Feykir


Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 1

Feykir - 15.01.2009, Blaðsíða 1
Feykigott blað! Fréttablaðið á Norðurlandi vestra irL 15.janúar2009 :: 2. tölublað :: 29. árgangur Si&WtffurTðin ©4552200 Ráðherra ætlar ekki að bakka frá sameiningu heilbrigðisstofnanna -Hinn kosturinn að skerða þjónustu og hækka gjöld Guðlaugur Þór Þórðarson, heilbrlgðis- ráðherra, sat á þriðjudaginn var fund með forsvarsmönnum Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki. Á fundinum reyndu heimamenn að fá Guðlaug Þór til þess að snúa tll baka með ákvórðun sína um að sameina Heilbrigðisstofnunina á Sauðárkróki FSA á Akureyri og fela þess í stað stjórn hennar í hendur heimamanna. Feykir settist niður með Guðlaugi eftir fundinn. sjá bls. 8-9 Hólaskóli - Háskólinn á Hólum Norðurland vestra Tilsjónarmaður stjórnar rekstri Holaskola 115 á atvinnuleysiskrá Gísli Sverrir Árnason hefur verið skipaður tilsjónarmað- ur Hólaskóla, Háskólans á Hólum. Gísli hefur verið hér undanfarna daga þar sem hann hefur meðal annars fundað með helstu lánadrottnum skólans. Líkt og Feykir.is greindi frá umhelginaútilokaðiÞorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra ekki í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni, að Háskólinn á Hólum, sem kom að hennar sögn með mikinn skuldahala með sér frá Landbúnaðarráðneytinu, yrði sameinaður öðrum. í samtali við Feyki kannaðist menntamálaráðherra vel við þessi orð en sagði jafn- framt að til þess kæmi ekki nema ef engar aðrar leiðir væru færar. Ætlunin væri enn að gera Hólaskóla að sjálfseignarstofnun. -Við erum að leita allra leiða til þess að halda uppi því þjónustustigi sem verið hefur og að skólarnir séu opnir almenningi og bjóði upp á fjölbreyttar námsleiðir. Eins og staðan er í dag höfum við ekki efni á að hugsa þetta þröngt og erum að leita allra leiða til þess að halda dampi og í þeirri vinnu felst að fara vel yfir alla þætti, segir Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra. Aðspurður segir Gísli Sverrir að hann líti á það sem sitt hlutverk að tryggja framtíð skólans og segist hann taka það hlutverk sitt mjög alvarlega. -Ég mun leggja mitt að mörkum til þess að reksturinn komist á rétt ról en með öðrum hætti er ekki hægt að tryggja framtíð skólans, segir Gísli Sverrir Árnason, ráðherraskipaður tilsjónamaður Háskólans á Hólum sem nú fer með rekstarstjórn skólans. A mánudag voru 115 skráðir á atvinnuleysiskrá á Norðurlandi vestra þar af 49 í Skagafirði. Atvinnuleysi hefur aukist mest á Blönduósi og í Skagafirði milli mánaða eða um 29 einstaklinga. Á Blönduósi hafa 10 bæst á atvinnuleysisskrá, 19 í Skagafirði, sex í Húnaþingi vestra, tveir á Skagaströnd og fimm á Siglufirði. Hjá Vinnumálastofnun Norðurlands vestra fengust þær upplýsingar að þau úrræði sem boðið væri upp á væru fyrst og fremst fyrir atvinnuleitendur, en fleiri en atvinnuleitendur taka þátt í sumum þeirra. Úrræði sem virk eru um þessar mundir, auk viðtala við starfsráðgjafa og starfsleitarfunda sem öllum standa til boða, eru starfsþjálfunarsamningar, námssamningar, heilsu- efling og sjálfstyrking, áhugasviðsgreiningar, víðtæk hæfnis- og starfs- leitarrnámskeið og þátttaka í Eflum byggð sem er fjögurra anna samfellt nám í Austur Húnvatnssýslu. Samkvæmt þeim upp- lýsingum sem Feykir hefur aflað er erfitt að festa fingur á það nákvæmlega hver orsök þessarar aukningar nákvæmlega er, en það lítur út fyrir að töluvert sé um að unga fólkið sé að snúa aftur heim í foreldrahús og þá án atvinnu. 1 Jínaí DELL dúndurpakki Dell hátalarar með bassabo i eru auðvitað alveg ómjssan< i dúndurpakki undir jólatréð! TILBOÐ KR. 6400 Fulltverðkr. 7990, —Déwsif! ehpt— VIÐ B0NUM 0G RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum HOT 27 SAUÐARKROKI íöGmöMl Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 848 7007 * Netfang: siffo@hive.is Bílaviðgerðir hjólbardavidgerðir réttingar ogsprautun » ÆJ/Jbifreidaþiónusta Sauðárktókur-&4535W

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.