Feykir - 27.11.2008, Síða 24
Eggertsdóttur. Rúmlega 20
konur eru í félaginu sem heldur
árlegan jólafund þar sem
konurnar gæða sér á glöggi og
fá sér piparkökur auk þess að
skiptast á gjöfum og syngja. Þá
hafa þær lagt hönd á bagga við
undirbúning þess þegar kveikt
er á jólatrénu, aðallega sökum
þess hversu góð sambönd þær
hafa við jólasveinana. Þá hefur
félagið á hverju ári síðan það
var stofnað árið 1932, staðið
íyrir jólatréskemmtun þar
sem boðnar eru veitingar og
allir eru velkomnir, ókeypis að
sjálfsögðu. Þeir fjármunir sem
stelpurnar ná að safna renna
til góðs málefnis.
Báru Bomba
4egg
200 gr. sykur
200 gr. döðlur,100 gr.súkkulaði
150 gr. hveiti.
Þeytið egg og sykur.brytjið döðlur
og súkkulaði og blandið saman við
hveitið, blöndunni baett varlega út
í eggjahræruna. Bakað í tveimur
tertuformum í ca. 20 mín.við 180°.
Fylling:
1 peli rjómi þeyttur,100 gr. fyllt
piparmyntusúkkulaði brytjað saman
við.
Krem ofan á:
11/2 dl. rjómi
1 dl. Sykur
1 V2 msk. síróp
2 msk. smjör
1 tsk. vanillusykur.
Sjóðið saman rjóma, sykur og síróp
við frekar hægan hita þar til það fer
að þykkna, takið pottinn af og bætið
smjöri og vanillusykri út í, hellt yfir
kökuna.
Þegar allt er orðið vel kalt, er 1 peli af
rjóma þeyttur og honum sprautað á
hliðarnar. jammi jamm
KVENFÉLAGIÐ EINING Á
SKAGASTRÖND
ís og þriggja
laga marengs
Ellefu konur eru virkar í
kvenfélaginu Einingu á
Skaga-strönd en það er
Jóhanna Sigurjónsdóttir sem
fyrir hönd þeirra býður upp á
uppskriftir. Jólastarf félagsins
er ekki mikið, helst þá aðstoð
til þeirra sem á þurfa að halda.
En aðalfjáröflun Einingar
er fyrir páska er þær selja
páskaliljur og síðan aftur blóm
fyrir sjómannadaginn. Auk
þess að sjá um erfidrykkjur.
Þeir fjármunir sem safnast
hafa runnið til góðra málefna
en félagsmiðstöðin fékk
síðast að njóta góðs af starfi
lcvennanna.
After Eight ís
V21 rjómi
V2 bolli sykur
6egg
2 tsk. vanilludropar
AfterEight
Egg og sykur eru þeytt vel saman,
rjóminn þeyttur og settur varlega
saman við eggin og sykurinn. After
Eight er brytjað í smátt og sett út í.
Sett í form og svo í frystir.
Þriggja laga margens
6 eggjahvítur
3 dl. sykur
1 V2 dl. púðursykur
3 bollarrice krispies, coco pops eða
kornflex (má sleppa)
Eggjahvítur, sykur og púðursykur eru
þeytt vel saman. Sett í þrjú hringlaga
form ca. 24 cm. bakað við 100° í tvo
tíma látið kólna í ofninum. Rjómi
settur á milli laga ca. Vi lítir. Síðan
er súkkulaðibráð og karamellu slett
óreglulega ofan á tertuna. Ef gera á
stóra tertu þá passar þessi uppskrift
í eina ofnskúffu (eitt lag) og þá er
rjóminn um 2 lítra. Ekki þarf að bæta
í súkkulaðibráðina né karamelluna
fyrir stóra tertu.
Súkkulaðibráð
200 gr. suðusúkkulaði
1 V2 dl. rjómi
Karamella
1 dl. rjómi
40 gr. púðursykur
V2 msk. smjörlíki
1 msk. sýróp
V2 tappi vaniHudropar
‘Tiilll afflotturh jöiaqjöfum
fjjBjir scm gletJja
Gjafabréf...
gjöf sem
kemur á óvart
everyday
[ comfort zone ]
Öku- og bifhjólakennsla
- Aukin ökuréttindi -
Vörubifreið - Hópbifreið - Leigubifreið - Eftirvagn
Akstursmat til endurnýjunar ökuskirteinis
Öll vinnuvélaréttindi ÖKUSKÓLI
A
NORÐURLANDS VESTRA
SAUÐÁRKRÚKI
Nemendur og starfsfólk
Grunnskólans austan Vatna
óska Skagfirðingum gleðilegra jóla
og minna á Jólavöku á Hofsósi
16. des íHöfðaborgkl. 20:30
ÍGrunnskólinn
-lA/i/iaustanVatna