gr. kartöflumjöl 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. vanilludropar Egg og sykur þeytt mjög vel saman. Þurrefnin sigtuð saman og blandað varlega saman við. Sett í tvö tertumót ca. 26 cm. stór og bakað í um það bil 25 mínútur við 190 gráðu hita. Á milli eru settir blandaðir ávextir úr dós, makkarónukökur og um það bil 4 dl. þeyttur rjómi. Botnarnir eru bleyttir aðeins með safanum úr ávaxtadósinni. Makkarónurnar muldar og blandað saman við ávextina og rjómann. Allt sett ofan á annan botninn og hinn ofan á. Tertan smurð að utan með þeyttum rjóma og síðan skreytt fallega með rjómasprautu, kokteilávöxtum, súkkulaði eða skrautsykri. ■ KVENFÉLAGIÐ VAKA Á BLÖNDUÓSI DTO skreytt með berjum eða að vild. L

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.